Vikan


Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 7

Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 7
1001 nótt ekkert, en áður hann færi 'kom'maður konunnar heim. „Hvað er nú til ráðs að taka?” mælti gjaldkerinn, „hvernig á ég að sleppa burt héðan?” Konunni kom undir eins ráð til hugar. „Bregðu sverði þínu,” mælti hún, „og farðu þarna til dyranna, hótaðu mér og smánaðu mig og hlauptu svo burt, þegar maðurinn minn kemur.” Gjaldkerinn gerði svo; féll maðurinn í stafi, er hann sá gjaldkerann standa með brugðið sverð í herbergi konu sinnar með skömmum og hótunum. En þegar maðurinn kom, þá rigsaði gjaldkerinn burt og lét sem hann væri bálreiður. Varð manninum þá, eins og von var, fyrst fyrir að spyrja konu sína, hverju þetta sætti. „Æ, komdu margblessaður,” svaraði hún, „hér hefði orðið manndráp, ef þú hefðir ekki komið. En nú skal ég segja þér, hvernig á öllu stendur. Ég sat uppi á húsþakinu og var að spinna. En þá veit ég ekki fyrri til en ungur maður kemur flýjandi og nötrar allur af angist, féll hann mér til fóta, kyssti fætur mína og hendur og beiddi mig að veita sér skjól, þvi morðingi væri á hælum sér. Sagði ég honum þá að hlaupa sem fljótast ofan í kjallararúmið; gerði hann svo, og lét ég hlemminn yfir; kom þá rétt á eftir hinn maðurinn með sverðið blikanda. Spurði hann, hvar unglingurinn væri, en ég vildi ekki segja honum það; óð hann þá upp á mig með smánar- og ógnunar- orðum eins og þú sást og heyrðir. En guði sé lof, að þú komst mér til frelsis, því ég var hjálparlaus og alein.” Hældi maðurinn henni þá fyrir tiltækið og sagði, að guð mundi umbuna drengskap hennar. Því næst tók hann upp hlemminn og kallaði á hinn unga mann, sagði að nú mætti hann vera óhræddur og skyldi ekkert verða gert honum til meins. Kom þá friðillinn upp úr fylgsni sínu og var þó mjög hræddur; en maðurinn sem var svona á tálar dreginn, huggaði hann og hughreysti; varð hann þess aldrei siðar áskynja, hversu illa kona hans hafði leikið á hann.” Þegar konungur hafði heyrt sögu þessa, þá sá hann sig um hönd og frestaði líflátinu. En er hann kom til vildarkonu sinnar, þá veitti hún honum þungar átölur og sagði honum, að það mætti ráða af „Sögunni af vesírnum”, hve litt vesírum væri treyst- andi. Með slikum og öðrum fortölum fékk hún konung til að skipa aftur liflát sonar slns. En hinn þriðji vesír gat þó talið honum hughvarf með mótmælum sínum. Beiddi hann konung að hyggja vandlega að öllu áður en hann kvæði upp ályktunardóm sinn. Sagði hann honum: Sagan af veiðimann- inum „Einu sinni var veiðimaður að elta dýr og varð þá fyrir honum hellir. Gekk hann inn í hellinn og fann í honum gryfju fulla af hunangi. Var hann þá eigi lengi að hugsa sig um, heldur fyllti hann undir eins leðurtösku sína með hunangi og fór síðan til borgarinnar með veiði- hundi sínum. Á þeim hundi hafði hann mestu mætur. Fór hann nú I búð kaup- manns nokkurs og bauð honum hunang til sölu. Kvaðst kaupmaður mundu kaupa, en vildi fyrst sjá hunangið og hellti hann því dálitlu úr flöskunni. Féllu þá nokkrir dropar á gólfið og flaug þangað dálitill fugl, sem lokkaðist af hunanginu. Og sem köttur kaupmannsins sá það, þá stökk hann á fuglinn, en hundur