Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 35
Skop
spurði sá gamli með sigurbros á
vör.
— Þetta var ótrúlega fljótt,
viðurkenndi feiti Hansen, — en
ég þori að veðja að hún getur
ekki haldið þessum hraða. Það
getur COPY-O-FIX hins vegar.
Hún getur tekið hundrað afrit,
tvö hundruð, fimm hundruð án
þess að þreytast.
— Þreytt? Þú skalt ekki
halda að fröken Hólm verði hið
minnsta þreytt. Við skulum
skella okkur í eitt afrit í viðbót
til að sýna þessum náunga að
fyrirtækið þarf ekki á neinum
apparötum að halda, eins og því
sem hann er að flækjast með.
Ertu tilbúin?
Fröken Hólm kinkaði kolli og
Brumbitur gamli forstjóri greip
nýtt bréf úr möppu sinni og las
upp: — Við höfum með þakk-
læti meðtekið hið æruverðuga
plagg yðar, dagsett í gær, ásamt
pöntun á tólf tylftum af prima-
prima handmótuðum, svartlökk-
uðum eplakökupönnusköftum,
með útbúnaði... náðirðu þessu,
fröken Hólm?
Fröken Hólm hafði náð þessu
öllu.
— Fylgstu nú vel með henni
meðan ég les það sem eftir er,
sagði Brumbítur forstjóri með
stolti, — þá geturðu séð vélrit-
unarstúlku sem kann að nota
fingurna. Ertu tilbúin. „Um leið
og við óskum eftir upplýsingum
um það hvort þið viljið fá epla-
kökupönnusköft fyrir hægri eða
vinstri hönd þökkum við yðar
ágætu pöntun og verðum sem
endranær yður til þénustu, með
sérstakri virðingu, danska epla-
kökupönnuskaftsverksmiðjan.”
Forstjórinn þagnaði. Fröken
Hólm hafði þegar rifið blaðið úr
vélinni og lagt afritið fyrir
framan yfirmann sinn.
— Jæja, sagði hann, — viltu
nú viðurkenna að hér í fyrirtæk-
inu sé ekki þörf á ljósritunarvél
meðan við höfum svona kven-
mann, eins og litlu fröken
Hólm? Það er sama hvað þú
telur vélina þína frábæra, hún
siær fröken Hólm ekki út.
Feiti Hansen leit yfir síðasta
afrit fröken Hólm og las fyrstu
línurnar. Þar stóð: Vianrksdp
fiKkmfolæ 1 ,kkæl)æl-!% læo-
öyy dkB9æ4 olljkpokOæÐ? Ko-
pli-Öá. &jjkl,mll,ðoolöÐkkh km-
alilsðiójSæp kæiujjkuillqumppp
kowöáxz9j£ko laðálosu...
Þýð.: aób.
29. tbl. Vlkan 35