Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 15

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 15
„Já, ég man vel eftir Laxness," sagði Bernhard Muller, tæplega sjötugur niunkur í Clervaux-klaustrinu i Luxem- bourg þegar Vikan heimsótti hann og klaustrið nýverið. „Að vísu var ég ekki orðinn munkur þá, varð það ekki fyrr en 1930, en bróðir minn var hér og hjá honum dvaldi ég oft í fríum mínum. Laxness var fátækur þegar hann dvaldi hér en hann fékk allt frítt og ég held að hann hafi í alvöru verið að hugsa um að gerast munkur sjálfur. í þá daga vorum við miklu fleiri hér, 100 munkar á móti 40 nú.” Klaustrið i Clervaux var stofnað 1909 og tekið i notkun ári síðar. Markmiðið með stofnun þess var að biðja fyrir aft- urhvarfi norrænna þjóða til kaþólsks siðar og hefur það nú verið ástundað í heil 70 ár án árangurs. Munkarnir una þó glaðir við sinn hag, bænagerðir og kaffibrennslu, en kaffi selja þeir ferða- fólki á vægu verði. Kaffið er afar gott þó ekki sé það himneskt. En munkarnir í Clervaux muna tímana tvenna. I heims- styrjöldinni siðari skemmdist klaustrið mikið, ekki vegna sprengjuárása heldur vegna þess að Þjóðverjar fluttu þar inn og gerðu mikinn óskunda: „Þjóðverjar komu hérna 1. janúar 1941 og ráku okkur út. Ætlun Hitlers og hans manna var að breyta klaustrinu í stúlknaskóla og i því skyni voru brotnir niður veggir hérna og margt fært úr skorðum. Sem betur fer vannst þeim ekki tími til að hrinda hugmynd sinni endanlega i framkvæmd og við snerum aftur haustið 1946, ef ég man rétt.” Bernhard Muller þekkir vel til Islands þar sem hann dvaldi hér 1956,' bæði í Landakoti og klaustrinu i Stykkishólmi. Sérstaklega er honum minnisstæð bil- ferðin frá Reykjavík til Stykkishólms, og til baka, enda mun ástand vega ekki hafa verið með besta móti 1956. Bernhard er vel lesinn i bókum Laxness en hefur þó vissar áhyggjur af nóbelsskáldinu og fyrrum reglubróður sínum: „Ég held að siðferði Laxness hafi hrakað siðan hann var hér hjá okkur. Er það ekki annars satt að hann eigi mörg börn og sé tvígift- ur?" E.J. c> Bernhard Muller á tröppum Clervaux-klaustursins þar sem hann hefur veriö munkur í 50 ár. díS s. v^^St -•ssSt 29. tbl. Vlkan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.