Vikan - 26.02.1981, Side 9
VESTURSLÓÐ
breytilega framboð matvæla úti i bæ og
á sifrjóar hugmyndir matreiðslumanna.
sem ekki vilja staðna.
Vesturslóð er fyrst og fremst grillhús.
sem býður upp á ellefu grillrétti, sex
aðra kjötrétti, fimm fiskrétti, fjóra for-
rétti. fjórar súpur og fimm eftirrétti, þar
af tvo ostrétti. Flest var þetta á troðnum
slóðum.
Rómantiskt andrúmsloft úr franska
vestrinu.
Hrátt hangikjöt
kom á óvart
Hin ánægjulega undantekning var
hrátt hangikjöt, sem boðið var upp á í
forrétt. Það var fallega rautt, mjúkt og
gott. en of salt að þessu sinni, svo sem
veitingamaðurinn benti raunar á og
varaði við, þegar pantaðvar.
Hráa hangikjötið var borið fram með
dósaspergli, hrárri eggjarauðu. gúrku.
tómati. steinselju og salatblaði. Það var
ekki nógu þunnt skorið og náði ekki
þeim gæðum, sem ég hef prófað hjá
Wessman á Sögu.
Eigi að síður var þetta frambærilegur
réttur og skemmtileg tilbreytni frá hvers-
dagslífinu. Með réttri söltun, finum
skurði og ferskri melónusneið í stað
dósaspergils yrði þetta að hreinræktuð-
um herramannsmat.
Aðrir forréttir voru úr ríki hafsins.
graflax, hörpuskelfiskur og humar. Ég
prófaði hörpudiskinn. sem var sæmi-
legur, frystur fremur en niðurlagður.
Hann var borinn fram innan um allt of
mikið meðlæti á stórum og fallegum
hörpudiski.
Humarinn olli mér vonbrigðum.
einkar smávaxinn og bragðlaus. Hann
var borinn fram i bökuðu snittubrauði
með hvítlaukssmjöri. Verst var þó
bragðsterk tartar-eggjasósan, sem hæfði
cngan veginn fíngerðu humarbragði.
hcldurdrap þaðalveg.
Saltbakað snittubrauð
Súpa dagsins reyndist vera sveppasúpa
fastaseðilsins. vel heit og bragðgóð.
Meiri aðdáun vakti þó saltbakað snittu-
brauðið. volgt og gott, borið fram með
smjöri. Það virtist ekki aðeins fylgja
súpum, heldur einnig öðrum forréttum.
Með öllum aðalréttum var borið fram
gott hrásalat, sem einkum byggðist á
hvítkáli, enda komið fram á hávetur.
Gúrku- og tómatbitar sáust þó í bland.
Ofan á var hæfilegt magn af mildri
sinnepssósu. þeirrar ættar, sem kölluðer
..dressing".
Fiskréttaskráin freistaði lítt, þótt þar
mætti sjá skötusel, gellur, rauðsprettu
og lúðu. Allt hlaut þetta að vera úr
frysti. úr því að það var á fastaseðli. Og
allt er 'þetta viðkvæmt fyrir frystingu.
nema kannski skötuselurinn.
Hann reyndist vera sæmilega góður.
með réttu þragði. Hann var djúpsteiktur
í hveitihjúp úr vel gerðu deigi, en allt of
miklu magni af því. Honum fylgdu hrís-
grjón, niðursoðnar mandarínur, banan-
ar, dósa-ananas, bakaður tómatur og
hnetur.
Staðlað meðlæti og sósa
Öllum kjötréttum Vesturslóðar fylgdi
nokkurn veginn sama staðlaða
meðlætið. sæmilega ásjálegt. en of
mikið. Þar var álbökuð kartafla.
bakaður tómatur. hvort tveggja ágætt.
grænar belgbaunir. paprika og sveppir.
allt úr dós og óþarft.
