Vikan


Vikan - 20.03.1980, Page 50

Vikan - 20.03.1980, Page 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran KRYPPLINGURINN FRÁ OURO PRETO A svölum fyrir neöan kirkju eina, sem stendur uppi á hæð i gleymdum námubæ i Brasiliu, má lita tólf spámenn úr Gamla testamentinu í risastærð. Þeir eru höggnir út úr steintegund þar úr nágrenninu. Fyrir neðan líkneskjurnar blasir við dásamleg útsýn yfir fjöll og dal. Sumir spámennirnir standa þama tiginmannlegir með meitlaðan alvöru- svip, aðrir horfa til himins með uppteygða arma í ástriðufullu trúar- ofstæki. Svipmikil andlit þessara hetju legu mannamynda tala gegnum árin og vitna um imyndunarafl og trú hins sár- pínda snillings sem skapaði þær. Þessi likneski voru höggvin fyrir um tveim öldum og síðan hafa hinir mikilúðlegu spámenn boðið birginn timans tönn og höfuðskepnunum og vakið undrun og aðdáun allra þeirra sem séð hafa. Spámennirnir tólf, þessi einstöku lista- verk sem lítt eru kunn utan Brasilíu, eru verk manns sem í senn var bygginga- meistari og myndhöggvari. Brasilíumenn minnast hans með lotningu og aðdáun. Þeir kalla hann Aleijadinho, sem á portúgölsku þýðir „litli krypplingurinn". Allt sitt líf var Aleijadinho haldinn logandi ástríðu til þess að skapa trúar- lega list úr viði og steini; og þetta gerði hann með svo frumlegum hætti og af slíkum tilfinningahita að hann á fáa sína lika fyrr og siðar. Dásamlegar kirkjur hans og óviðjafnanleg likneski, sem hann skreytti þær með. teljast til tignustu meistaraverka í brasiliskri byggingalist og höggmyndalist. Þessi stórmerki og afkastamikli listamaður átti við óskaplega líkamlega örðugleika að etja. í leit að samlikingum minnir hann helst á Toulouse-Lautrec, þar sem hann staulaðist á afmynduðum stuttfótum sinum um Montmatre, hinn gigtþjáða Renoir eða hinn heyrnarlausa Beethoven við slaghörpuna. En þó geta þjáningar þessara snillinga listar innar ekki jafnast við f>au harmkvæli sem „Litli krypplingurinn” barðist við ogvannsigurá. ^ Antonio Francisco Lisboa, sem kallaður var Aleijadinho, fæddist i Ouro Preto, námubæ sem stendur um 450 km fyrir norðan Rio de Janeiro, árið 1738. Hann var óskilgetinn sonur portúgalsks byggingameistara og svartrar ambáttar. Þegar hann var skírður gaf faðir hans þeim mæðginum báðum frelsi. Óskilgetin fæðing var lítill fjötur um fót i brasilísku nýlendunni enda var drengurinn alinn upp á heimili föður síns. Af menntun hans fara fáar sögur en samtímamenn hans hafa getið þess að hann hafi verið mikill biblíuhestur. I bernsku og æsku var Lisboa hraustur og fúllur af lifi og fjöri. Hann var þrekvaxinn, svartur á hár og Ijótur. með feiknamikið, hvelft enni, stórgerður og nefhvass, snöggur og hávær i tali. En fingur hans voru næmir og sterkir og snemma varð hann ágætis teiknari. Fyrst varð það frændi hans einn, síðar listamaður. sem var i heimsókn og loks faðir hans. sem fóru að veita athygli hinum eftirtektarverðu teikningum unglingsins af kirkjum. Hann var því hvattur til að feta í fótspor föður sins, lærði fyrst trésmíði, siðan tréútskurð og að meitla í stein og loks gerðist hann lærlingur í byggingafræði. Faðir hans lést óvænt frá óloknu verki við að teikna mikilsverða kirkju- byggingu en Lisboa, sem þá var á þritugsaldri, lauk verki hans með miklum sóma og hlaut brátt viður- kenningu sem fremsti kirkjubygginga- meistari og myndhöggvari borgarinnar. 1 Ouro Pretoborg, sem var í hálendu innsveitarfylki, Minas Gerais, ríkti mikið gullæði um þær mundir. Enda þýðir nafn borgarinnar „svart gull", og var það dregið af dökkum málm- stykkjum sem fundust þar upphaflega og innihéldu mikið gull. Ennfremur höfðu fundist þar auðugar demants- námur. Þegar námureksturinn var i hámarki unnu þar 100.000 svartir þrælar auk þúsunda frjálsra ævintýramanna af ólíkasta litarhætti frá öllum löndum heims. Á hverju ári sendi myntslátta borgar- innar gullpeninga sjóleiðis til portúgalska rikisins, en borgarráðsmenn og námukóngar áttu nóg til skiptanna af gulli eftir sem áður. Og féð notuðu þeir meðal annars til þess að hefja kirkju- byggingaframkvæmdir sem ekki eiga sinn líka í neinni námuborg veraldar. V Guð hafði gefið borgarbúum námurnar i Ouro Preto og nú létu borgarbúar þakklæti sitt i Ijós með dásamlegum trúarlegum höggmyndum og kirkju- skreytingum. sem glitruðu af skíru gulli. Lisboa var engan veginn trúlaus maður en á þessum timum hreysti og allsnægta var hann heldur ekki neitt sérlega guðrækinn. Kirkjur voru sérgrein hans. Á daginn skar hann út ölturu i kirkjurnar sem hann hafði teiknað — fyllti þær af englum og helgum mönnum — en um nætur drabbaði myndhöggvarinn í ærslafullum krám borgarinnar, sem voru