Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 35

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 35
i síðustu leifar Grease-æðisins og reyna að græða svona eilítið i lokin? Og Lónlí Blú Bojs, var það ekki allt peninganna vegna? — Siðustu leifar Grease-æðisins? Það er af og frá vegna þess að við vorum byrjaðir að taka þessi gömlu lög löngu áður en Grease komst í hámæli. Halli og Laddi eru nú báðir það fullorðnir að þeir hafa upplifað þessa tíma sjálfir og muna þá því vel. Ég man eftir systkinum mínum á kafi í rokki þannig að það liggur ekkert beint við að við höfum verið að éta þetta vel tuggið út úr öðrum. Og hvað er músíkin í dag annað en gömul lög í nýjum útsetningum? Hvað er nýbylgjan annað? Annað mál er að ég hef engan áhuga á að vera að gera einhverja hluti sem ekki seljast þó svo að ég sé ekki með þá hugsun í kollinum allan tímann meðan ég vinn. Mitt kappsmál er að gera hlutina það vel úr garði að fólk vilji kaupa þá. Þetta tvennt verður að sameina. ,,Ég er sem betur fer löngu kominn af bongó- og gærutíma- bilinu. ” Nóg er af fólki sem vill í öllum verkum sínum vera að mótmæla einhverju, vera með meiningar um allt milli himins og jarðar hvar sem það fer og hvað sem það tekur sér fyrir hendur. Slíkt fólk tekur sjálft sig og vinnu sina svo hátíðlega og lífið svo alvarlega að það verður hrútleiðinlegt fyrir bragðið — þvi miður. Nei, ég er sem bétur fer fyrir löngu kominn af bongó- og gæru- timabilinu þegar allir sátu á gærum með krosslagða fætur. börðu bongótrommur, þefuðu af reykelsi (helst mörgum I einul stungu svo puttunum samtaka til himna og veinuðu: Peace! Sem betur fer tilheyrir þetta liðinni tíð hjá mér en það er alltaf til nóg af fólki sem endilega vill vera að segja öðru fólki hvernig það eigi að lifa og hugsa og hvað megi betur fara. Þetta fólk má vera í friði fyrir mér en þá vil ég líka fá að vera í friði fyrir þvi á meðan ég er að syngja fyrir fólk sem vill hlusta á mig. Annars var bongó- og gærutímabilið dálítið skoplegt svona eftir á að hyggja. Þá tókum við lög með „ívafi” eins og nefnt er. lög eins og Teach Your Children, Sweet Judy Blue Eyes, börðum bongó og sveifluðum gærum. Er fólk kannski búið að gleyma loftinu i herbergjunum þar sem fjöldi manns var samankominn og reykelsið brennt án afláts? Sá þefur hefði getað svæft hross — en i þá daga var unga fólkið hraust og varð ekki meint af. Gamalmenni hefðu dáið. Talandi um gamalmenni. Hversu lengi býstu við að geta verið i bransanum án þess að verða gömul lumma sem syngur um helgar og vinnur aðra vinnu dags daglega? — Það er ekki hægt að tala um þá dægurlagasöngvara sem voru að byrja að syngja fyrir 20-30 árum i sömu setningu og poppsöngvara nútimans. Aðstaðan er svo mikið breytt. Ef söngvarar eins og Ragnar Bjarnason og Haukur Mortens, sem mér reyndar finnst mjög góður, hefðu verið að byrja að syngja i dag þá hefði ferill þeirra sannarlega orðið allt öðruvísi en raun ber vitni. Aftur á móti get ég sannfært Svala Björgvinsdóttir tekur lagið. Björgvin segist vera löngu hœttur að spila eigin plötur heima hji sér og nú er Svala líka hœtt að nenna að hlusta é þœr. þig um það að ef það á fyrir mér að liggja að enda á Hótel Sögu syngjandi fyrir dansi þá verður það með 30 manna bandi, fiðlum, blásurum og öllu Það er klárt mál. Annars er það nútiðin sem skiptir máli hjá mér. ég nenni ekki að vera að velta mér upp úr fortíðinni eða þá að hafa áhyggjur af framtíðinni. Er á meðan er — ég er eirðarlaus að eðlisfari og ég held að menn verði að vera það ætli þeir að vera I bransanum. Það liggur i eðli hans. „Frekar vildi égfá að lifa að sjá Svölu dóttur mína verða lækni og Odd Hrafn hæstaréttarlögmann. ” Mundirðu vilja að börnin þín fetuðu þessa sömu braut sem þú hefur verið á fleygiferð eftir undanfarin 12 