Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 8

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 8
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Halti haninn á Laugavegi 178 er ósköp kyrrlát og notaleg veitingastofa, þótt þröng sé. Menn sitja þar oft lengur en þeir nauðsynlega þurfa. Og það er einmitt öruggt merki þess, að þeir kunni viðsig. Innréttingar eru djarfar og grófar. Groddalegur viðurinn trónir í hálf- rökkrinu og hverfur upp í myrkrið. Strigaskreytingar á veggjum eru I samræmi við þennan harðákveðna stíl. Há sætisbök á borðbásunum magna einrúmið. Svo er lýsingin frá rafsuðu- mótuðum járnlömpunum í drauga- legasta lagi. Þar á ofan stuðlar lágvær tónlistin að því, að tímaskynið detti úr sambandi um stundarsakir. Hér vantar raunar aðeins rauðvíns- Skop Þurfum við að gera þetta á hvert sinn sem ég bið um meiri matar- peninga? Svo þú gerir aldrei árásir um nxtur, Stóra Stöng? Þú skalt bara athuga það að ég þoli ekki nema vissan skammt af móðgunum — eftir það brotna ég saman og fer að gráta. HAít, /v Kyrrlátur, þröngur og notalegur glasið til að gera fullkomið stefnumótið við elskuna sína. Halti haninn þyrfti vínveitingaleyfi til að nýta sérkennilegar innréttingar og rólegt andrúmsloft til fulls. Ekki ætti þrifnaður að standa því í vegi. Mér sýndist umgengni starfsfólks um matsal og fremra eldhús vera snyrti- leg. Halti haninn ljómar af hreinlæti og raunar af viðkunnanlegri afgreiðslu líka. Svo er það maturinn, sem er þvi miður ekkert sérstakur. Kannski má segja, að hann sé i áreynslulitlu meðal- lagi og þó tæplega það. Af svonefndum grillstöðum er hann þó í skárra lagi og gengur liklega næst Brauðbæ. 1 prófun Vikunnar kom í ljós, aðóhóf- leg saltnotkun einkenndi matreiðsluna, hefðbundin íslensk ofsteiking á kjöti, svo og þykkar og vondar hveitisósur. Ef þessir gallar væru lagfærðir, mundu innréttingarnar njóta sin betur. Skötuselur Djúpsteiktur skötuselur með kartöfl- um og kokkteilsósu reyndist vera nokkuð fallegur fiskur, hvitur og bragð- góður. Steikingarhjúpurinn var ljós, þunnur og stökkur, en því miður alltof saltur. Kartöflurnar voru franskar og frambærilegar sem slíkar eins og aðrar þær, er fylgdu réttum Halta hanans. Því miður er ég ekki lengur dómbær á kokkteilsósur, því að ég er farinn að hata þær eins og pestina. Ráðgjafar minir segja þó, að þetta hafi verið skásta sósan á staðnum. Verðið var 2.800 krónur. t stað franskra og kokkteilsósu er hægt að fá hrísgrjón og karrísósu, sem trúlega er skynsamlegra, hrísgrjónanna vegna. Kostar þá skötuselurinn 2.630 krónur. Pizza Pizza með skinku og spergli var sjálf of þykk og mjúk, en áleggið var sæmilegt. Þetta var síðri pizza en í Laugaási og hvað þá á Horninu, sem sennilega býður upp á bestu pizzur landsins. Verðið á Halta hananum á þessari tegund pizzu var 2.880 krónur. Pottréttur Karrípottréttur, borinn fram í leirskál á leirdiski, hafði að geyma kjötbita, papriku, lauk. gulrætur, tómatkraft og líklega sitthvað fleira. Ofan á tróndu fyrirtaks hrísgrjón. Þetta var krydd- sterkur matur og bragðgóður. Verðið var 3.500 krónur á matseðli dagsins. Kínverskar Kínverskar pönnukökur með karrísósu og hrísgrjónum voru hæfilega stökkar og þunnar, en að öðru leyti ekki í frásögur færandi. Þarna kom þó í ljós, að hrísgrjón voru betra meðlæti en ýmis- legt bras, sem fylgdi réttum Halta hanans. Verðið var 2.400 krónur. Kjúklingur Hálfur kjúklingur með sveppasósu og spergli hafði verið grillaður hæfilega lengi og var meyr og safaríkur. Spergil- bitarnir voru ómerkilegt jukk úr ódýrri dós. Sveppasósan var hveitisósa með fáeinum sveppum, andstyggileg sósa. Hrásalatið var sæmilegt, en þó næstum eingöngu hvítkál og of mikið jóðlandi í salatsósu. Frönsku kartöflurnar voru ljósar og frambærilegar, sem fyrr segir. Þetta var semsagt ágætur kjúklingur með lélegu meðlæti. Verðið var 5.080 krónur. Lambagrillsteik Lambagrillsteik með kryddsmjöri og sveppum hafði verið þrælsteikt, svo að hún var orðin of þurr. Þar á ofan var hún of söltuð. Kryddsmjörið var mjög 8 Vikan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.