Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 6
Ær og kýr Það eru fleiri fegurðarsamkeppnir i gangi en hjá mannfólkinu. T.d. eru til lýsingar á dætrahópum ein- stakra nauta. Það er ekki vitað til þess að hliðstæð samkeppni hafí farið fram hjá mannfólkinu, en hugmyndin er at- hvglisverð. Hér er lýsing á dætrum Hersis 73003: Ýmsir litir fínnast hjá þessum dætrum en rauðar, einlitar eru al- gengastar. Höfuð er vel lagað eða svip- lítið, háls vel gerður. Bógar sæmilega gerðir. Hryggur fremur beinn. Bolrými gott eða sæmilegt. Malir þaklaga og aftur- dregnar. Afturfóta- staða góð. Júgur yfirleitt vel borin, hnattlaga og jafn- byggð, en margar með afturþungt júgur. Vottar fyrir skiptingu milli júg- urhluta. Gleiðir framspenar áber- andi. Spenar eru sívalir, jafnsverir eða keilulaga. Spenaoddur er yfir- leitt ávalur en einnig algengt sýld- ur eða stýfður. Nokkuð um auka- spena eða nástæða dvergspena. Mjölt- un góð en skapgerð misjöfn, margar harðlyndar. uppruna sinn, aðrar fá mannanöfn, rétt eins og kartöfluafbrigði. Það þekkja allir hollenska kartöfluafbrigðið bintje, það eru ekki mörg ár síðan hún Bintje var í fullu fjöri enn í Hollandi. Og hér heima eigum við ólafsrauð, kenndan við Ólaf Jónsson á Akureyri. Og svo getur komið að þvi að nöfnin fari hringinn, samanber nafnið sem hús Grænmetisverslunarinn- ar i Reykjavík gengur undir, Gullaugað. Mannanöfn eru talsvert algeng á nautum. Fyrir utan algeng nöfn eins og Smári og Trausti eru líka söguleg nöfn, jafnvel goðsöguleg, valin á tarfa. Þar mætti t.d. líta á nútímasöguna, Stalín og Jósef voru til og Mussólini reyndar líka. Stalín á Setbergi við Hafnarfjörð var meira að segja fæddur á dánardægri Stalíns í Rússiá. Hann hefur væntanlega unað sér sæmilega i félagsskap þeirra Silkilínar og Randalínar, kýrnöfn á Set- bergi enduðu nefnilega oft á -lín. Nú svo voru það Snoddasarnir. Nú er Snoddas hinn sænski sjálfsagt gleymdur, sá sem kom sá og ... best að fara ekki lengra út i þá sálma, en hann kom sem sagt til Is- lands fyrir mörgum árum og söng sitt Faddería Faddera og hefur orðið líf- Hluti starfsins að leita nýrra leiða Sveinn Hallgrímsson er nú eini ráðu- nautur Búnaðarfélags Islands í sauðfjár- rækt. Til skamms tíma voru þeir.tveir og skiptu með sér verkum þannig að Sveinn lagði aðaláherslu á kynbótaþátt starfsins og hafði umsjón með fjárræktarfélögum um land allt en Árni G. Pétursson, sem starfaði við hlið Sveins, sinnti einkum því sem snýr að fóðrun og hirðingu sauðfjár. Sveinn hefur nú bæði þessi starfssvið á sinni könnu og hann taldi að starfið væri einkum fólgið í þrennu: 1. Leiðbeiningarstarf í ræðu og riti, þ.e. að skrifa greinar í landbúnaðarrit og koma fram á fundum bænda, auk þess að veita héraðsráðunautum leiðbeiningar. 2. Að koma fram út á við fyrir hönd Búnaðar- félagsins og kynna islenska sauðfjárrækt í öðrum löndum. 1 þessu felst m.a. að skrifa um íslensk málefni í erlend tíma- rit. Hann hafði nýverið fengið eintak af Nordiskt Lantbruk, þar sem einmitt er grein eftir hann um islenska sauðfjár- rækt. Þar leggur hann m.a. áherslu á þýðingu ullar og ullariðnaðar fyrir ls- lendinga. 3. Vaxandi þáttur í starfi sauð- fjárræktarráðunauta er skýrslugerðir af ýmsu tagi og seta i nefndum þar sem fjallað er um sauðfjárrækt. Sveinn Hall- grímsson sagði að sér þætti þessi þáttur starfsins orðinn full tímafrekur og tæki tíma frá þeim þætti starfsins sem fæli í sér þein tengsl við búskapinn í landinu. Hluti starfs Sveins er svo að leiða sauðfjárræktina í landinu á nýjar braút- ir. Á þessu og siðasta ári hefur verulegur tími farið í að undirbúa ýmsar nýjungar, s.s. framleiðslu páskalamba, enn sem komið er hefur sú framleiðsla miðast við erlendan markað en í ráði er að gefa ís- lenskum neytendum kost á að fá nýtt lambakjöt um páskana líka og væntir Sveinn