Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 9

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 9
15. Halti haninn mmm Kaffi Kaffið á Halta hananum reyndist hlutlaust og sæmilegt. Verðið var 400 krónur. Langur seðill Matseðillinn á Halta hananum er óvenju iangur. Fyrir utan pizzur, hamborgara og ýmsa smárétti má telja á honum tæplega 30 aðalrétti. Það er greinilega of mikill fjöldi fyrir svona lítinn stað, þótt margir réttirnir séu tilbrigði við sama stef. Einkunnir nokkurra veitingahúsa Marg- Loft- Halti feldi Saga leiðir Holt Naust Hornið Laugaás Versalir Skrínan Múlakaffi haninn Matur X5 8 6 9 4 6 7 7 4 6 5 Þjónusta X2 9 6 7 9 8 6 8 X X (1) Vinlisti XI 6 6 6 4 X X 7 X X X Umhverfi X2 7 7 7 9 8 7 8 7 5 8 Samtals X10 78 62 79 60 62 61 74 34 40 43 Vegin mpðaleinkunn _ Meðalverð aðal- rétta í krónum: 8 8.500 6 8.300 8 8.100 6 8.000 6 3.600 6 3.600 7 6.900 3 4.200 4 3.800 4 4.400 sterkt, sérkennilegt, ljósrautt og' vont. Frönskum kartöflum hefur áður verið lýst, svo og hrásalatinu. Ofan á réttinum hvíldi skelfilegur hlaði af dósasveppum. Verðið var 4.320 krónur. Turnbauti Turnbauti með béarnaise-sósu og ristuðum sveppum var þrælsteiktur og safalaus, en ekki seigur og hélt nokkru af upprunalegu bragði. Sósan var ein af þessum, sem tæpast hniga, mikið krydduð, en ekki beinlínis vond. Frönskum og hrásalati hefur áður verið lýst, svo og hlaðanum af dósa- sveppum. Verðið var 6.500 krónur. ís lsinn kom beint úr pakkanum og var sæmilegur, en ég kunni hvorki við hina sterku bragðsósu né niðursoðnu ávextina, sem velja mátti um. Verðið á fyrri gerðinni var 600 krónur og 650 krónurá hinni síðari. Á matseðli dagsins eru tvær súpur og tveir aðalréttir. Sé valið af honum ætti tveggja rétta máltíð að kosta að meðaltali 4.300 krónur og 4.700 krónur, ef kaffi er meðtalið. Það er nokkuð hátt verð. Á fastamatseðlinum var verð sex smárétta að súpum dagsins meðtöldum 2.200 krónur, 28 aðalrétta 4.400 krónur og ýmissa ísa í eftirrétt 600 krónur. Þriggja rétta máltíð af fastaseðli ætti þvi að kosta að meðaltali 7.200 krónur og 7.600 krónur að kaffi meðtöldu. í grófum dráttum má því segja, að Halti haninn sé í sama verðflokki og Skrínan, Askur og Esjuberg, dýrari en Matstofa Austurbæjar, Múlakaffi, Laugaás, Hornið og Brauðbær. Matreiðslan á Halta hananum fær fimm i einkunn og umhverfi og andrúms- loft átta i einkunn. Þjónusta er ekki veitt, en fyrir þægilega afgreiðslu fær staðurinn aukaprik. Vegin meðal- einkunn staðarins er fjórir. Jónas Kristjánsson í næstu Viku: Skútan 16. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.