Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 21

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 21
Hjörtur Ölafsson trésmíðameistari: VÉLA- MANNI BJARGAÐ Hreyfillinn snýst ekki lengur. inu. Björgunarsveitin lagði á sig erfitt ferðalag yfir úfið hraun í svarta þoku og snjókomu. Þeir sem eitthvað hafa ferð- ast um hraunið vestur af Bláfjöllum vita að það er ekki nema fyrir gætna menn og þjálfaða að fara þar um. Þeir tveir af áhöfninni sem komust til byggða af eigin rammleik náðu húsum i útvarpsstöðinni á Vatnsenda og verður það að teljast afrek miðað við aðstæður. Báðir voru mennirnir ókunnugir lands- lagi á þessum slóðum en nutu sem betur fer dagsbirtu á leið sinni eftir hjálp. Brakið, eða hluti þess, er enn ti! staðar 3 km suður af Stóra- Kóngsfelli í Bláfjöllum. Vegalengdin frá slysstað að Vatnsenda er 14 km í beinni loftlínu en ætla má að gangan hafi verið mun lengri þvi ekki verður gengið beint af augum og krók- arnir margir. Vegalengdin sem björgun- arsveitin þurfti að fara til að komast að flaki vélarinnar er um 10 km. Flugvélin mun hafa brotlent um klukkan 9 að morgni 6. febrúar og geta má nærri um liðan slasaða vélamannsins sem biða þurfti i 30 tima eftir hjálp, i alls ókunnu umhverfi milli vonar og ótta um hvort hjálp yfirleitt bærist. Seint að kvöldi hinn 6. febrúar 1945 var hringt í undirritaðan og hann beðinn að taka þátt í ferð snemma næsta morgun til að sækja slasaðan mann sem var i flugvél einhvers staðar uppi við Bláfjöll. Náðst hafði í fjóra menn til viðbótar til fararinnar og voru þrir úr Hjálparsveit skáta og tveir úr skiðadeild Ármanns. Guðmundur Ófeigsson, Guð- steinn Sigurgeirsson og Hjörtur Ólafs- son frá skátum, Skarphéðinn Jóhannes- son og Egill Kristbjörnsson frá Ár- manni. Farið var eldsnemma frá Reykjavík í bifreið sem breski sendiherrann útveg- aði. Ekið var upp á Sandskeið. Talað var um að ferðin myndi taka 6—7 klukku- tíma og átti bifreiðin að vera til reiðu þegar við kæmum til baka með slasaða manninn. Við vorum allir rpeð skíði og einn sleða höfðum við, sem gerður var úr trégrind og reimuðum segldúk á. Hófst nú gangan og gekk okkur þol- anlega til að byrja með. Færi var nokkuð þungt enda var slydduhríð öðru hvoru. Þegar við komum upp í hraunið (Húsfellsbruna) sem tekur við af Sand- skeiðinu, urðum við að þræða á milli hraunhryggjanna vegna snjóleysis. Eftir því sem okkur miðaði nær fjöllunum ágerðist snjókoman og svo skall á svarta þoka til viðbótar. Okkur hafði verið tjáð að flugvél frá hernum myndi reyna að aðstoða okkur við leitina ef fært þætti. Heldur þótti okkur ósennilegt að það tækist eins og veðrið var. Þannig stóð á að flugvélin sem brotlenti lenti í villu og hafði rekið niður annan vænginn, senni- lega þegar snúa átti við til Reykjavíkur en þaðan hafði hún hafið ferðina. I vél- inni voru þrir menn. tveir flugmenn og einn vélamaður. Flugmennirnir höfðu sennilega lítið sem ekkert slasast því þeir komust niður að Vatnsendahæð og báðu um aðstoð við að ná í vélamanninn sem hafði slasast. Þegar liða tók að hádegi vorum við komnir upp úr hrauninu á snæviþakta sléttu og enn hélst þokan. Við reyndum þá að dreifa okkur eins mikið og þorandi var. Um svipað leyti fórum við að heyra í flugvél sem flaug fram og til baka yfir okkur. Svo skeði það að gat kom i þok- une og sá'um við hvar flugvélin steypti sér niður nokkur hundruð metra fyrir framan okkur og þóttumst við vita að þar væri flugvélarflakið. Þokan huldi nú alla útsýn en brátt sáum við flugvélina þar sem hún lá á snjósléttunni. Þegar við áttum eftir nokkurn spöl að flugvélinni sáum við hvar dyrnar opnuðust og maður kom út og gekk örfá skref í átt til okkar en þá hné hann niður. Maðurinn var mikið skorinn og hafði eflaust misst mikið blóð. Voru nú höfð snör handtök og bundið um sárin eins og kostur var og manninum komið fyrir á sleðanum. dúðaður teppum og festur við sleðann með ólum. Ekkert markvert gerðist á leiðinni niður á Sandskeið, nema hvað snjóleysið tafði okkur mikið þegar leið á daginn og svo byrjaði að rigna. Ferðin tók mikið lengri tíma en áætlað var og vorum við þó alvanir að ferðast á þennan máta. Við urðum að fara mjög varlega niður af sléttunni og í gegnum hraunið vegna mannsins á sleðanum. Nú, um síðir komum við á sama stað og við höfðum lagt upp frá á Sandskeiðinu og var þá klukkan orðin rúmlega 7 um kvöldið. Þá var þar engan bíl að finna og voru menn heldur óhressir, svangir, blautirogþreyttir. Þarna biðum við i um hálfa klukku- stund en þá kom vörubíll austan af Sel- fossi á leið til Reykjavikur og fengum við far með honum. Sleðinn með mann- inum á var settur á bílpallinn og sett- umst við svo á pallinn hjá sleðanum. Ekið var að hersjúkrahúsinu, sem var í Gamia stúdentagarðinum við Hring braut (General Hospital nr. 50). Þangað var komið laust eftir klukkan 9 um kvöldið. 29. tbl. VlKan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.