Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 8

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 8
Hand- og myndmennt Fingrafimi S. og hugarflug Hverjir skyldu það vera sem hafa búið til alla þessa fallegu muni? Það er gleði- efni að það skulu vera handmennta- kennarar framtíðarinnar sem hafa unmð ól1 þessi verk. Hand- og myndmenni hefur nógu lengi verið afskipt 1 islenska skólakerfinu og timi til þess kominn að henni sé sómi sýndur. Myndir sent þessar gætu gefið manni hugmynd um að nú sé loksins farið að búa vel að hand- og myndmenntakennslu I landinu að ráða- mönnum hafi nú loks skilist mikilvægi þessara greina i skólakerfinu. Vorsýning handmenntakennaradeilda KHl sýndi mönnum svo ekki varð um villst að nem- endur fá mikla og góða undirstöðu í sinu fagi, læra margar og misjafnar aðferðir og hafa vald á velflestu þvi sem til hand- mennta má telja, þegar þeir útskrifast. Aðeins húsakynnin, vingjarnlegi gamli kennaraskólinn við Laufásveg, sögðu aðra sögu. Það er hlýlegt í þessu húsi en þvi miður hrópar léleg vinnuaðstaða á mann úr öllum áttum. Kennsla fer nú auk þess fram á öðrum stöðum í bæn- um, uppi i Ármúlaskóla, þar sem að- staða hefur verið nokkuð góð, og auðvit að eru þau að missa þá aðstöðu. Kannast einhver við svipaða sögu úr skólakerfinu? Einnig er kennt í húsi Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Þar eru kennd bókleg fög og sumir sækja reyndar tíma i kirkju Óháða safnaðar- ins. Þeytingur út um allan bæ til aðelt- ast við misgóða vinnuaðstöðu. En þvi verður ekki á móti mælt að einhver töggur hlýtur að vera í handmennta kennurum l'ramtiðarinnar, sköpunar- verkin sanna það. Þar er að finna allt frá einföldustu kennsluverkefnum, verkefn- um sem eru unnin með það fyrir augum að þau séu heptug til að leggja fyrir mis munandi aldurshópa þegar út í kennslu er komið, til allra flóknustu lokastykkja, sem bera vitni um gott vald væntanlegra kennara á ýmsum aðferðum. Það vill verða svo að mesta athygli manns vekja stóru lokaverkefnin, sem vissulega eru mikið augnayndi, en hin fjölmörgu kennsluverkefni, sem nemendur vinna á skólatimanum. eru ekki minna virði þegar út i starfið er komið, þvi ef vel tekst til við að kenna ungum höndum á saumnál og sög, hamar og heklunál, þá má allt eins eiga von á svona skemmti legum sýningum næstu 80 árin og von andi verða þær sem allra fyrst unnar við þolanlegar aðstæður. Þangað til reynir áfram á ótrúlega þolinmæði kennara og nemenda. aób. » ViKan 29. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.