Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 51
Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson allt þangað til hann kemur að Brú. efsta bænum í Jökuldal sem jafnframt er síðastur þegar farinn er fjallvegur Sprengisand suður. Árni kemur þar á kviabólið þegar verið er að mjalta eftirmjölt. Hann biður gefa sér að drekka. Konan sem var í kviunum sótti honum heirn rjóma en kom um leið með eitthvað i svuntu sinni. Meðan Árni var að drekka segir konan: „Ég vænti þig langi i sopann þinn líka. Brúnn minn.” Síðan hellir hún saman mjöltinni i eina fötu. sem tók yfir fjórðung, gengur að hestinum og setur fyrir hann. En Brúnn kumraði við henni og hættir ekki fyrr en hann hefur lokið úr fötunni. Á meðan hann var að drekka var konan alltaf að klappa Brúni og andvarpa yfir honum. Árna þótti konan víkja kunnuglega að hestinum og spurði hana hvernig á þvi stæði. Hún kveðst hafa alið hann upp í búrinu hjá sér og látið hann nauðug burtu og hún héldi hann reyndist mannbær. Síðan þakkaði Árni konunni greiðann og sté á bak, en í því tók konan smérsköku úr svuntu sinni, stakk upp í klárinn og mælti: „Það er ekki fyrsta demlan sem þú færð, Brúnn minn." Árni kvaddi konuna vel en hún árnaði honum og hestinum alls góðs. Eftir það lagði Árni um sólarlag á lengsta fjallveg sem til er á íslandi, þegar tæp þrjú dægur voru til þess að alþing skyldi byrja. En tökum nú aftur upp frásögnina þar sem frá var horfið. Oddur biskup kemur upp á Almannagjárbarm og svipast þar um með sveinum sínum i allar áttir. Þegar þeir höfðu verið þarna um hríð varð biskupi litið upp með Ármannsfelli og sér að þar gýs upp jóreykur sem fer svo hratt yfir að biskupssveinum þótti undrum sæta. Þegar biskup hafði horft á jóreykinn um stund segir hann: „Væri Árna sonar mins von hér á landi þá segði ég að hann væri þarna á ferð." Eftir það gekk biskup til lögréttu. Þá var nafn Árna kallað i þriðja sinn. En það stóðst á endum að Árni var kominn svo timanlega að hann heyrði hljóðið þegar kallað var og sagði: „Hér er Árni Oddsson kominn fyrir guðs náð en ekki þína, Herlegdáð!” Sté Árni þá af hesti sinum sem þá var eins og eitt moldarstykki hélað að sjá og stóð gufustrokan úr nösum hans. Biskupssveinar hirtu Brún en Árni gekk til föður síns og minntist við hann og gekk siðan til dóma eins og hann stóð. Þar færði hann frani svoágæta vörn í málum föður sins og sínu að hinir konunglegu erindrekar dæmdu Herlegdáð með smán frá hirðstjóra- embættinu og stórsektir til konungs, en þá Odd biskup og Árna sýkna saka. Óx af þessu vegur Árna og virðing svo mjög að hann varð siðar lögmaður sunnan og austan á Íslandi. En um Brún er það sögn manna að aldrei hafi traustari hestur borið há á íslandi en hann. Um Árna vil ég aðeins bæta þvi hér við að lokum að með aldri gerðist hann hógvær maður, guðhræddur og bænrækinn, góðgerðasamur og réttvís. Finnast þess mörg dæmi að hann dró oft meira taum litilmagna en þeirra sem auðugir voru. Og það orð fékk hann að vart myndi merkari maður hafa gegnt lögmannsstarfi hér á landi en hann. Hann var jafnan hinn þjóðhollasti í öllum tillögum sínum á alþingi og utan þess. enda vann hann þar oft mikið á. Sjálfur tók hann einnig mjög hart á því ef vörur kaupmanna voru skemmdar, mælar rangir og vogir. Framkoma Árna lögmanns í erfða- hyllingum 1662 hefur verið með ágætum höfð. Hann sagði að vísu lausu lögmannsembætti skriflega árið 1662 en fyrir bænastað alþingis og lögréttu tók hann aftur uppsögn sína í það sinn en itrekaði hana aðfullu sumarið 1663. Þau urðu lok Árna Oddssonar lögmanns að hann gekk til laugar skammt frá Leirá. einn sins liðs sem vandi hans var, þ. 10. mars 1665 og þegar hans var saknað og hans leitað fannst hann þar örendur. * 16. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.