Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 41
Þýðandi: M*gnw Matthiasdöttir 10. hluti MEYJAR- FÓRNIN / myrku vatninu handan Ijóskeilunnar er risa- vaxinn fiskur, enn stærri en þeir er þeir hafa áður séð, og hangir í vatninu fyrir ofan þá. . . koma upp á yfirborðið góðan spöl frá floteyjunni. Þeir synda hljóðir í átt að efri bakkanum, lyfta sér upp úr vatninu og leita skjóls í kjarrinu. Þegar þeir eru aftur farnir að anda eðlilega, hvíslast þeir á. Hassall segir ákafur: „Ef við komumst inn og getum náð kassanum —” „Nei, Hassall. Það myndi gera hinum viðvart.” „Hvaðgerum við þá?" „Viðbíðum.” „En andskotinn, herra —” „Foringi!” „Afsakaðu.” „Mér líður eins og þér. En við megum ekki vera of bráðir. Og munið það, allir, að þegar þar að kemur, má ímyndin ekki skemmast. Á meðan hún er hér og undir áhrifum ills, þá kemur allt, sem við hana er gert, fram á Wall. Ykkur var bent á það áður og ég minni ykkur nú á það." Þeir eru þögulir um stund og horfa á ljósin frá húsinu og skinið neðan úr vatninu. Einhvers staðar langt frá þeim gaggar tófa. Uglur væla í skóglendinu á hæðinni. Það er Bernie Pyle, sem grípur í handlegg lögreglustjórans nokkrum mínútum síðar. „Dave — þarna hjá húsinu!” Dave horfir i gegnum næturkíkinn og sér veru hverfa út úr skjóli íbúðarhússins. Hún flýtir sér að bílskúrnum og andartaki síðar bakkar farartæki út á miklum hraða, snýr við á hlaðinu og stefnir hratt í áttina að húsa- rústunum. „Þeir hugsa sér til hreyfings,” segir Hassall lágt. Guði sé lof fyrir það.” Þeim liggur öllum á að láta til skarar skriða og eru sér óþægilega meðvitandi um svala næturloftsins, nú þegar þeir eru komnir upp úr vatninu. Og nú koma.fleiri verur út úr húsinu, safnast saman í þriggja og fjögurra manna hópa á grasflötinni, sem liggur niður að vatninu. Séð gegnum kikinn virðast verurnar fleiri en þrettán. Tals- vert fleiri. En engin minnir á Clive Ritzell. Fáein andartök enn virðist hálf gerð upplausn ríkja, en svo mynda verurnar eitthvað, sem minnir á tvöfalda röð. „Almáttugur. herra, í hverju eru þau?” Það er erfitt að greina það, jafnvel með aðstoð kíkisins, en allar verurnar virðast svipað klæddar, í dökkan víðan kufl. Röðin hreyfist áfram og í þá átt, sem þeir vita frá vinnuteikningunum, að inngangurinn í hvelfinguna er. „Á ég að synda þangað aftur og sjá hvað er að gerast?" Það er Hassall sem spyr: „Óáberandi vettvangskönnun?” „Ef þú vilt. Taktu einhvern með þér.” „Ókei, herra. Ég tek Chris. Komum aftur eftir tíu minútur.” Tengdir líflínu hverfa fremstu kafararnir tveir hljóðlega niður í vatnið og gára það naumast. En þeir koma ekki aftur eftir tíu mínútur. Satt að segja kemur annar þeirra aldreiaftur. ÞRIÐJI KAFLI I búrinu leið síðdegið og kvöldið hjá, álíka tiðindalaust ogmorgunninn.Það er orðið dimmt, þegar Leven birtist á nýjan leik og hefur meðferðis sterka lukt. Hendrick er með honum. Báðir eru í svörtum skikkjum. Mennirnir tveir vinna saman, og liprar vinstri hendur þeirra nægja. Hendrick opnar búrið, meðan Leven beinir að þeim byssu. Hann skipar Júlíunni út á undan, setur málmhring um háls hennar og festir þunga keðju þar í. „Nú, þú.” Mike heldur sig þar sem hann er kominn, og Leven veifar byssunni ógnandi. „Út með þig!” „Farðu til andskotans, apamaður!" Leven kinkar kolli til Hendrick, sem gengur að sima á veggnum. Hann snýr tveim tölum, talar stutt. „Það er Benson. Ósamvinnuþýður.” Hann hlustar andartak, segir: „Skilið," og leggur símtólið aftur á. Þegar hann er aftur kominn að búrinu, segir hann: „Þetta var foringinn. Hann er á leiðinni. En þangað til —” Hann stígur eitt skref fram, miðar þungu handarbakshöggi að höfði Mike. Það kemur honum að óvörum og hann dettur í óhreinan hálminn. „Þangað til eigum við að telja þig á að vera samvinnuþýður. Upp með þig!” En Mike liggur kyrr og Hendrick sparkar fast í hann, beint í rifbeinin. „Hann setti okkur engin mörk um for- tölurnar." Annaðspark. „Upp með þig!" Annað. Og enn annað. Mike finnur fyrir sárum sting i síðunni, þegar hann reisir sig hægt á fætur. „Ut!” En þá er næturloftið skyndilega hljóðmengað, og það bergmálar í lokuðum húsagarðinum. Rautt leiftur bremsar fyrir frarnan upplýstar dyrnar. Þar er kominn Land Roverinn á staðnum. Clive Ritzeil stígur út og kemur inn varfærinn. Hann er í svartri skikkju eins og hinir! „Hvað vitleysa er þetta, Benson?” Mike stendur kyrr og heldur hendinni aðsíðu sér. „Ég krefst þess að vita hvað þú vilt meðmig.” „Þú ert ekki í neinni aðstöðu til að krefjast eins eða neins. Þú gerir það sem þér er sagt og átt ekki að valda neinum vandræðum.” „Hvert er verið að fara með mig?” „í bað. Ertu þá ánægður?” „Nei.” „Það vill svo til að þetta er satt. En ég hef ekki í hyggju að ræða það neitt nánar við þig. Hendrick —” „Með ánægju, foringi.” Enn höfuðhögg og svo snöggt högg í magann. Mike reynir að verjast en hnefahögg einhenta apans eru hröð og nákvæm. Það virðist ekki þjóna neinum tilgangi að streitast á móti. Hálf- ringlaður staulast hann að dyrunum að búrinu, heyrir hringinn smella um háls sér og finnur þungann af keðjunni. Þau eru teymd út nakin, út í hellulagðan húsagarðinn og yfir í húsið 29. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.