ár? Gætlrðu samvisku þinnar vegna hvatt þau til þess? — Foreldrar mínir leyfðu mér að fara út I þetta á sínum tíma og ef börnin mín kæmu til min einn góðan veðurdag og segðu: Pabbi, mig langar I ftoppið, þá myndi ég ekki setja mig upp á móti því. Annað mál er að ég myndi aldrei beina þeim inn á þessa braut vegna þess að poppbransinn er ekki fyrir alla. Frekar vildi ég fá að lifa að sjá Svölu dóttur mina verða lækni og Odd Hrafn hæstaréttarlögmann. Björgvin gerir fleira en að syngja og spila með Brimkló þessa dagana. Ásamt öðrum vinnur hann nú að þvi að koma á fót plötupressun hérlendis, verksmiðju sem tæki að sér að pressa allar plötur sem gefnar verða út á íslandi. Fram til þessa hefur orðið að sækja alla slíka þjónustu til útlanda. — Það er ekki fyrr en við erum farnir að hljóðrita, pressa og skera plöturnar okkar hér heima að við fáum islenskt „sánd”, segir Björgvin. Ekki degi fyrr. Þetta eru hreinustu vandræði þegar íslenskir hljómplötuútgefendur eru að senda upptökur til útlanda I pressun, kannski ekki pöntun nema upp á 1500 stykki og það þykir útlendingunum svo litið að þeir kalla bara á Joey gamla, sem er að sópa ganginn, og biðja hann um að afgreiða þessa pöntun fyrir eskimóana. Enda hefur árangurinn oft verið í takt við vinnubrögðin. Svo ekki sé minnst á stopult flug til og frá landinu. Þegar við erum farnir að gera þetta allt sjálfir þá erum við komnir með fullunna vöru sem við eigum ekki eingöngu að selja hér innanlands heldur einnig til útlanda — markaðirnir eru til staðar og þeir eru að opnajt. Fólk verður að fara að skilja að við getum rétt eins vel, og líklega miklu frekar, selt það besta af íslenskri popptónlist úr landi heldur en gallaða gaffalbita og niður- greitt kjöt. Það þarf bara átak og það þarf seðil. Hva’ð sem verður og hversu lengi sem Björgvin á eftir að vera á toppnum þá breytir það engu um að hann er ekkert upp á tónlistarsmekk Islendinga kominn. Björgvin er nefnilega kominn af sjómönnum langt aftur i æltir, var sjálfur á sjó, þegar hann var yngri og náði meira að segja einu sinni svo langt að vera messagutti á gamla Gullfossi meðan hann var og hét. Enda er popparinn ekki banginn i framan þegar hann segir: — Ef bræla verður í landi til langframa þá fer ég bara á sjóinn aftur. Bara verst hvaðég er sjóveikur. En ætli verði nokkuð af því. Fiskimannaþjóðin vill liklega hafa Björgvin í landi og sjá sjálf um allar veiðar svo framarlega sem hann heldur áfram að syngja fyrir sjómenn jafnt sem aðra. Hver veit nema það gæti endað með þvi að þorskurinn yrði leystur af hólmi sem aðalgjaldeyrisuppspretta okkar. Sæmdi Elisabet Bretadrottning ekki Bítlana einhverju sinni orðu fyrir gjaldeyrisöflun þeirra og eru ekki Svíar farnir að skipta á olíu og ABBA? Þar með erum við ekki að segja að Björgvin eigi eftir að bjarga okkur — osei sei nei! En það mætti kannski reyna að kynna eitthvað annað fyrir útlendingum en bara gaffalbita I súrum legi eða þá kjöt með ullarbragði. Það mætti reyna. E.J. VIKAN SPYR: Hvernig finnst þér Björgvin? Soffía Matthíasdóttir: — Frábær! Alveg frábær! Björn Ólafsson: — Mér finnst Björgvin góður söngvari en hann er staðnaður. Hann hefur takmarkað raddsvið og það háir honum. Aftur á móti hefur hann útlitið rneð sér og það skiptir miklu máli fyrir svona menn. Finnbogi Kristjénsson: — Mér finnst Björgvin hafa sérstaklega góða og skemmtilega rödd og hann er langt frá því að vera staðnaður. Ég held að við getum búist við miklu af honum I framtíðinni. Hversu góður gítarleikari hann er er aftur á móti annað mál. Matthias Guðmundsson: — Stórfinn söngvari. t einu orði sagt: Góður! Lúðvík Ragnarsson: — Björgvin er skambi góður söngvari, ég hef haft gaman af honum frá því ég fyrst man eftir mér. ló.tbl. Vlkan H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.