Vikan


Vikan - 17.07.1980, Page 51

Vikan - 17.07.1980, Page 51
lesara? Loks sá hún hripað á smámiða á hurðinni að hér væri skrifstofa lófa- lesarans. Hún fór inn og var næstum dottin um þröskuldinn. Þá kom henni allt í einu í hug að hún hefði gleymt að þrífa á sér neglurnar en nú ætti maðurinn að rannsaka hendur hennar! það lá við að hún sneri við af blygðun — en þá mundi hún eftir miðaræksninu á hurðinni og ákvað að halda áfram. Ekki hvarflaði að henni að það sem gerðist næstu klukkustund ætti eftir að gjör- breyta lifi hennar. Mjög öruggur lófalesari bauð henni sæti. Hún tók strax eftir því að föt hans voru snjáð og ekki samkvæmt nýjustu tísku og það hvarflaði að henni að varla hefði hann nein ósköp að gera i þessu starfi. Maðurinn var horaður, eins og hann þarfnaðist góðrar máltiðar, en augun voru einkennileg. Hann tók hendur hennar og skoðaði þær eins og hann væri vísindamaður að skoða eintök í tilraunastofu. En siðan, henni til stórfurðu, byrjaði hann á djúpri skapgerðar-lýsingu. Hún hafði haldið að lófalestur lægi í því að lesa línurnar í lóf- anum. En þó var þessi bláókunnugi maður að lýsa ýmsum skapgerðar- einkennum hennar og starði á handar- bökin á henni! Var hann í rauninni skyggn? Eða sýndu hnúarnir á henni þetta allt? Skapgerðarlýsingin var svo nálægt sannleikanum að hún tók að roðna í framan og líta í kringum sig til þess að leyna vandræðum sinum. Síðari hálftímann sagðist hann ætla að lýsa i einstökum atriðum fortíð hennar og framtíð. Hann talaði um bemsku hennar, benti á feimnina, sem .hafði svo lengi háð henni, baráttu hennar fyrir sjálfstæði og lýsti svo af mikilli nákvæmni eðli og vonbrigðum hjónabands hennar. Þetta var henni vitanlega alveg Ijóst því hún hafði lifað þetta. Það sem hann hins vegar sagði um framtiðina var henni vitanlega óljós- ara þar eð það fjallaði um hið ókomna. Hann lagði sig fram til þess að gera henni Ijóst að hvað sem virtist senni- legast um framtíðina þá væri þaðá valdi hvers manns að breyta þeim atburðum vitandi vits með því að leggja sig fram. Hann sagði henni einnig að línur handarinnar myndu taka breytingum í samræmi við það. En þennan síðari hluta viðtalsins tók Gale að verða vör við nýja tilfinningu. Hún fór að finna til einhvers konár „innri raddar” eða innsæis. Henni þótti þetta vera eins og einhver rödd sem hún fann til aftan í hnakkanum. En þessi rödd sagði við hana sitt af hverju sem hún átti erfitt með að taka hátíðlega. Röddin sagði henni að þessi maður væri göfugmenni og að lokum að hann ætti eftir að verða eiginmaður hennar. Þá varð henni verulega brugðið og hún tók að hugsa að hún væri farin að fá ofskynjanir. En hvernig sem hún reyndi gat hún ekki fengið röddina til að hætta að fullyrða að framtíö hennar væri tengd þessum manni, Andrew Fitzherbert. Hins vegar hafði það engan veginn komið fram í því sem hann sagði umframtið hennar. Lófalesarinn hafði vitanlega ekki hugmynd um þessar innri viðræður Gale við sjálfa sig en þegar þau skildu sagði Gale brosandi við hann: „Kannski hittumst við i Ástralíu einhvern tíma þegar ég verð þar á ferð.” En hann svaraði án þess að brosa með því einu að skrifa niður heimilisfang sitt og bætti við „ef þér kynnuð einhvern tíma að koma til Brisbane”. Síðan rétti hann henni kassettu-hljóðritunina og vísaði henni til dyra. Á leiðinni heim