veiðimannsins varð ekki seinn til að fljúga á köttinn og beit hann til bana. Varð kaupmaður þá fok- reiður og drap hundinn, en veiðimaður réðst á kaupmann og réð honum bana. Nú er vinir og kunningjar kaupmanns fréttu þetta, þá hófu þeir liðsafnað móti veiðimanninum, en hann átti ekki heima þar I borginni. Veiðimanninum varð aftur gott til liðs hjá vinum sínum og nágrönnum og fóru þá báðir flokkarnir hvor á móti öðrum; voru hvorir tveggja vel vopnaðir og brunnu af hugmóði. Réðust hvorir á aðra og féllu margir af báðum. Veit enginn tölu þeirra nema allsvaldandi drottinn. Allt þetta reis út af einum hunangsdropa, og eins er um kvenvélar; skal ég segja yður eitt dæmið enn, til að sanna orð mín. Draumurinn Frá því er sagt, að maður einn i Bagdad vellríkur missti allan auð sinn og komst i mestu bágindi, svo að hann varð loksins að vinna baki brotnu til að hafa ofan af fyrir sér. Einhverja nótt er hann svaf eftir hita og þunga dagsins, þá þótti honum sem maður kæmi til sín og segði: „Heill þín er í Kairó; far þangað og leita hana upp!” Nú fer hann af stað til Kairó og kom þangað seint að kveldi; svaf hann því um nóttina í musteri einu. Nú stóð hús eitt rétt hjá musterinu, og svo sem fyrir hugað var af drottni, þá komu ræningjar og brutust út úr musterinu inn I húsið. En þeir sem í húsinu bjuggu, urðu þess varir, kölluðu eftir hjálp og lustu upp ópi; kom lögreglustjórinn þegar með varðliðið og lögðu ræningjarnir þá á flótta. Lögreglustjórinn gekk inn í musterið og fann þar manninn frá Bagdad sof- anda. Lét hann þá taka hann fastan og húðstrýkja hann, svo að hann var nærri dauður. Eftir það lét hann setja hann í myrkvastofu. En er þrír dagar voru liðnir, lét hann leiða manninn fyrir sig og spurði hann, hvaðan hann væri. „Ég er frá Bagdad,” svaraði hann. „Og hvert var erindi þitt til Kairó?” spurði lögreglustjórinn. Þá mælti bandinginn: „Mig dreymdi ég sæi mann, og þótti mér hann segja við mig: „Heill þín er I Kairó, far þangað og leita hana upp.” Fór ég þvi hingað og hef ég nú reynt, að húðstrokan var sú eina heill, sem ég hér átti í vændum.” Þá setti óstjórnlegan hlátur að lögreglustjóranum og tók hann þannig til orða: „Ó, mikil er heimskan, mér hefur þrisvar vitrast maður í draumi og þótti mér hann segja: „1 þeim og þeim hluta borgarinnar Bagdad er hús nokkurt, sem er svo og svo útlits. — Aldingarður liggur að húsinu og er neðst í honum gosbrunnur; en undir brunninum eru mikil auðæfi fólgin. Farðu þangað og grafðu þau upp. En ég var ekki það barn, að ég færi að þjóta af stað þangað, og þú, flónið þitt, tókst þér ferð á hendur til að elta einhvern hégóma, sem fyrir þig hafði borið í ringluðum draumórum.” Að svo mæltu fékk lögregiustjórinn honum nokkra peninga og mælti enn- fremur: „Taktu við skildingum jDessum og reyndu svo einhvern veginn að dragnast heim aftur.” Maðurinn fór nú heim aftur til Bagdad. En húsið, sem lögreglustjórinn hafði lýst fyrir honum, var hús sjálfs hans. Og sem hann var kominn heim, þá tók hann reku og pál og gróf undir gos- brunninum og fann þar mikil auðæfi. Með slíkum hætti veitti drottinn manni þessum fé og fullsælu. i o| 9. tbl. Víkan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.