Vikan


Vikan - 20.03.1980, Side 47

Vikan - 20.03.1980, Side 47
til að heimsækja barnið fór hann að venja komur sínar í íbúð Janetar á kvöldin. Einnig hún var full af atorku en þó ekki á sama hátt og frú Tyndall. Hreyf- ingar hennar voru snöggar og ósjálf- ráðar og hana skorti þann frið sem ríkti hjá eldri konunni. Það var eins og Janet yrði að keyra sjálfa sig lengra en hún i rauninni gal komist. Hann kom oft að henni á kvöldin þar sem hún sat við bréfaskriftir og fyrir framan hana var ótrúlegur stafli af umslögum sem geymdu þau bréf sem hún var þegar búin að skrifa. ,.Nú á ég aðeins eftir átta bréf og þá er ég búin. Er það ekki vel af sér vikið?” Hún leit brosandi á hann en augu hennar voru sorgmædd og hann átti alltaf jafnerfitt með að átta sig á brosi hennar. Hans skoðun var að hún hefði gott af að slaka aðeins á. Hann hafði reynt að hjálpa henni við bréfaskriftirnar en það gekk ekki. Hún þurfti að athuga hvert einasta bréf. Fjórða kvöldið kom hann til hennar með bjórflösku og tvö glös sem hann fyllti fyrir þau. Hann settist i einn af stólunum við gluggann en Janet sat enn við borðið, upptekin eins og venjulega. „Komdu og sestu hérna," sagði hann um leið og hann benti á hinn stólinn. „og talaðu við mig." Hún hlýddi honum. „Um hvað eigum við að tala?” „Hvað sem er. Frí sem þú hefur ein- hvern tima tekið þér, garðinn þinn eða atvinnu þína sem fyrirsæta.” Það sem hann raunverulega átti við var að þau ættu að ræða um hvað sem væri sem ekki viðvék sjúkrahúsinu. Hún brosti og fékk sér sopa af bjórn- um. Hún þagði dálitla stund. Honum virtist sem hugur hennar væri víðs fjarri. Tilraun hans myndi heppnast. Þau gætu setið saman eins og venjulegt fólk. slakað á og talað um hversdagsleg málefni. „Hefurðu t.d. nokkurn tíma verið í Frakklandi eða á Spáni?" Hún sneri sér áköf að honum. „Dr. Muir segir að þú getir fengið að heimsækja Karen á morgun!" Það lá við að hann andvarpaði upp- hátt. Hún gat raunverulega ekki fest hugann við neitt annað. „Ef þú vilt," bætti hún viðafsakandi. „Auðvitað vil ég það!” Nú voru komnar fjórar myndir inn i stofuna hjá honum. Hann hafði keypt leikfanga- kengúru handa litlu stúlkunni. Frú Tyndall, sem virtist kunna skil á öliu, hafði látið sótthreinsa hana fyrir hann og vafið henni inn í hreinan pappir svo að hann gæti gefið henni þessa gjöf þegar þau hittust í fyrsta skipti. Og enn einu sinni var Janet farin að tala um Karen. Fljótlega var hún farin að ganga um herbergið og raða blöðum og bréfum og hagræða stólunum. Hún var búin að gleyma bjórglasinu. Peter fann jafnmikið fyrir spennu hennar og hún væri hluti af honum sjálfum. Hann óskaði þess að hann þekkti einhverja leið til að fá hana til að slaka á. Næsta morgun fór Janet með Peter að hitta Karen og eftir að þau voru búin að ganga I gegnum allar varúðar- ráðstafanirnar komu þau inn í leikher- bergið. Karen hafði beðið þeirra og þegar þau komu kom hún hlaupandi á móti þeim. „Þú ert Peter. Ég veit það!" Hún faðmaði hann aðsér. „Varlega,” sagði Janet lágt. Peter lyfti litlu stúlkunni varlega upp og hún hló af ánægju. Hún var hærri en hann hafði búist við en ákaflega grönn. Viðkvæmni hennar varð til þess að hann varð allt I einu óttasleginn. Hann hafði aldrei áður vitað hvernig sú tilfinning var að óska þess að barn yrði hraust og sterklegt en þurfa stöðugt að berjast við veikindi. „Þú ert töluvert stærri stúlka en ég hafði haldið," sagði hann. „Hvað gefa þeir þér að borða hér? Þeir eru alltaf að mata mig á soðnum eggjum." Hann rétti henni kengúruna. Þessi gjöf gladdi hana, en hún hafði miklu meiri áhuga á að hafa Peter hjá sér til að tala viðog leika við. Hún sýndi honum eftirlætis leikföngin sín. Hann lá á gólfinu við hliðina á henni og ræddi um þau við hana. Janet stóð hljóð við hlið þeirra og horfði á þau. Þegar Peter leit upp til hennar gat hann ekki áttað sig á augna- ráði hennar. Hálftíma síðar birtist hjúkrunar- konan. „Frú Collins og hr. Blake, dr. Muir vildi gjarnan fá að ræða aðeins við ykkur.” Þau héldu til skrifstofu dr. Muirs. Hann leit mjög þreytulega út. eins og hann hefði jafnvel unnið enn meiri yfir- vinnu en venjulega. En augu hans voru vökul og björt. Hann hvildi handleggina á borðinu og leit á þau til skiptis. Framh. i næsta blaði. BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo 'reyölr vel, og er fáanlegt i 4 geröum. Hver og einn getur fenglö shampoo vlö sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel llka. Heildsolubirgðir. KRISTJÁNSSON HF. Ingöllsstræli 12. simar: 12800 - 14878 BIAÐIB Eftirtalin eyðublöð bjóðast nú auglýsendum ókeypis hjá smáauglýsingaþjónustu Dagblaðsins: 1. Vegna bifreiðaviðskipta: 2. Vegna lausafjárkaupa; Sölutilkynningar, tryggingarbréf og víxileyðublöö auk Kaupsamningar og víxileyðublöð afsalseyðublaða og fjölritaðra leiðbeininga um frágang 3. Vegna leigu íbúðarhúsnæðis: bifreiðaviðskipta, sem við höfum lengi boðið. Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 12. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.