Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 44
Framhaldssaga
ekki við svona skrímslum. Og hvað svo
sem verður, er það of seint til að bjarga
Chris Wavell.
Þegar skepnan kafar vinst skutullínan
ofan af spólunni, sem er áföst byssunni.
Þegar hún kippir í Hassall, finnur hann
að hann dregst á eftir dýrinu, þó svo að
spólan snúist enn. Hann dregur hnífinn
úr sliðrunum á hægra fæti sínum og
heggur honum örvæntingarfullur í
nælonlínuna. Hún fer í sundur og hann
sér endann smella burt eins og svipu.
Skelfingu lostinn neyðir hann sig til
að synda niður á botn og leita, hvort
hann finni einhverjar leifar félaga síns.
En fiskur og maður eru báðir horfnir inn
í myrkrið handan birtu hvelfingarinnar.
Loks neyðist hann til að viðurkenna, að
frekari leit er algjörlega vonlaus. Hann
lítur enn einu sinni um öxl á gullna
hvelfinguna, miðar út stefnuna með
altarinu og kompásnum sínum og
syndir sterklega til baka til
bækistöðvanna.
23.00.
Bernie Pyle segir lágt: „Þeir eru búnir
að vera nítján mínútur. Hvar í and-
skotanum eru þeir?”
Hann stirðnar næstum strax upp,
teygir út höndina og gripur þéttingsfast í
öxl Dave. „Hreyfing, Dave! Á
frískandi
iógúrtdiykkur
hollur
og
svalandi
bakkanum. Milli okkar og inngangsins.”
Einhver eða eitthvað staulast áfram í
gegnum hávaxið grasið og runnana á
vatnsbakkanum. Ef miðað er við
strandlínuna, er það enn þrjú eða fjögur
hundruð metra frá þeim. Ef farið væri
yfir vatnið var fjarlægðin ekki nema
fjórðungur þess.
„Dádýr,” segir kafari þrjú.
„Maður, held ég.” Dave beinir
kíkinum í þessa átt. Skýin hrannast upp
og nú er stjörnuskinið orðið mjög dauft.
Tunglið er ekki enn komið upp. Hann
sér dökkan skugga hlaupa líkt og gripinn
ofsahræðslu eftir ströndinni niðri við
vatnið.
Hassall eða félagi hans? Varla.
Hvorugur þeirra myndi álpast svona
áberandi í gegnum náttmyrkrið. Mike
Benson? Eða kannski Júlía sjálf? En það
eru engin merki um að veran sé elt.
Og svo kemur eitthvað upp á yfir-
borðið í myrku vatninu. Dave snýr
kíkinum og sér eitthvað, sem virðist vera
einmana kafari, reisa sig upp, litast um
og stefna í áttina til þeirra.
Hassall er uppgefinn, hann titrar enn
eftir áfallið og af ofsahræðslu. Hendur
draga hann upp og augnablik liggur
hann á bakinu eins og hjálparvana
skjaldbaka. Hann er laus við grímuna og
sogar aðsér næturloftið.
Síðan grípur Bernie í handlegg hans.
„HvarerChris?”
Hann hvíslar sundurlausa og stutta
frásögn af árásinni á Wavell.
„Við getum ekki farið þarna niður
aftur! Ekki ef það eru aðrir —"
„Við gætum verið tilneyddir,” segir
Dave lágt. Og þegar Hassall rekur upp
mótmælavein, sem hann bælir þó strax
niður: „Viðerum öruggari í hóp.”
Dave lítur á Bernie Pyle. En það er of
dimmt til aðsjá svipinn á Bernie.
„Hvað sástu þarna annað, Ha,ssall?”
Hann róast nokkuð og sþgir frá
fólkinu í hvelfingunni og mönnunum,
sem voru ekki komnir þangað,
„Ef það er Clive Ritzell,'sem ók til
húsarústanna, hvar í andskotanum er
Marsini þá niðurkominn?” Bernie lítur á
veruna klunnalegu, sem er nú innan við
hundrað metra frá þeim og ryðst áfram i
gegnum kjarrið. ..Það gæti hugsast. En
hvers vegna. í almáttugs bænum?”
Dave segir: „Kannski getum við
komist að því. Ef hann kemst hingað
alla leið, þá stökkyum við á hann.” Og
svo segir hann: „Ég skal sjá um þetta.
En verið viðbúnir að grípa hann, ef
hanner með læti.”
Fimmtiu metrar... tuttugu ... tiu.
Þegar fimm metrar eru eftir gengur
Dave beint í veg fyrir ’ hlaupandi
manninn.
„Marsini?”
Hræðsluóp. Veran beygir í átt frá
vatninu og reynir að komast undan í
gegnum kjarrið. En hann hleypur beint í
fangiðá hinum í hópnum. Hann streitist
lítillega i móti, en hann er móður og i
litlum bardagaham. Þegar hann róast.
segir Dave lágt: Viðerum lögreglumenn.
Polizia."
,,Polizia? Non ci credo — ”
„Ert þú Leopold Marsini?”
„SUSi!"
„Svo þú talar þá ensku?”
„Nóg.”
„Hvers vegna ertu að flýja?”
En Marsini segir: „É vero? Eruð þið í
alvöru la Polizia?"
„Já.”
Hann heldur ákafur áfram: „Getið
þið veitt mér vernd?”
„Þaðfereftirýmsu.”
„Ýmsu hverju? Þið vitið hver ég er.”
„Ég veit líka, að þú komst hingað til
að taka þátt í samsæri. Að þú hefur á
MEYJAR-
FÓRNIN
liðnum árum tekið þátt í fjármálabraski,
sem fjársvikadeildin er að rannsaka. Ég
veit, að fjórir saklausir menn dóu til að
hægt væri að framkvæma þetta fjár-
málabrask. Grunur leikur á að minnsta
kosti tveim öðrum dauðsföllum. Og
tveir lögregluforingjar hafa farist ný-
lega við rannsókn þessa máls. Þannig að
vinsamlegast vertu svo vænn að segja
mér nákvcemlega hvað þú ert að gera
hér og frá hverju þú ert að flýja.”
Marsini hikar andartak. Hann er
næstum helmingi minni en Dave og
stendur nötrandi í hópnum miðjum.
Andlitsdrættir hans eru ógreinilegir yfir
svartri skikkjunni. „Ég þoli ekki ofbeldi.
Þaðer ástæðan.”
„Samt hefurðu tekið þátt i morði.”
44 Vlkan 29. tbl.