Vikan


Vikan - 17.07.1980, Síða 8

Vikan - 17.07.1980, Síða 8
Hand- og myndmennt Fingrafimi S. og hugarflug Hverjir skyldu það vera sem hafa búið til alla þessa fallegu muni? Það er gleði- efni að það skulu vera handmennta- kennarar framtíðarinnar sem hafa unmð ól1 þessi verk. Hand- og myndmenni hefur nógu lengi verið afskipt 1 islenska skólakerfinu og timi til þess kominn að henni sé sómi sýndur. Myndir sent þessar gætu gefið manni hugmynd um að nú sé loksins farið að búa vel að hand- og myndmenntakennslu I landinu að ráða- mönnum hafi nú loks skilist mikilvægi þessara greina i skólakerfinu. Vorsýning handmenntakennaradeilda KHl sýndi mönnum svo ekki varð um villst að nem- endur fá mikla og góða undirstöðu í sinu fagi, læra margar og misjafnar aðferðir og hafa vald á velflestu þvi sem til hand- mennta má telja, þegar þeir útskrifast. Aðeins húsakynnin, vingjarnlegi gamli kennaraskólinn við Laufásveg, sögðu aðra sögu. Það er hlýlegt í þessu húsi en þvi miður hrópar léleg vinnuaðstaða á mann úr öllum áttum. Kennsla fer nú auk þess fram á öðrum stöðum í bæn- um, uppi i Ármúlaskóla, þar sem að- staða hefur verið nokkuð góð, og auðvit að eru þau að missa þá aðstöðu. Kannast einhver við svipaða sögu úr skólakerfinu? Einnig er kennt í húsi Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Þar eru kennd bókleg fög og sumir sækja reyndar tíma i kirkju Óháða safnaðar- ins. Þeytingur út um allan bæ til aðelt- ast við misgóða vinnuaðstöðu. En þvi verður ekki á móti mælt að einhver töggur hlýtur að vera í handmennta kennurum l'ramtiðarinnar, sköpunar- verkin sanna það. Þar er að finna allt frá einföldustu kennsluverkefnum, verkefn- um sem eru unnin með það fyrir augum að þau séu heptug til að leggja fyrir mis munandi aldurshópa þegar út í kennslu er komið, til allra flóknustu lokastykkja, sem bera vitni um gott vald væntanlegra kennara á ýmsum aðferðum. Það vill verða svo að mesta athygli manns vekja stóru lokaverkefnin, sem vissulega eru mikið augnayndi, en hin fjölmörgu kennsluverkefni, sem nemendur vinna á skólatimanum. eru ekki minna virði þegar út i starfið er komið, þvi ef vel tekst til við að kenna ungum höndum á saumnál og sög, hamar og heklunál, þá má allt eins eiga von á svona skemmti legum sýningum næstu 80 árin og von andi verða þær sem allra fyrst unnar við þolanlegar aðstæður. Þangað til reynir áfram á ótrúlega þolinmæði kennara og nemenda. aób. » ViKan 29. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.