Vikan


Vikan - 17.07.1980, Page 12

Vikan - 17.07.1980, Page 12
„Vopnuð bylting getur verið réttmæt þegar um er aö ræða skefja- laust og langvarandi gerræði sem brýtur alvarlega í bága við grundvallar mannréttindi,” sögðu kirkjunnar feður. Og þeir eiga að kenna 850.000 samlönd- um sínum í fimm mánuði. Þessi umfangsmikla herferð hófst 24. mars síðastliðinn með því að öllum skólum var lokað og námsfólkið flutti til þeirra sem eiga að læra að lesa. Það eru 4-5 ólæsir menn um hvern lestrar- kennara, sem þýðir að mikill árangur ætti að nást áður en herferðinni lýkur 15. ágúst í haust. Lestrarkennararnir eiga bæði að aðstoða við ýmis störf og einnig að safna upplýsingum um héraðið — jarðvegs- sýnishornum, heilsufarsupplýsingum og mörgu öðru. Lestrarkennslan má ekki trufla störf alþýðu og fer því fram á kvöldin og um helgar að mestu. — Hvers konar kennsluaðferðir eru notaðar? — Einkum aðferð sem kennd er við Paulo Freire. Hann er Brasilíubúi sem hefur langa reynslu í þessum efnum og hefur sjálfur prófað kenningar sínar í heimalandinu og í nokkrum Afríku- ríkjum. 1 stuttu máli felst kennsluaðferðin i tveim aðalatriðum. Fyrir það fyrsta reyna kennararnir að tengja námið hversdagslegum og félagslegum aðstæðum nemenda sinna. Kennarinn styðst við kennslubók, sem menntamála- ráðuneytið i Níkaragúa hefur látið gera, og fær nemendurna til að ræða um eitt- hvert tiltekið hugtak sem viðkemur hversdagslegu lifi þeirra sjálfra. Með þvi að fá fólkið til að tjá hugmyndir sínar og vonir efnir kennar- inn til umræðu um t.d. jarðabætur þær sem byrjað er að framkvæma í Níkaragúa, hlutskipti kvenna eða hlut- verk verkalýðsfélaga. 1 öðru lagi velja kennararnir tiltekin hugtök sem síðan eru aðskilin í atkvæði. Tökum sem dæmi orðið „lykill”. Það skiptist í atkvæðin lyk og ill. Fyrst búa lestrarnemendurnir til ný orð úr „lyk”, eins og til dæmis lyktar, lykkja og lykja. Sama háttinn hafa þeir á með„ill”. Með þessu móti læra menn að kveða að orðum eftir atkvæðum og þeir læra að lesa orðin eftir skiptingu þeirra i þess konar atkvæði, en ekki eftir einstökum bókstöfum. öll orð, og einnig þau sem mynduð eru úr atkvæðum hinna, eru með þessum hætti sett í samhengi við aðstæður lestrarnemanna sjálfra og náminu þannig gefið augljóst gildi. — Líftð er aö komast i samt lag I Estelí, þráttfyrir það sem yfir borgarbúa hefurdunið? — Já, það má sjá fullt af glaðlegu fólki sitja saman á götukaffihúsunum að loknum vinnudegi. Menn hittast þar og ræða málin yfir bjórglasi og oft má heyra óma alþýðutónlistar i bakgrunn- inum, meðal annarra eru Bee Gees vinsælir í Níkaragúa um þessar mundir. Sumum kemur kannski á óvart að klíeðaburður alþýðu i Níkaragúa er ÓS(köp vestrænn að sjá, gallabuxur og baðmullarskyrtur eru algengastar. En þrátt fyrir óbilandi kjark lands- manna eru mörg og alvarleg vandamál óleyst. Það má nefna atvinnuleysi, barnasjúkdóma og sálræn vandamál þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna. Ég á samt sem áður von á því að bylting sandínista í Níkaragúa muni festa rætur, svo framarlega að erlendir aðilar ráðist ekki gegn henni með brugðnum bröndum. -jás George Black. 12 Vikan 29. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.