Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 22
Frá stríðsárunum FQKWA8D euN SU3HT3 DQOftTö /TUP«T ^ ólJN AMMUNiTSÖN «AÍ?K6Í? aocumulator UNDERCflí«R?A6£ J*S! OPERATlNp HANDU: 5{?aKT ..~4-~~---- LEVHft K£AO U6HT TAILDftl FT SK5HT RfTftACTED fNDf RCA5fRiA6f. WARNIN<3 TH^OTTLfö' aesíal WíNCH f’ARACMUTES PETROr^ CONTROLS TftAP bUMB Ö,QAS BOTTLg FOR DíNQMy IHFLATION AEftfAL / TftANSMfTTLR L£AD-iN / &RBCEiV£R mr ^ STARBOARO, í PÉTftOLx TANKS í " ‘ D£PLATED OINQNY STOW£DJN FAICINÖ Guðbjartur H. Eiríksson, stöðvarstjóri Vatnsenda: EINIM í LEIT AÐ FLUGVÉL Anson 652A flugvél, sams konar og sú sem brotlenti viö Bláfjöll. Fremst situr flugmaður, fyrir aftan hann er siglingafræðingur og í kúlunni er vélamaöur og skytta. Þaö var einmitt hann sem slasaðist og skilinn var eftir þegar flugvélin fórst. 6. febrúar 1945 kl. 17.10 komu hingað 1 útvarpsstöðina á Vatnsenda tveir breskir flugmenn og báðu um að fá að hringja á sjúkrabíl og tilkynna ennfrem- ur um flugslys sem þeir hefðu lent í suður í fjöllum. Þeir sögðust hafa veriðá gangi i 7 klst. áður en þeir náðu til út- varpsstöðvarinnar á Vatnsenda. Annar flugmannanna var dálítiðskor- inn á eyra og átti bágt með heyrn en hinn, sem var radíómaður, var með þrjú rifbein brotin. Einn var skilinn eftir i flakinu, mikið slasaður, en að sögn mannanna var vel um hann búið miðað við aðstæður. Þeir höfðu gefið honum kvalastillandi lyf og búið um hann eins og kostur var en reiknuðu ekki með að hann myndi lifa lengi ef ekki bærist hjálp innan tiðar. Ekki vissu þeir neitt um hvar vélin var staðsett nema hvað það hafði tekið þá 7 tima að ganga frá henni að Vatnsenda svona á sig komnir. Þeir fengu að hringja í herstjórnina og láta vita af sér en í stöðinni var beint símasamband við eina deild hersins. Á meðan beðið var eftir sjúkrabílnum fengu þeir fyrstu hjálp, hressingu og var hagrætt eins og best varð á kosið. En sjúkrabíllinn kom ekki fyrr en 18.45 og með honum íslenskur lögregluþjónn, Sveinn Stefánsson. Þennan þriðjudag, 6. febrúar 1945, var ég á vakt í útvarpsstöðinni frá kl. 8.00 til dagskrárloka. sem virka daga var kl. 22.10. Veður þennan dag var þung- búið og hiti lítill. Snjóföl var dálitið i Heiðmörkinni svo og líka hér á Vatns- enda. Af viðræðum við björgunarliðið sem hingað kom mátti ráða að ekkert yrði gert til bjargar vélamanninum fyrr en daginn eftir. Klukkan var um sjö, dimm nótt með óvissu veðurútliti í vændum og þungbúið loft þar sem flug- vélin liklega lá. Er leið á kvöldið ræddi ég um það við Einar Pálsson stöðvar stjóra hvort ég gæti ekki fengið frí til að freista þess að finna flakið og hjálpa vélamanninum með þvi að nota slóð Bretanna meðan hún enn væri heil. V^r leyfið auðfengið. Útbjó ég í skyndingu ýmislegt sem ég bjóst við að kæmi mér að notum, s.s. heitan drykk i brúsum, smurt brauð, hjúkrunarvörur, ullarfatn að. flösku undir orðsendingu og WC pappir til síðari nota við að kveikja bál. Ég lagði af stað kl. 21.00 og gekk I slóð flugmannanna sem lengi vel var góð. Seint sóttist i gegnum Heiðmörkina og hraunið þar fyrir austan. Hægviðri var framan af en þegar leið á nóttina fór að snjóa. En gamanið fór að kárna þegar snjókoman jókst með kuli svo dróst í slóðina og hún varð ógleggri. Undir morguninn var orðið mjög blint og slóðin víðast horfin með öllu. Þar kom að ekki varð lengra farið, allt var orðið ein hvita og ég vissi ekki hvert skyldi halda. Ég nam staðar við stóran stein og skrifaði orðsendingu á ensku sem ég stakk í 3ja pela flösku og setti spýtu þar hjá til frekari ábendingar að þarna væri eitthvað að finna. Kveikti svo í WC- pappír til að sóta staðinn og gera hann enn meira áberandi ef ekki snjóaði og skæfi meira. Þarna varð ég að snúa við og reyna að halda minni eigin slóð til baka. Mér gekk vel heim þvi veðurhæð var engin, nánast hægviðri. En það var þreyttur maður sem kom tH stöðv- arinnar eftir nærri 11 stunda göngu yfir ógreiðfært landslag. Seinna frétti ég að stórir hópar Breta sem fóru til leitar hefðu fundið flöskuna og orðsending- una. Hún var aðeins 1 1/2 mílu frá flug- vélarflakinu, þannig að ég var nærri þegarsnúið varvið. Daginn eftir slysið björguðu íslenskir aðilar hinum slasaða manni og komst hann til heilsu. Hina tvo hitti ég síðar i hersjúkrahúsi í Reykjavik og voru þeir þá að verða heilir heilsu. nVikan Z9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.