í lestinni var Gale í talsverðri geðshræringu. Þegar heim kom beið hún ekki boðanna en fór strax í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, Doris Knight. En hún var kona veraldarvön, lausbeislaður rithöfundur, fædd i Kaliforníu en hafði búið í Lundúnum frá þvi 1930. Hún hafði verið mjög full af efasemdum í sambandi við þessa dulrænuleit vinkonu sinnar, Gale, en þegar hún heyrði kassettu- hljóðritunina hlustaði hún af mikilli athygli og varð stórhrifin. „Já, en Gale, hann er dásamlegur. Hann er raunverulegur, ekki eins og hinir. -Hlustaðu bara á það sem hann segir um þig. Hann þekkir þig eins vel og ég!” Það hressti Gale að fá þessi hvatningarorð en ekki sagði hún þó vinkonu sinni frá „innri röddinni”. Og amstur daganna á eftir tók brátt að skyggja á reynslu þessa hjá Andrew Fitzherbert og að því kom að hún gat varla munað hvernig hann leit út. En eftir tvær vikur fóru einkennilegir hlutir að gerast. Þegar hún var i lestinni á leið til vinnu sinnar fór henni að finnast sem einhver væri nálægt henni í sætinu — en auðvitað var þar enginn. Og i hvíldum, þegar hún var að vélrita, tók að sækja að henni endurminning af einhverjum sem hún gat þó ekki komið fyrir sig. Þetta virtust vera eins konar áhrif frá heimsókn hennar til lófales- arans. Að lokum komst hún að þeirri niðurstöðu að best væri að losna við þetta með því að skrifa honum. Kalt svar hans myndi áreiðanlega lækna hana af þessari vitleysu. Og hún skrifaði honum. Þegar hún fór að skrifa opnaði hún hug sinn smátt og smátt fyrir honum því henni fannst einhvern veginn að hann myndi hlusta og skilja. Þótt hún biði heilan mánuð eftir svari hafði hún ekki tilfinningu þess að sér væri hafnað, og þann 10. ágúst kom skeyti til hennar. „Bið afsökunar á töfinni. Langt bréf í póstinum. Blessi þig. Andrew.” Nokkrum dögum síðar fékk hún svo 17 blaðsíðna bréf frá honum. Og næstu 12 vikur eyddu þau meira fé i frímerki en mat. Ekki minntist hún þó á spádóma miðlanna Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson tveggja í Lundúnum en það fór um hana þegar hann talaði um að mót þeirra í Lundúnum, þegar hún kom til hans, hefði verið „örlagaríkt”. Og ekki síst þegar hann skrifaði henni að á einu ferðalagi sinu til Indlands hefði götu- spámaður einn sagt honum, 28 ára gömlum piparsveininum: „Hafðu engar áhyggjur, þú verður kvæntur um áramótin. Það er óþarfi fyrir þig að eltast við konuna því hún mun koma á eftir þér.” Þeita endaði með því að Gale skrifaði honum og spurði hvort hún og dóttir hennar mættu koma með flugvél til Bris- bane og hitta hann. Hann sendi svohljóðandi skeyti: „Velkomnar til Brisbane.” Gale var taugaóstyrk á leiðinni því í rauninni mátti segja að þau þekktust ekki þrátt fyrir öll bréfaskiptin. En eins og í ævintýrunum fór þetta allt vel og Gale — og reyndar þau bæði — er löngu hætt að hlæja að spá- dómum miðlanna í Lundúnum, sem virtust svo fjarri sanni, því þeir rættust fyllilega. Þann 26. janúar 1978 voru þau vígð í hjónaband hjá fógetanum i Brisbane og síðan hefur Gale lifað í hamingjusömu hjónabandi í hinni fögru Ástralíu með ágætasta lófalesara í því landi. Lesandi góður! Er þetta ekki einhver furðulegasta ástarsaga sem þú hefur heyrt? Ég man ekki eftir annarri einkennilegri. □ 29. tbl. Vikan SX

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.