Vikan


Vikan - 17.07.1980, Qupperneq 45

Vikan - 17.07.1980, Qupperneq 45
„Nei! Ég sver! Ég vissi ekki —” Dave gripur um axlir hans og hristir hann til. Hann hefur hemil á bræði sinni, og það virðist litla Italanum enn hræðilegra en ef hann hefði sleppt sér. „Nei! Signor Capo, ég bið! Lof mér að segja þér —” Dave sleppir honum. „Leystu þá frá skjóðunni. Og snöggur. 1 fyrsta lagi, hvað á að ske í hvelfingunni?” „Ekkert, þangað til Clive Ritzell kemur til baka.” „Hvert fór hann og hvað er hann að gera?” „Það eru — fangar. 1 gamla húsinu — Prigionieri. ” „Hverjireru það?” „Ég veit þaðekki.” „En þú veist, að þeir eru þar?” ,,Si. Lo so. En samt veit ég ekki hverjir það eru. Ég veit bara hvað þeir eru.” „Jæja þá, í almáttugs bænum —” Og allt er þetta hvíslað. Dave grípur aftur í hann. „Hvað eru þeir?” hvæsir hann í myrkrinu. „Og hvað margir?” Marsini er máttlaus í höndum hans. „Ég hef bara verið hérna einu sinni, skilurðu. Níu ár síðan. Una volta.Una sola \ olta. Þá voru fimm. Allar eins.” 1 Eitthvað hrekkur Dave af vörum. en hann þagnar strax. „Eins? Hvað í andskotanum áttu við?” „Þæreru klónur." Bernie spyr: „Klónur? 1 Guðs bænum, hvað er það?” „Gleymdu því. Karlkyns eða kvenkyns, Marsini?” „Kvenkyns. Þær voru ungar þá. Pagazzine, kölluðum við þær. . . Fanciullette ... niu, tiu ára gamlar...” „Jafngamlar og Júlía Jordan,” tautar Hassall. Dave snýr sér að honum. „Gæti hugsast -?” En hann þagnar og snýr sér að Marsini. „Og þær eru búnar að vera fangar öll þessi ár? En af hverju?” „Ég sagði þér það. Þær eru klónur. Þær eru ekki eðlilegar. Þær voru búnar til.” „Er það eitthvert svar?” Marsini blossar skyndilega upp af bræði. „Hvað veit ég, Signor Capo? Ekki eru þaðmín verk.” „Sagði Ritzell þér í kvöld. að þær væru hérenn?" Hann hikaði, svaraði síðan: „Hann fór aðsækja þær.” „Til hvers?” „Þær — þarf.” „Til hvers?” endurtekur Dave. „Ég get ekki sagt þér það.” „Andskotinn, þú bæði getur það og skalt gera það! Eða reyna heppnina hjá vopnuðum bullunum og hundunum! Þú átt bara einn möguleika á öryggi, og annar kostur er ekki fyrir hendi. Til hvers þurfið þið á þessum föngum að halda?” Þá treglega: „1 La Messa Nera..." „Fórnarmessu ?” „Já.” Hópurinn tvístígur ókyrr og Dave se8ir: „Við óttuðumst það. Hvað á að förna mörgum?” „Það eru ekki nema fjórar klónur eftir. En það er líka karlmaður. . . Þau deyja öll samtimis. Á sama ar.dartaki. Al momento buono. Þá leysist mest orka úr læðingi til að messan nái tilgangi sínum. Við drógum um. hverjir ættu að vera böðlar. Ég var einn þeirra. En ég gat ekki gert það. Þess vegna flúði ég. -” „Þú trúir þvi, að þetta verði?” „Si. Si. Ci credo." „Hvenær?" „Messan hefst 23.30. En hápunkturinn verður á miðnætti. . . il colmo di mezzanotte. . " Það fer um hann hrollur. „En ekkert getur hafist fyrr en hann kemur aftur.” Þegar Mike Benson loks er orðinn þurr, fær hann víðan kyrtil, sem hann pn steypir yfir höfuð sér. Hann þarf að bíða meðan Júlíumar þerra sig og klæðast svipuðum flikum. Þá eru þau leidd ber- fætt út og keðjur þeirra festar við málmstöng aftan á Land Rovernum. Clive Ritzell er við stýrið og ekur lús- hægt. Framhald í næsta blaði. SIMI 33070 G/æsi/egt úrva/ af GÓLFDÚKUM SIÐUMULA 15 29. tbl. Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.