þess að íslenskir bændur jafnt sem neytendur taki þessari nýjung vel. Feldfjárrækt er önnur ný búgrein sem tilraunir eru hafnar með. Eins og komið hefur fram í öðrum fjölmiðlum er þetta starf bæði mjög timafrekt og mikið starf liggur í öllum slikum nýjungum. Þar er mikið ræktunarstarf fyrir höndum ef vel á að takast. Og nú eru hafnar tilraunir með að hirða skinn af unglömbum. Áður fyrr voru þessi skinn reyndar hirt svo hér er varla um nýjung að ræða, en aðstæður allar hafa nú reyndar breyst og nú er svo komið að 40—60 þús. ung- lambaskinnum er fleygt á ári hverju. Sveinn taldi eitt mikilvægasta starf sitt vera að geta kynnt ný framleiðslu- svið vel fyrir héraðsráðunautum og bændum um land allt. I sjálfu sér væri hlutverk Búnaðarfélags Islands ekki að sjá um framkvæmdahlið einstakra verk- efna en i reynd þyrfti þó oft að sinna þeirri hlið mála ef vel ætti að rækja rannsóknar- og kynbótahlutverk stofn- unarinnar. seigur í þjóðarsögunni, a.m.k. meðan bolakálfar, sem eru notaðir heima við, eru nefndir Snoddasar. Það fer litlum sögum af atgervi þessara kálfa. Skuddar hafa slíkir kálfar verið nefndir. Svo eru líka nöfn sem þykir sómi að, það er leitað til Islendingasagnanna, Sturla og Víga-Skúta hafa báðir verið til í Mývatnssveit, sá síðarnefndi var reynd- ar fluttur til Akureyrar. Það hefur verið haft á orði að Mývetningar hafi ekki verið hræddir við að fara rétt.með þessi nöfn, sem virðast reyndar marga hræða. Og til er nautsnafnið Kiljan, norður i Kinn, að ógleymdri Sölku-Völku. Skáld- sagnapersónur hafa gefið fleiri kúm nöfn og það er ýmislegt sem lesið er til sveita eins og annars staðar, eins og t.d. Kapitóla. Úr goðafræðinni fáum við Óðin og Þór og einhverjum varð á að stinga upp á því að kalla naut, sem reyndar hét Rauður fyrir, Frigg, en þvi var snarlega breytt í Frey. Og þeir í Mýr- dalnum voru fyrir mörgum áratugum svo vel að sér i egypskri goðafræði að þeir skirðu eitt nauöð Apis, reyndar var ís- lenska útgáfan Abis. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi uppfyllt útlitsskilyrðin sem farið var eftir við val þessara háheil- ögu nauta í Egyptalandi hinu forna né heldur hvort lífdagar hans voru tak- markaðir við 20 ár, eins og þar var venja, og síðan leitað nýrra nautkálfa eins útlítandi. Úr norrænni goðafræði nægir að nefna Auðhumlu. Enn er hægt að finna nöfn sem segja sögu, Frekja, Blíð og Frenja segja sitt af hverju um skapgerð kúnna, sem nöfnin bera, og sé litið í skrá yfir islensk hesta- nöfn er ekki siður um auðugan garð að gresja. Blíða, Einurð, Flumbra, Flenna, Hugljúf, Kergja, Prúð og Röskva, upp- talningin gæti orðið endalaus á lýsandi nöfnum. Sum nöfnin segja reyndar meira um eigandann en hrossið: eða hvað segir þið um Viskí-Brúnku? Og nautiðKlaufi.þaðgetur nú sagt sögu um eigin verðleika og eigendanna. Og á bæ þar sem heldur hart joótti við kýrnar virt- ust eigendurnir þekkja ástandið því þaðan var tarfurinn Klakabítur. Það þarf ekki litla hugmyndaauðgi til að finna jafnmörg og fjölbreytt nöfn og til eru á nautpeningi hér á landi. Þó eru víst enn fleiri nöfn til á ám þessa lands. Það er ekkert smáverk að skíra allar þessar ær. Sauðfé í landinu, það sem sett var á síðastliðið haust, er næstum 800 þúsund og meirihluti þess á sér nafn en ekki bara númer. Á Gilsbakka í Hvítársiðu er 700 fjár og allt nefnt, 500 í Holti í Þistilfirði og á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, og þar eru kindur líka skírðar. Glöggir fjár- menn þekkja svo hverja og eina með nafni og það sem okkur virðist sviplaus hjörð er í augum annarra mörg hundruð mismunandi einstaklingar með sín ein- kenni og misjafna skapgerð. Ærnöfn eru svo mörg að þau hafa iðulega verið rím- uð, þetta dæmi er frá árinu 1935 og geri aðrir betur: 6Vikan29. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.