Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 41
— segir Pétur Friðrik listmálari sem nú ætlar að sýna á Kjarvals stöðum eftir 5 ára hlé. í kringum sig hóp aðdáenda sem talar máli þeirra uti í bæ, stuðlar að því að kynna viðkomandi og gera hann vinsælan. Þar er ég engin undantekning. — Hvað kosta myndir hjá þér í dag? — Svona frá 700 þúsundum og upp í milljón eða meira. Ég held að það sé verðið á myndum flestra þeirra málara sem hafa málað í einhvern tíma. Stundum selst ein mynd á mánuði, stundum fleiri en svo geta komið tímar þegar engin mynd selst svo mánuðum skiptir. — Er þetta ekki allt of mikið verð? — Hvernig ætti að fara að því að hafa myndirnar ódýrari? Ég held að það sé ekki rétt að lækka verðið þegar maður einu sinni er kominn upp í þennan klassa — þá væri frekar að gefa fólki myndirnar. Hvers vegna ætti ég ekki að fá eitthvað fyrir mina vinnu líkt og aðrir handverksmenn? Ég er búinn að leggja mikla vinnu og dýrt efni i þessi verk, léreft og litir hafa aldrei verið dýrari en einmitt í dag. Oft hefur maður þurft að hafa áhyggjur af fjárhagnum og oft ekki verið borgunarmaður fyrir efninu en þeir í Málaranum hafa verið liðlegir við að lána málurum svo þeir geti haldið áfram að vinna þrátt fyrir blankheitin. Síðast þegar ég sýndi á Kjarvalsstöðum, fyrir 5 árum, var ég farinn að skulda þeim stórfé. Myndlistargagn- rýni hérlendis — kunningsskapur, öfund og illgirni — Nú er sýning á næsta leiti, býstu við góðri gagnrýni? Ég hef fram að þessu bæði fengið góða gagnrýni og slæma, allt eftir því hver hefur haldið á penna i það og það skiptið. Ég býst ekkert við að fá betri útreið nú en áður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gagnrýnenda til að rakka mig niður stend ég enn uppréttur, mest vegna þess að ég hef ekki tekið mark á skrifum þeirra. Tökum sem dæmi mann eins og Aðalstein Ingólfsson sem ekki þekkir í sundur myndir eftir Gunnlaug Scheving og Snorra Arinbjarnar.... — Er það satt? — Ég er nú hræddur um það. Aðalsteinn stjórnaði uppsetningu og gerð sýningarskrár þegar sýndar voru myndir á Kjarvalsstöðum i eigu Reykja- víkurborgar. Þar stóð í sýningarskrá að tiltekin mynd væri eftir Gunnlaug Scheving, en sú mynd var reyndar eftir Snorra Arinbjarnar. Aðalsteinn hefur tæpast verið að rugla þessu vitandi vits, eða hvað? Þá lágmarkskröfu verður að géfa'ty'gagnrýnenda að þeir viti eftir hvern málverk eru — þekki þau alla vega i sundur. Annars tilheyra allir gagnrýnendur vissum klíkum og sjá ekkert nema þessar klíkur sínar sem þeir eru að skrifa fyrir. Það hefur að sjálf- sögðu áhrif á þá dóma sem þeir fella um menn sem standa utan við klíkur þeirra. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að myndlistargagnrýni hérlendis sé að mestum hluta grundvölluð á kunnings- skap, öfund og illgirni. Af gagnrýn- endum þykir mér Bragi Ásgeirsson skástur. Hann er ofurlitið réttsýnn og glöggur á köflum. — Uppáhaldsmálarar? — Ég held mest upp á gömlu meistar- ana, Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím, Scheving og Snorra Arinbjarnar. Af útlendingum myndi ég nefna Matisse og Cezánnq. — Verður þú aldrei uppiskroppa með mótif og hugmyndir eftir alla þessa málun? — Nei, það eru óþrjótandi verkefni falin í náttúrunni, hvar sem maður fer má alltaf búast við að sjá eitthvað sem er þess vert að það sé fest á léreft. Ég á andskoti góðan sendiferðabíl sem ég get farið á hvert á land sem er og ef eitthvað er að veðri get ég málað inni í honum. En talandi um mótíf og bíla þá dettur mér i hug ágæt saga og lærdómsrík sem Gunnlaugur Scheving sagði mér eitt sinn en hún er svona: — Kjarval og Valtýr Pétursson voru eitt sinn sam- ferða niður Laugaveginn í bil. Þá segir Kjarval við Valtý: „Heyrðu mig, nú er það slæmt. Þeir eru farnir að kalla mann fófóéfáf og1 Sígja að það^sé miklu betra að taka bara ljósmyndir frekar en að vera að mála þetta eftir fyrirmyndum. En ég held nú samt að það sé betra að vera góður fótógraf frekar en vera alls ekki neitt. Ha? ” — Dálítið til í þessu hjá honum — ekki satt? EJ Ég segi upp! 16. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.