Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 30
Viðtal Vikunnar Björgvin Halldórsson — stjarna í 12 ár og enn á toppnum Björgvin, Oddur Hrafn, Svala og Ragnheiður. — Ég er fæddur 16. aprí/ 1951 og er því í hrútsmerkinu. Hrúturmn er besta merkiö, hrútar eru ráðríkir, yfirieitt ieiðtogar, gáfaðir og skemmtiiegir. Ómar Valdimarsson, Styrmir Mogga- ritstjóri og Betty Davis eru öii hrútar. ,,Börnin hafa mikið að segja, ég er bæði rólegri og rómantískari en ég var. ” Björgvin Halldórsson segir að síðustu 12 ár hafi verið góð ár. Þó hann hafi ekki lokið nenia skyldunni i skólakerfinu er hann sannfærður um að hann hafi ekki lært neitt minna en margur annar: — Auðvitað hef ég lært mest af þeini mönnum sent ég hef unnið með og þeir eru ekki svo fáir og svo verður að hafa það i huga að sá poppsöngvari sent ætlaði sér að fara að læra söng. hann yrði hundónýtur i rokkinu eftir það. Klárt mál. Björgvin var i upphafi ferils sins það sem kalla mætti uppreisnarunglingur. Allar götur síðan hefur Itann haldið sig við sama starfann, sungið og leikið fvrir landann en nú bregður allt í einu svo við að Björgvin er orðinn góðborgari og hefur þó i fáu breytt hegðan sinni. Sjálfur segist liann vona að kalla mætti sig góðborgara, alla vega borgi hann nógu mikla skatta. Þessu fylgir tvirætt fe|ott. Já. hvað hafði hann í skatta á sl. ári? — 700 þúsund kall. Ég skulda svo mikið, varaðkaupa ibúðogsvoleiðis. 30 Vikan XO.tbl. Já, ibúðin. Björgvin býr i litilli. nýlegri blokk i Hafnarfirði ásamt konu sinni, Ragnheiði Reynisdóttur. og tveimur börnum þeirra, Svölu sem er þriggja ára og Oddi Hrafni sem er rétt hálfs árs. Fyrir þá sem eru nógu forvitnir getum við upplýst að Björgvin á einn son frá fyrri tið, Sigurð Þór sem nú er 8 ára. Ragnheiður. sern er þrentur árum yngri en Björgvin, segist ekki ntuna þá tið þegar maður hennar var kosinn poppstjarna ársins við ntikil fagnaðar- læti í Laugardalshöllinni sælla minninga. — Ég var svo miklu yngri en-hann. segir Ragnheiður. ég lteld að það hafi verið stelpur á hans reki sem voru spenntar fyrir þessu. Eða er það ekki? — Nei, nei, segir Björgvin, stelpurnar sem voru skotnar i okkur voru alltaf yngri en við, svona þremur árum eða svo. — Nú. segir frúin, þá hef ég bara niisst af þessu öllu saman. Rokksöngvarinn Björgvin hefur í æ rikari mæli snúið sér að rólegri og melódískari lögum upp á siðkastið eins og alþjóð hefur kannski tekið eftir. Ástæðan? — Ég kann nú enga eina skýringu á því. Að vísu hlusta ég mikið á country- tónlist og aðra rólega músík, mér finnst það best þegar ég kem þreyttur heim á kvöldin. Hún er afslappandi, lögin róleg. textarnir auðmeltir og einfaldir en oft á tiðum þó nokkuð glúrnir. En ætli þessi nýja stefna hjá mér komi ekki í beinu framhaldi af rólegra lifi sem ég hef lifað eftir að ég gifti mig og eignaðist börn. Þá verður maður rómantískari, börnin hafa rnikið að segja — en eins og ég sagði þá geri ég mér ekki nákvæma grein fyrir hvernig á þessu stendur. Ég geri mér fulla grein fyrir þvi að ég er að eldast en samt hef ég enn gaman af þvi að taka eitt og eitt rokklag þegar þannig stendur á. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.