Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga á móti. Einar dyrnar á húsinu miðju liggja inn í sturtur. Þar logar lukt á litlu borði. Þau eru send samanhlekkjuð undir heita vatnsbunu og sagt að þvo óþverrann af sér. Júlían gegnir, og eftir andartaks hik og ógnandi högg frá Hendrick gerir Mikeslíkt hiðsama. Clive Ritzell segir eitthvað við einhentu mennina tvo, sem kinka kolli og fara aftur út á hlaðið. Clive verður eftir og þung Luger-byssan haggast ekki í þeirri hendinni, sem hann á eftir. Vatnið í sturtunni er notalega volgt. Þarna er sápa og hreint handklæði á stöng. Eftir eymdina i bæli Júlíunnar er þetta hreinasti munaður. En þá heyrist rödd að utan og glamur I hlekkjum. Ritzell segir hvasst: „Komið út! Þurrkiðykkur!” 1 gættinni er önnur Júlía og unglingur, sem hann hefur ekki séð áður og heldur henni eins og dýri í bandi. Laglegur drengur með báðar hendur. húð ungrar stúlku og fallegt liðað hár, sem umlykur fýldan munn og hrokafull blá augu. Hann er líka svartklæddur. „Pabbi.hún reyndi að bita mig.” Ritzell lítur snöggvast á hann. „Þú hefuránefastrítt henni.” „Nei, pabbi.” „Ekki þræta.” Þessi Júlía er nákvæmlega eins og hin. Henni er ýtt inn i sturtuna, meðan þau fara frá og þurrka sér á tveim hand- klæðum af henginu. Mike horfir rannsakandi á hana, en finnur ekkert sem ekki er eins með þeim báðum. Og áður en þau hafa þurrkað sér til fulls, koma Hendrick og Leven með þær tvær sem eftireru. önnur þeirra hlýtúr áð vera.sú, sem kemur að utan. . . En þær virðast líka vera eins. Jafnskitugar. Jafnúfnar. Jafn- auðmjúkar. Báðar horfa á hann með sömu nautslegu forvitni. En ekki nieir. Það var bara þriðja skipti, sem þau eyddu saman heilum degi. Þau þvældust um í bilnum án nokkurs sérstaks tak marks, fóru ýmist suður eða vestur, borðuðu í krá rétt hjá spennandi vegar- merki: EINSKIS MANNS LAND 1, KANADA 3. Hann langaði að ganga þennan stutta spöl, til að vita hvort þessir staðir væru til. En hún sagði nei, það væri betra að halda draumsýninni en finna veruleika, sem ekki stæðist fyrirheitið. Þess i stað gengu þau framhjá Deadman Hill til Fording- bridge, þar sem þau keyptu mat og vin og héldu áfram stefnulausu ráfinu inn í skóginn. Þetta var bjartan dag snemma sumars. Þau fóru með teppi og matinn' með sér langt inn i skðginn og fundu laufgað rjóður sem Júlia sagði. að hefði beðið þeirra frá því heimurinn var skapaður í upphafi. Þau lágu saman og horfðu upp i laufmynstraðan himininn. elskuðust alveg að því marki þar sem hún hætti alltaf við, að þvi marki þar sem meydómur hennar, sem olli þessu öllu, hélst óskertur. Þau borðuðu, drukku vínið, elskuðust aftur og sofnuðu loks og þegar þau vöknuðu var tunglið komið upp og dádýr allt umhverfis þau likt og fingerðar skugga- verur... Nú minnist hann þessa dags, töfradags, meðan hann leitar árangurs- laust að henni í verunum fjórum, sem ekkert geta boðið honum nema yfir- borðssvip elskunnar hans horfnu. Hassall og Chris Wavell hafa oft kaf- að saman áður. Þeir virðast hafa meðfædda hæfileika til að vinna tveir saman við köfun. Tengdir með svonefndri liflínu er öryggi þeirra hvors um sig undir hinum komið og viðbrögðum hans við hættum augna- bliksins: Nú eru þeir algerlega einangraðir frá yfirborðinu og frá aðalstöðvunum, og þeir synda saman gegnum djúpt, kalt vatnið I efsta stöðuvatninu. Hassall fer fyrir þieim, Wavell er til hliðar við hann og hefur linuna næstum strekkta, þannig að hún er hvorugum til trafala en má nota hana til að gefa áriðandi merki. Línan er traustlega fest beggja vegna í þungt kafarabelti. Þegar þeir sjá - ...uppljómaða hvelfinguna framundan hægir iTássalLl sér og fikrar sig nær með því að rétt bæra sundfitjarnar. Wavell setur sér sama hraða og foringinn. Nú er hvelfingin ekki lengur mannauð. Hassall heldur sig I hæfilegri fjarlægð frá stóru gullnu kúlunni, nemur staður u.þ.b. tólf metra frá efri loftræstipipunni og til hliðar við innganginn frá ströndinni. Þegar hann horfir í hvelfinguna miðja, sér hann að hópurinn úr húsinu er að ganga hægt: inn úr neðanjarðargöngunum. Allir eru ámóta klæddir, í svartar skikkjur, en hann kannast við andlitsdrætti þeirra flestra af Ijósmyndunum, sem þeim voru sýndar fyrr um daginn. Fremstir koma Carl Linckelmann og Bernhard Wilm frá Hamborg; siðan Henrik Larsen, lög- fræðingurinn frá Kaupmannahöfn. reigingslegur og hnakkakerrtur; Kroll- bræðurnir þrír frá ZUrich. Þar á eftir kemur annar þriggja manna hópur. framkvæmdastjórar Crédit Moudonnais í Genf. Svo siðskeggurinn Papagos og minnir á griskan hreintrúárprest i síðri svartri skikkjunni. Italarnir tveir, Rani- eri og Campari koma siðastir úr göngun um. Þeir litast um eins og umhverfið sé þeim nýstárlegt, jafnvel ógnvekjandi. I fylgd með þeim eru þremenningar með framandleg andlit, limlestir þremenningar, er hafa aðeins stubba í stað hægri handar. Og svo tvær konur, klæddar svörtum skikkjum eins og hinir en með hárið slegið. Hann er alla vega. næstum viss um, að þetta sé^u konur. 42 Vikan 29- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.