Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 28

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 28
Jónas Kristjánsson skrifar um fimm bestu veitingahús Árósa Frabær þjónusta á „fína" staðnum Kellers Gaard er hið hefðbundna fyrsta flokks veitingahús Árósa. Þar borða menn, ef þeir vilja mikið við hafa. Eng- inn efast um, að þetta sé „fíni” staðurinn i Árósum, þótt margir efist um, að hann sé sá besti. Engum blóðum er um að fletta, að Kellers Gaard er meðal fimm bestu veit- ingahúsa borgarinnar. Ég hef sett hann i fjórða sæti, næst á undan Jacob's BarBQ, sem lýst var í siðustu Viku. En Kellers Gaard er líka tvöfalt dýrari cn Jacob's. Hvorugt þessara veitingahúsa fylgir hinni nýju, frönsku eldamennsku, sem var svo mjög til umræðu í greinaflokkn um um fimm bestu veitingahús Kaup- mannahafnar. Enda eru Árósar senni- lega eins og Reykjavík í meiri menning- arfjarlægð frá París. Jacob’s var góður fulltrúi hefðbund- innar matreiðslu Miðjarðarhafsins aust- a’nverðs. Á sama hátt er Kellers Gaard góður fulltrúi hefðbundinnar matreiðslu hinnar frönsku Evrópu. þar á meðal Danmerkur, matreiðslu Escoffier-tím- ans. Elst í bænum Það fer vel á því, að í Árósum skuli þetta gamla og virðulega skeið matar- gerðarlistar vera best stundað I elsta veitingahúsi borgarinnar. Á þessum stað við Frederiksgade 84—86 hefur verið rekið veitingahús frá átjándu öld. Núverandi hús er rúmlega 100 ára. Einn fyrsti veitingamaðurinn hét Peter Keller, frægur fyrir góðan mat. Veit- ingahúsið heitir eftir honum, sjálfsagt með það i huga. að fræg matseld svifi þaráfram vfir vötnum. Á Kellers Gaard eru dökkar viðarþilj- ur. bitar I lofti og brúnleitt teppi á gólf- um. Steindar rúður eru í smárúðóttum gluggunum. Ljósakrónur og veggljóseru með sérkennilegum glerkúplum. Á borðum er rósótt postulín. Frábær þjónusta Blómstrandi ástareldur á hverju borði var til marks um natni við að láta um- hverfið gleðja gesti. Sama er að segja um þjónustuna. Hún var frábær. elskuleg, vandræðalaus og ákveðin. Hún var satt að segja svo góð. að betri þekki ég ekki. Vínlistinn var mjög fjölbreyttur, þótt stuttur væri og teldi aðeins 28 létl vín. Þar mátti sjá allt frá hálfflösku af rauð- vini hússins á 32 krónur upp í flösku af Chateau Mouton Rotschild 1973 á 395 krónur, drykkjarhæft eftir nokkur ár. Bestu kaupin voru þóekkiskráðá vin- listann. Þegar þjónninn heyrði áhuga minn á Chablis, bauð hann upp á Vaudésir 1974, Chablis Grand Cru. á 120 krónur. Þetta var smánarverð fyrir vín af langbesta akri Chablis-vína. Vaudésir. Matseðillinn er i hefðbundnum stil með níu forréttum, fjórum súpum, fimnt fiskréttum, tíu kjötréttum, fimm eftir- réttum og þremur ostréttum. Þessi 36 rétta seðill er eins frá degi til dags. þótt árstiðirkomiogfari. Of langvinn eldun Smjörsoðnir vínakrasniglar í kuðung- um með krömdum laukbitum og ristuðu brauði voru meðal forrétta og kostuðu 36 krónur. Þeir voru fullmikið soðnir, svo sem venja er í hinni hefðbundnu matreiðslu. Hvitvins-gufusoðnir humarhalar i skelinni kostuðu 54 krónur. Þeir voru bragðdaufir. Þeir voru sagðir safran kryddaðir. en það bragð fannst ekki. Mest bragðið var af paprikunni I hris- grjónunum. Hvítvinssósan. sem fylgdi. varbragðgóð Þtiðji forrélturinn, sem við prófuðum. var flak af flatfiski („sötunge”), fyllt með humarblönduðu fiskhakki og humar bitum. Mjög góður matur á 48 krónur. Með honum fylgdi góð Amerikusósa og hrísgrjón með paprikubitum. Úr hópi fiskrétta sem aðalrétta völdum viðsteikta smálúðu á 65 krónur. Hún var ekki góð, enda allt of mikið steikt. Þá var hún meðgifurlegu magni af sítrónublönduðu, bráðnu smjöri og hveitisveppasósu. Piparsteikin kostaði 88 krónur. Kjötið I henni var ekki nógu gott, en piparnotk- unin var hófleg. Hún var borin fram með frönsku Dijon sinnepi, heilum, grænum piparkornum, bakaðri kartöflu og eldsteikt við borðið. Langbesti rétturinn, sem prófaður var, reyndist vera „Boeuf café de Paris”, nautahryggvöðvi, fyrst steiktur og siðan ofnbakaður i smjöri. Hann hefði að vísu mátt vera minna steiktur, en var þó mjög góðuí. Verðið var 88 krónur. Af ostunum varð franskur Brie fyrir valinu á 30 krónur. Hann var góður. en nokkuð þéttur. Með honúm fylgdi ein- staklega góður vatnsís eða kraumís („sorbet”) með vinberjabragði. Kellers púns á 28 krónur var mjög góður ís með mögnuðu áfengisbragði. Þriðji og síðasti eftirrétturinn, sem prófaður var, Brasilíu-isparfait, var blanda af eggjarauðum, þeyttum rjóma, sykri. súkkulaði og kakólíkjör á 29 krónur. Súkkulaðibragðið var nokkuð áberandi, en rétturinn að öðru leyti góður. Kaffið á eftir var ágætt og pressað LAZY-MA\ MODEL 800 GAS GRILL HEILDVERSLUN y G. HINRIKSSONh/f SKÚLAGATA 32 - REYKJAVÍK - SÍMI 24033 MEST SELDU GASGRILLIN í BANDARÍKJUNUM. ENGIN KOL. ÓDÝR í REKSTRI. 28 VikanZ9<tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.