Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 43
9. hluti öll að hittast aftur sem fyrst, þegar Karen. . . þegar Karen fær að koma heim.” „Það verðum við svo sannarlega að gera," sagði Chris. „Það verður eitthvað til að halda uppá.” Augu hennar mættu augum Peters. „Kannski höfum við þá tvær ástæður til að halda veislu,” sagði hún mjúklega. „Við munum halda litla veislu heima, aðeins fyrir fjölskylduna og nánustu vini. Sjáðu til þess að þú verðir þá ekki á einu af þessum ferðalögum þinum, Chris!” Hjarta Peters tók kipp þegar honum varð litið yfir borðið til Chris. Það var ekki hægt að misskilja þýðingu orða Janetar. Og það var honum sjálfum að kenna. Hafði hann ekki einmitt sagt við hana að henni myndi líka vel I Ástraliu? Chris virtist sem stjarfur. Síðan leit hann i augu Peters. Hvorugur þeirra sagði neitt. En einmitt i þessu kom þjónninn með reikninginn og Chris flýtti sér að borga hann. Eftir nokkrar mínútur voru þau á leið- inni heim i bíl Chris. Það var þunglamaleg þögn I bílnum TILVALIN FERMINGARGJÖF HEIMILI: Pöntunarsími CQOflQ kl. 10—12 íWtUJ Sólspil & ÁA Hraunkambi 1, Hafnarfirði. postulínsskeiðum. Chris og Janet borðuðu krabbaréttinn með prjónum en Peter heimtaði að fá að nota skeiðina. Hann útskýrði fyrir þeim að enginn borðaði með prjónum heima í Waverley, kannski i Sydney. En þetta var ekki rétta aðferðin til að gefa hungruðum manni að borða. Janet talaði ekki eins mikið og karl- mennirnir. En þó að hún væri fámál virtist hún vera hamingjusöm — hamingjusamari en Peter hafði séð hana siðan þau óku að Hampstead Heath. Einstaka sinnum leit hann upp og fann að hún horfði á hann, svipur hennar var mjúkur og hlýlegur. Það hafði verið þess virði að reyna að vera kurteis viðChris Jennings. Allt var erfiðleikanna virði ef það var gert fyrir Janet. í eitt skiptið, þegar hann leit í augu hennar og hún brosti, langaði hann næstum til að taka hönd hennar í sina. En hann hætti við það. Þannig lagað gat sagt Chris Jennings ýmislegt um þau. Síðan snæddu þau sætt og súrt svína- kjöt en að lokum hristi Janet höfuðið. „Þetta er ákaflega lystilegt en ég get ekki komið niður öðrum bita.” „Þá verðum við að klára þetta, Peter,” sagði Chris og rétti honum fatið. Chris hafði ekki spurt einnar einustu erfiðrar spurningar allt kvöldið. Peter var farið að finnast að hann hefði hegðað sér eins og kjáni. Hann hafði auðsjáanlega hegðað sér mjög kjánalega morguninn sem hann hafði ákveðið að yfirgefa London. Hann varð öruggari og öruggari með hverri mínútunni sem leið. En það var einhver spenna í loftinu sem hann fann alltaf fyrir í návist þessa manns. Hún hafði jafnvel gert vart við sig þegar þeir hittust fyrst á Heathrow- flugvelli. En gat það ekki átt rætur sinar að rekja til þeirrar staðreyndar að maðurinn var ástfanginn af Janet? Var það ekki næg ástæða til að verða forvit- inn þegar ókunnugur maður kom allt í einu frá Ástralíu og inn I líf hennar? Hann styrktist æ meir I þeirri trú að þetta væri eitthvað nálægt sannleikan- um. Einhvern tíma gæti hann spurt Janet um Chris Jennings. Einhvem tima þegar hún var ekki of upptekin af Karen. Chris var einmitt að segja þeim frá vinnu sinni. Ég þarf að fara til Birming- ham i næstu viku. til að ræða við konu nokkra, og siðan verð ég að halda rak- leiðis til Peterborough,” hann tók sopa af víninu. Allt í einu fékk Peter það á tilfinning- una að Chris væri að horfa á sig af mik- illi athygli. En þá fór Janet að verða ókyrr. Hún vildi auðsjáanlega ekki dvelja lengur eftir að þau voru búin að borða. „Þetta hefur verið dásamlegt kvöld, Chris.” sagði hún hlýlega. „Við verðum HEILDARÚTGÁFA JÚHANNS G. 500 tölusett og árituð eintök 10 ára timabil. 5 LP-plötur á kr. 15.900. PÖSTSENDUM: NAFN: _____________________ 16. tbl. Vlkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.