Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 37
Folaldakjöt á
ýmsa vegu
Frönsk folaldastdk me^ djúpsteiktum kartöflum, krydd
smjöri, gulrótum og ristuðum sveppum.
Léttreyktur
folaldakambur
Steikin krydduð með salti, pipar og
oregano. Steikt á pönnu i 2 mín. á hvorri
hlið. Framreitt með kryddsmjöri,
spergli. papriku, steiktum kartöflum og
salati.
Barátta kirkjunnar gegn
hrossakjötsáti hér á árum áður
er öllum kunn og ekki er laust við
að fordóma gegn slíku mataræði sé
enn að ftnna meðal nútíma
íslendinga. En yfirvöld hafa alténd
breytt um skoðun á öllu
slíku og víst er að sælkerar eiga
varla yfir höfði sér bannfæringu
eða andstyggð grannanna, þótt
sólgnir verði í folöld og hross.
Upplýsingaþjónusta land-
búnaðarins sendi okkur ýmsa
fróðleiksmola um framleiðslu á
íslensku hrossakjöti. Þar kemur
meðal annars fram að í hrossa-
fitu eru um 22% af lílólinsýru,
en ekki nema 1 % í fitu af naut-
gripum og sauðfé. Þeir sem vilja
ekki borða mikið af mettuðum
fitusýrum geta því óhikað neytt
hrossakjöts. Að auki er svo
vaxtarhraði folalda meiri en
dilka. Það þarf um 6 lömb til að
gefa sama fallþunga og folald
eftirsumarbeit.
Hér á eftir fara síðan nokkrar
kynningaruppskriftir:
Folalda-ragú
Brúnað á pönnu með lauk og gulrótum.
Siðan soðið í vatni með tómatmauki,
heilum pipar, enskri sósu og lárviðar-
laufi. Þegar kjötið er orðið meyrt er það
fært upp úr. soðið sigtað og jafnað og
látið sjóða góða stund og er þá bætt með
sérríi og látið síðan yfir kjötið.
Framreitt með kartöflumauki og
súrsuðu grænmeti.
Folalda T-bein
steik
Steikin er krydduð með salti, pipar og
oregano, síðan steikt á pönnu eða í grilli
i 10 min. við mikinn hita. Borið fram
Soðinn i 1 klst. og síðan ofnsteiktur þar
til hann er orðinn meyr (ca 20 rnin.l.
Borinn fram með sykurbrúnuðum
kartöflum, paprikusósu. mais og
gulrótum.
23. tbl. Vikan 37