Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 3

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 3
LJÓSM.: JIM SMART Litið yfir pökkunarsalinn hjá Norðurtanga. Jön Péll Halldórsson framkvæmdastjóri athugar örtölvuvogina hjá þeim Sigríöi Rósu Magnúsdóttur og Rebekku Pálsdóttur: Örtölvuvogir eru mun nákvæmari og einfaldari i notkun. og unnið er úr afla frá þremur línu- bátum og einum togara, Guðbjarti, sem er að verða þekktari á meðal bæjarbúa undir nafninu Vigdís, en það var einmitt áhöfn þessa togara sem sendi Vigdisi Finnbogadóttur hið örlagaríka skeyti sem varð til þess að hun ákvað að taka þátt í forsetaframboði. Enda urðum við vör við að hún á miklum vinsældum að fagna yfirleitt á meðal ísfirskra sjó- manna. Norðurtangi framleiddi 3000 tonn af frystum afurðum á síðastliðnu ári Húsakynni eru björt og vistleg þar sem tekist hefur að tengja saman á haglegan hátt nýtt og gamalt. Þeir i Norðurtanga hafa gert sér far um að fylgjast vel með allri tækni og örtölvutæknin verður æ snarari þáttur í vinnslurásinni. Fiskur- inn er vigtaður á örtölvuvogum niðri i 'sfal,1 'lfllurnar stimplast inn á strimil á skrifstofunni og siðan er tölvan mötuð á þessum upplýsingum. Þannig víkja hinar hefðbundnu vigtar siðustu áratuga fyrir örtölvuvogunum. en þær eru framleiddar hjá ísfirsku fyrirtæki, Pólnum hf. Við spurðum Jón Pál Halldórsson, framkvæmdastjóra Norðurtanga, hvort ekki væri lögð mikil áhersla í svo mikil- vægum fiskiðnaðarbæ á að mennta fólk I sambandi við þennan iðnað: — Því miður verðég að svara því neit- andi, sagði hann. — Og það sem verra er, þar virðist heldur hafa verið stigið skref afturábak en áfram Gagnfræða- skólarnir voru komnir með töluvert verknám, þeir voru í vaxandi mæli að byggja það upp I tengslum við atvinnu- vegina. En með nýju grunnskóla- lögunum, sem ég vildi nú raunar heldur kalla poppskólalög, riðlaðist þetta allt saman. Skólinn er í eðli sínu ákaflega íhaldsöm stofnun og erfitt að hafa áhrif á þróun hans, en það sem nú er að gerast er ekki einu sinni hægt að kalla þróun heldur mjög vafasamar kollsteypur. Grunnskólinn er að verða að ein- hverjum skandinaviskum óskapnaði sem að sáralitlu leyti hentar okkar þjóðfélagsuppbyggingu. Ég get ekki ímyhdað mér annað en að við eigum eftiraðgreiða þessi mistök dýru verði. JÞ Halla Siguröardóttir skráir hjá sér upplýsingar um afköst dagsins. 16. tbi. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.