Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 37

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 37
ingum þess. Auðvitað eru aðrar verslanir líka með gott Orval og þjónustu. Ef við hugsum okkur að kaupa poka, sem best hentar íslenskum aðstæðum, mundum við velja svokallaða heilsárspoka. Það væri fiber- (kolofil) eða dúnpoki. Það má fá ^oka með mismiklu dúnmagni. En hæfilega hlýr og notalegur mun sá poki vera sem er 1 kg. Gallinn við dúnpokana er þó sá að þeir eVu viðkvæmari fyrir raka en p^kar úr gerviefni og lengi að þorria ef þeir blotna. Það er líka vafasamt að rétt sé að þvo þá, en poka úr gerviefni setjum við einfaldlega í þvotta- vélina og þvoum við 40 gráðu hita. AAikill verðmunur er é dúnpoka og poka úr gerviefni. Verð á dúnpokum er allt frá 72 þúsund upp í 130 þús. En verð á pokum úr gerviefnum er allt frá u.þ.b. 16 þúsund og upp í 50 þúsund. Þetta getur þvi orðið dálitið álitamál, þegar komið er inn i verslun þeirra erinda að fé góðan poka. Sjálfsagt vekur það undrun að pokar úr gerviefnum skuli vera hlýrri en ullarkembupokar. Við islendingar höfum nú alltaf haft svoddan trölIartrú á ullinni. En tæknin er nú einu sinni svo makalaus að öll þessi trefjaefni skáka ullinni. Auk þess að vera hlýrri eru pokarnir úr gerviefnunum léttari og það er afar mikilvægt að vera með léttan poka fyrir þá sem ætla að ganga um fjöll og firnindi með bakpoka og viðleguútbúnað. Ef við t.d. berum saman hvor sé hlýrri dúnpoki eða fíberpoki (jafnþungir) Þá fær dúnpokinn hærri einkunn. En hann bælist meira en fíberpokinn og það er því þægilegra að liggja í fíber- poka. En auðvitað þarf þaðekki að skipta máli ef viðerum með góða svefndýnu. Þvottur er nauðsyn Margoft munið þið hafa heyrt að ekki megi þvo svefnpoka. En þetta er firra. Langflesta svefn- poka má þvo og bráðnauðsynlegt að gera slíkt stöku sinnum. Svefnpokar verða fyrir ýmsu — fólk svitnar, pokarnir geta blotnað, í þá lendir kannski matarsull og margs konar óhreinindi. Auðvitað ber að reyna aðfara vel með dýra gripi eins og svefnpoka. T.d. má hlífa þeim með því að sofa alltaf í náttfötum og einnig má nota pokalak. En það eru fæstir sem kæra sig um að þyngja byrðarnar með lökum þegar gengið er á fjöll. Því eiga þau betur við þegar ferðast er á milli í bíl. Segjum nú að þið þurfið að þvo pokann ykkar. Best er þé að stilla þvottavélina á 40 gráðu hita. Vindið pokann vel í vélinni og ef mögulegt er þurrkið þið hann í tauþurrkara. Ef um dúnpoka er að ræða þarf að hrista hann vel við og við meðan hann er að þorna. Ef hann er ekki hristur er hætta á aö dúnninn þorni í klumpum og pokinn verði verri á eftir. Dúnpokar eru miklu lengur að þorna en gerviefnispokar. Gerviefnispokar eru 4 til 5 tíma að þorna, hangandi við 35 stiga hita. En dúnpoki er 12 til 14 tima að þorna við sömu aðstæður. Því miöur er ekki viö því að búast að pokarnir séu jafngóöir og nýir eftir þvott. Því skal brýnt fyrir fólki að fara vel með þá svo ekki þurfi að þvo þá miög oft. Að setja pokann sinn í hreinsun Einhver kann að hafa spurt undir þessari lesningu því í ósköpunum sé ekki minnst á þá hagkvæmu lausn að labba með óhreina pokann undir hendinni i næstu hreinsun. Ekki mikið þó menn spyrji. En raunar er þetta ekkert snjallt. Það er alls ekkert gott að skriða niður i poka sem farið hefur í hreinsun og angar af kemískum efnum. Og pokinn verður bara alls ekki nógu hreinn, þrátt fyrir allt. Þvottur i sépu og mörgum skolvötnum er það eina sem skilar hreinum og finum svefnpoka. Lengd svefnpokans Það er alls ekki nóg að huga að efni pokans. Lag hans og önnur gerð, s.s. saumaskapur, skiptir auðvitað ekki svo litlu máli. Athuga ber vandlega mél pokans og jafnvel er gott að fá að máta gripinn. Það gefur auga leið að maður sem er næstum 2 metrar að lengd þarf aðra lengd af poka en sá sem aðeins er 1.60 metrar að lengd. Þeir sem eru dálitið þriflegir á vöxt ættu líka að gæta að þvi hvort þeir geta troöiö sér með góðu móti í pokann sem þeir hafa augastað á. Það getur gengiö svo langt að semia verði við framleiðanda um yfirstærð! Þeir sem eru yfir 1.80 m á hæð ættu ekki að hika við að máta poka sem þeir ágirnast. Fólk sem er undir þeirri hæð þarf sjaldnast að vera hrætt við að lenda á of litlum poka. Yfirleitt er rétt að bæta 10 sm viö eigin líkamshæð þegar hugað er að 'hve langur pokinn þarf að vera. Gott er að geta teygt vel úr sér en samt má ekki vera neitt óþarfa pláss. Best er að hetta sé á pokunum, sem hægt er að draga upp yfir kollinn þegar verulega kalt er í veðri. Ef manni er kalt é höfðinu er manni lika kalt um allan likamann. Athugið líka vel frégang við rennilás og efni hans. Bestu lásarnir eru úr plasti og nauðsynlegt að þá sé hægt að opna bæði innan og utan frá. Athugið einnig að við lásinn sé breiður renningur sem varnar því að loft komist inn í pokann meðfram lásnum. Svefndýna og svefnpoki Þvi má ekki gleyma aðsvefn- dýna og svefnpoki bæta hvort annað upp ef svo má segja. Ef dýnan er léleg, er næstum sama hve góðan poka þú hefur, þér getur varla liðið nógu vel. Dýnan verður aðeinangra vel. Hægt er aðfá m jög góðar dýnur, þunnar og léttar, sem einangra vel. Þær eru úr plasti og draga ekki til sín raka. Þegar poki er keyptur ætti að huga að dýnu um leið. Eitt sem ekki er síður mikil- vægt er pokinn utan um svefn- pokann. Fyrir þaðfyrsta verður slikur poki að vera vatnsþéttur og einnig svo rúmur að dýnan komist fyrir ásamt pokanum. Reynið alltaf eftir fremsta megni að verja útbúnað ykkar fyrir raka og munið að eftir hvert ferðalag er algjör nauðsyn að viðra svefnpokann og dýnuna og aldrei má ganga frá viðlegu- útbúnaði í geymslu nema hann sé þurr og hreinn. Þeim sem ætla að festa kaup á svefnpokum á næstunni er ráölagt að leita til sérfróðra um val poka og dýnu. Fólk sem vant er feröalögum hefur oft mikla og góða þekkingu á slíkum útbúnaði, auk þeirra sem versla með þessa vöru. 16. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.