troðfullar af kvenfólki og gullleitarmönnum úr nágrenninu. Ef hann hefði látist á þessu skeiði ævi sinnar i einhverjum drykkju- slagsmálunum myndu fáir muna hann í dag, jafnvel í Brasilíu. Hann var 39 ára gamall þegar gæfan sneri við honum bakinu. Dularfullur sjúkdómur heltók líkama hans. Segja sumar frásagnir að það hafi verið holds- veiki en aðrir taugagigt, samfara slagi eða einhverjum öðrum lömunar- sjúkdómi. Smátt og smátt lamaði sjúkdómurinn fætur listamannsins og kreppti hina viðkvæmu sterku fingur með miklum sársauka í eins konar mannlegar klær. Og svo visnuðu tærnar af honum og rotnuðu og siðan fingur hans. En Aleijadinho lét ekki bugast. Hann afsagði að hætta störfum. Göfugasta kirkja hans í Ouro Preto var San Francisco de Assis, sem hann hafði byrjað á rúmum áratug áður en hann sýktist. Við þetta musterislistaverk átti hann eftir að vinna meira og minna um 29 ár af þeim þjáningarfullu 37 árunt sem hann átti eftir ólifuð. Eins og Job færðist hann í aukana i trúarhita sinum við þjáningarnar. Að reisa byggingar guði til dýrðar varð óbugandi ástriða hans alla ævi. Þegar sjúkdómurinn tók að herja á andlit hans og honum þótti svipur sinn vera orðinn of viðbjóðslegur til þess að menn gætu horft á hann byggði hann tjald kringum sig við vinnuna, til þess aðforða fólki frá þessari skelfilegu sýn. Það var á þessu tímabili sem borgarbúar gleymdu nafni hans og fóru að kalla hann Aleijadinho. í fyrstu dróst hann áfram með þeim hætti að hann „gekk" á leðurbótum sem bundnar voru um hnén. En að lokum gat hann það ekki einu sinni og keypti hann sér þá þjón, negra. Juanaro að nafni, sem bar hann á bakinu til vinnunnar fyrir dögun á hverjum degi og bar hann svoaftur heim þegar dimmt var orðið. En afskræmt andlit listamannsins mikla var falið bak við háan kraga og barðastóran hatt. Þegar hann var að höggva eða skera út andlit hárrar likneskju var hann hifður upp af Juanaro og öðrum aðstoðarmanni. Og þegar hann gat ekki lengur haldið á verkfærum sinum i bækluðum höndunum lét hann binda þau við hendur sinar og hélt ótrauður áfram engu að síður. Þótt ekki sé tekið tillit til nema afkasta hans einna á þessu veikindatimabili hans eru þau alveg ótrúleg. Þótt Aleijadinho væri fæddur þræll, eins og fyrr getur, varð hann sjálfur þrælaeigandi. Auk Juanaros og ambáttar, sem annaðist fyrir hann ráðskonustörfin, keypti hann og þjálfaði tvo negra sem aðstoðarmenn, sem siðar urðu sjálfir ágætir listamenn. Hann deildi launum sínum með þeim og var ávallt mjög örlátur á peninga. Þannig kostaði hann hvítan hálfbróður sinn til náms i prestlegum fræðum. Siðasta árið sem hann var heill heilsu eignaðist hann óskilgetinn son. Þessi sonur hans reyndist einskis nýtur en eiginkona hans, tengdadóttir Aleijadinhos, Jóhanna Lopez, reyndist hins vegar eina kvenhetjan i sögu hans. Siðustu ár hinna skelfilegu veikinda hans hjúkraði hún honum af mikilli umhyggju og gerði honum mögulegt að líta hreykinn um öxl á merkustu lista- verk sín. Aleijadinho var nálega sextugur og ólæknandi krypplingur. þegar hann hóf að vinna að frægustu listaverkum sinum Krossslöðunum og Tröppum spámannanna. Þessi listaverk eru staðsett um 60 km niður með veginum frá Ouro Preto til Rio í litlum bæ á hæðadrögum sem heitir Congonhas do Campo, og sem enn þann dag i dag hefur fræga kirkju sem pilagrimar sækja hvaðanæva. I þessari kirkju, sem kennd er við Don Jesus de Matozinhos, gerði Aleijadinho alls 78 líkneski. Hann var niu ár að Ijúka þvi verki. Tólf spámenn Gamla teslamentisins standa við kirkju- tröppurnar, höggnir i stein, átta fet á hæð. En 66 trélíkneski, sem lýsa siðustu sorgargöngu frelsarans á jörðinni, eru geymd i sérstökum kapellum í garðinum viðkirkjuna. Djúp fegurð hinna göfugu persóna Nýja testamentisins, svo sem Krists, postulanna og hinna helgu kvenna, uppgötvaðist eiginlega ekki fyrr en árið 1957 þegar flokkur listfræðinga skóf af likneskjunum skræpótta málningu sem klint hafði verið á þær á nitjándu öld. En hinar „illu" persónur bibliunnar, eins og þær birtast i likneskjum Aleijadinhos, hafa lengstum haft mikil áhrif á brasiliska pilagrima. Þannig skaut maður einn fyrir nokkrum árum byssu- kúlu í vinstra auga Júdasar, þar sem hann er sýndur við siðustu kvöld- máltíðina. Andlitssvipir rómversku her- mannanna, sem hæða Krist á leið- inni til Golgata með krossinn, sýna miskunnarlausa hæfileika myndhöggvarans til skopteikningar. Sagt hefur verið að þessir nefstóru, úteygu hermenn séu hefnd Aleijadinhos á hendur þeim fyrirlitlegu smámennum sem sendu honum tóninn þegar hann var á leið til vinnu sinnar um stræti 50 Vikan 12. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.