Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 31
Þegar ég kem þreyttur heim á kvöldin, sagði Björgvin. Verða poppstjörnur þreyttar? Jú, þær geta orðið þreyttar, þvi þetta er vinna, vinna og aftur vinna. Sem stendur er Björgvin á fullri ferð með nýja Brimkló, úrvalslið íslenskrar popptónlistar eins og sumir myndu segja: Björgvin, Magnús Kjartansson, Ragnhildur Gisladóttir, Arnar Sigur- björnsson, Kristinn Svavarsson. Ragnar Sigurjónsson og Haraldur Þorsteinsson. Þau æfa vel og mikið, með tæki af fullkomnustu gerð og ætla sér að verða góð, sem þau reyndar eru. — Þetta er á allt öðru plani þegar hljómsveit er svona skipuð. Við erum með margar raddir, tvö hljómborð, blásara og hvaðeina. Það er eitthvað annað en að standa syngjandi með tvo gitara, bassa og trommur á bak við sig. skithræddur um að einhver magnarinn bili þá og þegar. En það kemur að sjálf- sögðu minna í hlut hvers þegar hljóm- sveitin er svona stór — en þá er bara að vinnabeturogmeira. Og hvaðfá þau? — Við vorum með ball í Stapa um daginn. Þar kostaði 7000 krónur inn og heildarveltan eftir kvöldið varð 2,4 milljónir. Þegar svo búið er að greiða allan kostnað, skatta og skyldur, þá gæti ég best trúað að eftir væru um 100 þúsund krónur á kjaft. Þetta var gott ball og 10 tima vinna hjá okkur. Það þætti ekki mikið i útlöndum, en svona er eyjan kalda. Björgvin og Ævintýri i Húsafelli sumarið 69. Þá var bongö-og gœrutimabilið í algleymingi og fólk vildi lög með „ivafi". Hvenær, að mati Björgvins sjálfs, hefur stjarna hans skinið skærast? — Ég er tvimælalaust á toppnum núna, segir Björgvin ákveðinn en bætir svo við efablandinn á svip: Það vona ég i það minnsta. Og hvenær á botninum? — Ætli það hafi ekki verið þegar ég spilaði með Hljómum 1974. Við fóruni alla leið til Bandaríkjanna til að taka upp plötu en sú plata lenti i blaðaverkfalli hér heima og fékk fyrir bragðið enga auglýsingu og seldist lítt. Þarna var Gunnar Þórðar að mótast, platan misskildist og . . . — off the record. Björgvin bandar frá sér hendinni. ,,Það eru ekki nema fjögur ár síðan ég byrjaði fyrir alvöru í þessum bransa. ” Á þessum árum var ég alvarlega að hugsa um að hætta i bransanum fyrir fullt og allt og snúa mér að einhverju öðru. En upp úr Hljómum spruttu Lónlí Blú Bojs, ég hitti konuna mína, hlutirnir fóru að ganga betur og ég ákvað að halda áfram. Eftir á að hyggja finnst mér ég ekki hafa byrjað af neinni alvöru i þessum bransa fyrr en ég gerði fyrstu Visnaplötuna fyrir fjórum árum eða svo. Úti í heimi virðist líf poppara vera ansi áhættusamt. Þeir stunda ólifnað af verstu tegund, á kafi i eiturlyfjum, kven- fólki og öðrum hættum og deyja oft fyrir aldur fram. Er þetta ekki allt miklu saklausara hérlendis? — Það er ekkert sambærilegt. Úti i löndum grasserar heróínið, þar er oft á tiðum illa farið með þessa menn. stolið af þeini lögum þannig að þeir fá aldrei neitt fyrir sín verk. eitt leiðir af öðru og svo er það heróinið. Að visu er ekki loku fyrir það skotið að ýmsir íslenskir popparar hafa kannski farið illa út úr sukkinu og svinaríinu sem oft vill fylgja þessu stússi en dekksta hliðin á poppinu hér á landi er hvað diskómúsikin hefur ýtt allri lifandi músík til hliðar. Sem betur fer er þetta að breytast aftur. Hér eru næstum engir staðir þar sem hljóm- sveitir geta komið fram og spilað. engar samkomuhallir eins og tíðkast erlendis. Þó frábið ég mér því að hið opinbera fari að byggja svoleiðis staði fyrir okkur í aðstöðuleysi okkar því þá fylgdi í kjöl- farið að þeir vildu fara að hafa puttana i þessu sjálfir og þá er nú verr af stað farið en heima setið. Frekar vildi ég þá láta hið opinbera hafa sinn misskilning í friði. En þið báðuð um styrk til að komast til Cannes? — Við vorum bara að reyna prinsipp- ið. Menn sem fara til útlanda til að Hljómsveitin Bendix. — Langt er um liðið og enginn eftir nema Björgvin. Talið frá vinstri: Gunnar Ársœlsson matsveinn, Viðar Sigurðsson prentari, i Sviþjóð, Sveinn Larsson símvirki, Pétur Steffensen laganemi og Björgvin Halldórsson söngvari. kynna sér hænsnarækt fá styrk. Við fórum út i þeim tilgangi að koma fullfrá- genginni vöru á framfæri og ég get ekki betur séð en það ætti að geta skapað gjaldevri á við nokkur hænsni ef vel gengi. Og okkur gekk bara bærilega i Cannes þrátt fyrir styrkleysið. Perúmenn voru ólmir i að fá eitthvað frá Brunaliðinu. en í landi þeirra búa 900 þúsund hvitir nienn og 9 nulljónir frum byggja. Ef dæmið gengur upp er stór markaður þarna. Ilvort voru það hvítu mennirnir eða frumbyggjarnir sem höfðu áhuga á Brunaliðinu? — Það voru þeir hvítu. að sjálfsögðu — en þetta er þá 900 þúsund manna markaður og það er nokk meira en hér heima. En það hefst litið við það að fara einu sinni til Cannes, það verður að fara aftur og aftur og þá niyndi árangurinn fara að koma i ljós. „Þó Hljóðriti sé gott stúdíó þá er niður- drepandi að þurfa að glápa á sama vegginn í hvert sinn sem maður tekur upp plötu. ” En þetla kostar allt peninga, það kostar peninga að afla meiri peninga og þvi fleiri seðlar sem settir eru í þennan 16. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.