Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 46
Fjölskyldumél — Guðfinna Eydal Flestir hafa einhvern timann fengið martröð. Fullorðnir skynja martraðir sem mikla vanliðan sem þeir reyna að losna við ef hún gerir vart við sig. Oft gerast martraðir hjá fullorðnum þannig að maðurinn skynjar að hann sé í nokk- urs konar millibilsástandi milli svefns og vöku. Honum liður illa. vill gjarnan standa á fætur en getur það ekki. Hand- leggir og fætur eru þungir sem hlý. maðurinn berst um, reynir að losna við vanliðanina með því að hreyfa sig þar sem hann veit að það er eina leiðin til að losna úr ástandinu. Mörgum finnst að martröð vari i marga klukkutima enda þótt yfirleitt sé um mjög skamman tínia að ræða. Martraðir eru ekki sérstaklega algengt fyrirbrigði hjá fullorðnum og sumir kannast ekkert við þær. Martraðir eru hins vegar mun algengari hjá börnum og þá sérstaklega á aldrinum 3ja—4ra ára. Martraðir koma öðruvísi fram hjá börnum en hjá fullorðnum enda þótt börnum líði einnig mjög illa. Margir for eldrar óttast mjög martraðir barna og leita sér ósjaldan hjálpar i þvi sambandi. Martraðir barna konia yfirleitt á fyrstu þrem til fimm timunum eftir að þau eru sofnuð. Börnin setjast gjarnan upp, standa upp. eru mjög hrædd. óró- leg. stíf. kófsveitt. gráta. öskra og eru með fjarrænt augnaráð sem gefur aug Ijóslega til kynna að börnin eru ekki í eðlilegu vökuástandi, enda þótl þau hafi augun opin. Börnin virðast oft vera hrædd við eitthvað ákveðið. oft eru það hættuleg dýr eins og Ijón. tigrisdýr eða refir eða óhugnanlegar verur eins og tröll. skessur. grýlur. Ijótir kallar og kell- ingar og þvíumlikt. Þessar verur liggja gjarnan undir rúminu. Martraðir eru oft tákn fyrir hvað gerist í lífi barnsins Martraðir geta verið alveg eðlileg fyrirþrigði og leið barna til þess að vinna sjálf úr tilfinningum sem þau byrgja inni. Börn á aldrinum 3ja—5 ára hafa mjög rikt ímyndunarafl og eiga oft erfitt með að aðgreina ímyndun frá veruleika. Það er eðlilegt að börn á þessum aldri óttist ýmsa hluti. eins og dýr og óhugnanlegar verur. Bórn óttast yfirleitt eitthvað. hvort sem þeim er sagt frá eða lesið fyrir þau um hættuleg dýr' eða kynjaverur. Börn geta auðveldlega búið sér til sjálf ýmsar ímyndunarverur. Vrnsar óhugnaðarverur og hættuleg dýr eru tákn fyrir árásarhneigð. Þegar þau konta fram i draumi eða martröð koma þau oft i staðinn fyrir systkim. fé- laga eða foreldra. sem barnið er reitt við. Foreldrar sem hafa rifist eða skammað barnið geta breyst í óhugnanlega veru á nóttu sem barnið hræðist eða er reitt við. Það er hins vegar ekki einungis reiði og árásarhneigð gagnvart öðruni sem kemur fram í martröð. eigin bæld reiði eða árásargirni getur einnig komið fram. Reitt Ijón eða refur. vond skessa eða tröll getur þannig verið barnið sjálft. Ef börn fá ekki leyfi til að sýna eðlilega reiði gagnvart umhverfinu, en bæla liana niður. er ekki óalgengt að hún geti komið fram á þennan hátt í martröð. Auk eigin reiði og reiði við aðra kemur ýmislegt annað frani I martröð- um. eins og t.d. atburðir sem börn sjá i sjónvarpi. í stuttu máli má segja að svo- til allir hlutir sem barn verður áskynja yfir daginn geta komið fram i breyttu liki á nóttu. Flest börn komast yfir hræðslu sjálf Börn hafa einstaka hæfileika til þess að taka á eigin hræðslu. Þar er leikurinn algjört hjálpartæki. Ef börn óttast hættuleg dýr geta þau sjálf leikið hættu- leg dýr. þau geta lamið og skotið dýrin og breytt sér í árásargjarnt villidýr sem stekkur unt og ógnar umhverfinu. Þegar barnið hefur unnið úr ímyndunum sinum i leik kemst það oft yfir hræðsl- una. Sum börn fá ekki eins mikla útrás fyrir hræðslu i leik en vilja frekar tala um og skoða það sem þau hræðast. Þau Martraðir geta spurt í sifellu og vilja eilifar um- ræður um hlutina. Ef barn getur komist yfir eigin hræðslu í leik. tali og nteð þvi að rann saka hlutina er mjög líklegt að hræöslan eldist af því. Hins vegar getur oft verið full ástæða til að gera greinarmun á því hvort hræðsla barns sé eðlileg eða tákn fyrir erfiðleika í umhverfi barnsins. Hræðsla er mismunandi Viss hræðsla er börnurn nauðsynleg og eðlileg. Þau læra t.d. að varast ýmsar hættur af því að þau varast hlutina. í flestum tilvikum veldur hræðsla barns umhverfinu engum áhyggjum. Þegar það kemur hins vegar fyrir að börn ótt- ast eitthvað óeðlilega mikið, eru t.d. hrædd við ákveðin dýr eða haldin mikilli vatnshræðslu. er ekki óalgengt að reynt sé að sannfæra eða þvinga börn til að álita hið gagnstæða. Þvingun og harka getur haft áhrif á hvort hræðsla kemur fram i draumi eða ekki. Flestir foreldrar hafa tilfinningu fyrir þvi hvort hræðsla getur talist innan eðli- legra marka eða ekki. Eins og fyrr segir er það einnig algengast að börn hjálpi sér að miklu leyti sjálf yfir hræðslu. enda þótt foreldrar geti hjálpað til með þvi að ræða málin og sýna skilning og umburð- arlyndi gagnvart hræðslunni. Hvenær er ástæða til að óttast mar- traðir? Hræðsla getur orðið það mikil og átt sér það djúpar rætur i persónuleika barnsins að ástæða sé til að leita sérfræð- ingshjálpar. Barnið getur sýnt slika hræðslu á ýntsa vegu. I þessu sambandi má t.d. nefna þegar barn þorir ekki að sofna af þvi að það óttast slæma drauma og ef það vaknar siðan upp í mikilli ang- ist. Einnig ef barn á við stöðugar mar traðir að striða og einnig aðra erfiðleika eins og við vini. i skóla. systkini o.fl. Það má lika nefna að það er hættumerki ef barn gefst algjörlega upp gagnvart hræðslunni. verður sljótt og foreldrar finna að það Itefur engin áhrif að ræða við barnið um það sem það óttast. Fleira mætti að sjálfsögðu nefna i þessu sambandi. Mikil og djúpstæð hræðsla veldur hins vegar umhverfinu yfirleitt það miklunt erfiðleikum að for- eldrar leita sér sjálfir hjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.