Vikan


Vikan - 22.05.1980, Page 19

Vikan - 22.05.1980, Page 19
Húsagarður í húsagarði á að vera allt sem tilheyrir þjónustu: Bakdyrainngangur, snúru- staurar, sorptunnur, grænmetisgarður, safnhaugur, e.t.v. blómarækt til afskurðar, gróðurhús, berjarunnar og fleira. Það er um að gera að koma öllu þessu sem haganlegast fyrir á sama stað á svæði, sem við köllum húsagarð — þannig að við eigum stærsta og besta svæðið eftir fyrir einkagarðinn. Einkagarðurinn Skipulag einkagarðsins er best að gera út frá húsinu sjálfu. Hér þarf að vera sem nánast samband húss og garðs. Við opnum húsið út í einkagarðinn og færum hreinlega gluggatjöldin út að lóðarmörkunum, þar sem umgjörð garðsins er, þannig að úti og inni renni bókstaflega hvað í annað. Best er að skipuleggja þennan garð- hluta utan um ákveðið afmarkað útsýni frá húsi út í garðinn. Hápunktur þessa útsýnis þarf að hafa þungamiðju, aðal- atriði úti í garðinum, eitthvað sem ber af öðru, t.d. blómabeð. steinhæð, fristand- andi tré, stein, tjörn, fuglabað, laufskála, listaverk, eða eitthvað sem nýtur sín án þess að önnur jafnsterk atriði keppi við. það og dragi þannig út áhrifum þess. Hér stuðla línur garðsins að þvi að beina athyglinni að aðalatriðinu, þvi tilhneiging augans er að fylgja linum. Umgjörð garðsins þarf að gefa góðan bakgrunn, til þess að hægt sé að njóta Oplnn cjÖLugcir<b> þess sem er innan garðsins ótrufluð af því sem er utan hans. Semsagt, við njótum smáatriða nœrútsýnisins innan garðsins, njótum gjarna fjœrútsýnisins (landslagsins) yfir garðumgjörðina, einfaldleikans þar sem smáatriðanna gætir ekki lengur og skermum af milliútsýnið sem ekkert er varið i — þ.e. umferðina og okkar elsku- lega nágranna, af því að við viljum hafa heimilið okkar út af fyrir okkur. Að sjálfsögðu eru aðstæður misgóðar til þess að þið getið fært ykkur þessar ráðleggingar i nyt, en ég er jafnviss um, að þær hjálpa við hvaða aðstæður sem er. Nú er bara að fá sér pappír, mjúkan blýant og hreinsistrokleður. Nota mæli- kvarðann einn á móti hundrað (1 cm á pappírnum = 100 cm í garðinum) eða einn á móti fimmtíu (2 cm á pappírnum = 100 cm í garðinum) og hefjast handa með garðskipulagið. Byrjið stórt og gróft, takið alla lóðina fyrir í einu, fyllið siðan inn með smá- atriðunum á eftir. Verið ófeimin við að nóta blýantinn og strokleður á víxl. Linur og form skapa hugmyndir. 1 þeim greinum, sem hér eiga eftir að birtast, fáið þið svo frekari upplýsingar um efni garðsins og er þá vert að gefa gaum stærðarhlutföllum þess í skipulagsmyndinni. Gangi ykkur vel! Jón H. Björnsson. r 21. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.