Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 7
ÆRNAFNAVÍSUR 1935. Rimaðar af Sigurði Steinssyni, Reykjarfirði við tsafjarðardjúp.
Lineik, Skeifa, Laufey, Höpp, Gefjun, Hansen, Golsa, Snót,
Liija, Menja, Blaka, Gigja, Þoka, Hnyðja.
Herkja, Pjatla, Hilling, Löpp. Iðunn, Vilja, Eva, Bót,
Héla, Skeggja, Vaka. Ófeig, Botna, Gyðja.
Bletta, Hvata, Branda, Sjöfn, Klara, Surtla, Kisa, Fró,
Blæja, Grána, Tinna. Kyrrlát, Hlaða, Genta,
Kolkinn, Bjúga, Kola, Dröfn, Gleði, Skerja, Glenna, Ró,
Kjamma, Spurning, Ninna. Grýta, Kænska, Jenta.
Hrefna, Doppa, Hrauka, Svört, Gylling, Sóley, Gylta, Rós,
Hugfró, Lukka, Sóta. Gjöf, Mirenda, Sunna.
Stikla, Kúpa, Stína, Björt, Harpa, Flikka, Hörga, Drós,
Steinka, Gás, Blettfóta. Hylli, Sorta, Gunna.
Drottning, Kitta, Dalla, Smá, Rella, Freyja, Ráðning, Spök,
Dalmær, Vina, Blíða, Rák, Geirhyrna, Sessa.
Litla, Prýði, Lík, Gullbrá, Gæfa, Jómfrú, Gáta, Vök,
Lísa, Krima, Siða. Gidda, Snilld, Prinsessa.
Fegurð, Venus, Flenna, Stygg, Mær, Gullvanga, Breiðleit, Brún,
Fjóla, Snubba, Lokka, Brynja, Dimma, Smára.
Kólga, Hlóra, Kelda, Frigg, Huppa, Geira, Hása, Rún,
Kempa, Erla, Dokka. Hnota, Móða, Bára.
Um uppruna sægrárra kúa má lesa í mörgum þjóðsögum. Þessi kafli úr
sögunni af marbendli, um laun marbendils, mun víst einna þekktastur:
,,Þaö bar til.. . að bónda var sagt að sjö kýr sægráar að lit værú komn-
ar þar í túnjaðarinn við fjöruna. Bóndi brá skjótt við og þreif spýtukorn í
hönd sér, gekk svo þangað sem kýrnar voru, en þær rásuðu um og voru
óværar. Eftir þvi tók hann að þær höfðu allar blöðru fyrir grönum. Það
þóttist hann og skilja að hann mundi af kúnum missa nema hann fengi
sprengt blöðrur þessar. Slær hann þá með kefli því er hann hafði í hendi
sér framan í granirnar á einni kúnni og gat náð henni siðan. En hinna
missti hann og stukku þær þegar í sjóinn. Þóttist hann þá skilja að kýr
þessar hefði marbendill sent sér í þakkarskyni fyrir lausn sína. Þessi kýr
hefur verið mesti dánumannsgripur sem á lsland hefur komið; æxlaðist
af henni mikið kúakyn sem víða hefur dreifst um land og er allt grátt að
lit og kallað sækúakyn.
(Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.)
o
Af mörgum kúm fer það orð að þær eigi ættir sínar að rekja til álfheima
eða annarra yfirnáttúrlegra slóða. M.a. fór það orð af hinni landsfrægu
Huppu á Kluftum, sem er eina kýr á landi hér og e.t.v. víðar sem ég veit
til aðmálað hafi verið málverk af i öllu sínu veldi. og þótti sómíað.
eru þærkannski
29* tbl. Vikan 7