Sýnishornið. sem valið var af grill-
réttaskránni. olli vonbrigðum. Það var
sæmilega rauð kálfalund. of söltuð og of
seig, borin fram með hversdagslegri
bearnaise-eggjasósu, þeirri sem raunar
fylgdi öllum kjötréttunum.
Kjúklingur leit vel út, þegar liann var
borinn á borð. Hann var sæmilega
bragðgóður, en i þurrara lagi. svo sem
lenska er hér. þegar menn passa ekki
klukkuna nógu vel. Bæði kokkaroggest
ir hafa vanið sig á of langan eldunar
tima.
Nautalund Alfredo var réttur dagsins
að þessu sinni. Beðið var um hana litið
steikta. en hún kom miðlungi steikt, svo
sem venja er i Ameríku, þakin óþarfri
skinku. Þar fyrir utan var þetta hinn
frambærilegasti matur, lítillega
ofsaltaður.
Kveðjukoss kúrekans
Hápunktur prófunarinnar fólst i
kryddlegnum lambalærissneiðum. mjög
litið steiktum. meyrum og Ijúfum. ekki
söltuðum um of. Hin undarlega skinka
var enn á ferð. Hún kann að bæta
matreiðsluna. en þarf ekki að fylgja með
á borð.
Svo vikið sé að áhugamálum barn-
anna. þá voru franskar kartöflur góðar.
ekta. ekki brenndar og án steikarolíu-
bragðs. Kinversku pönnukökurnar voru
þunnar og vel steiktar, með bragðsterku
ntauki. Og karrísósan með hrisgrjónun-
um var einnig góð.
Eftirréttir voru lítt frumlegir en
frambærilegir. ísar, pönnukökur. ostar
og djúpsteiktur camembert.
Pönnukökurnar voru næfurþunnar og
finar, fylltar ís. Vanilluísinn var borinn
fram með heitri og ágætri súkkulaði-
sósu.
Hressandi eftirdrykkur var Kveðju-
koss kúrekans. hvitvín hússins blandað
kirsuberjalikjör og kokkteilberi. Hvítvín
hússins mun vera White Bordeaux.
Iciðindavín. Og ekki eru skárri hvítvin
þau. sem seld eru á flöskum.
Rauðvínin eru mun betri. Húsviniðer
sæmilegur Chianti frá Ruffino og hin
eru Trakia og Geisweiler Grand Vin. Þá
rná fá glas af ágætu sérríi, Dry Sack.
fyrir mat og glas af enn betra púrtvini,
Quinta do Noval, Late Bottled Vintage.
eftir mat.
Miðlungsverð og einkunn
góð
Réttur dagsins með súpu kostaði 85
krónur. Á faslaseðli var miðlungsverð á
forréttum 36 krónur, súpum 14 krónur.
fiskréttum 52 krónur, kjötréttum 89
krónur. sæturéttum 18 krónur og ostum
35 krónur. Þetta er birt með verðbólgu-
fyrirvara.
í verði telst mér til, að Vesturslóðsé i
meðaltalsflokki veitingahúsa. það er að
segja i þriðja hæsta verðflokki af fimm.
Slíkt segir kannski meira en tölur um. að
' þriggja rétta veisla með hálfri flösku af
víni á mann og kaffi kosti 159 krónur.
Vesturslóð fær sex í einkunn fyrir
mat. fjóra fyrir vín. átta fyrir þjónustu
og sjö fyrir umhverfi. Ef matar-
einkunnin er margfölduð með fimm.
þjónustu- og umhverfiseinkunnin með
tveimur. koma samtals út 64 af 100
mögulegum.
Það þýðir. að Vesturslóð fær 6.5 í
einkunn, sem má teljast nokkuð gott.
Þar með er Vesturslóð í þriðja gæða
flokki af fimm og eru gæðin i samræmi
við verðið. Tilkoma matstofunnar er
islcnskri veitingamennsku til bóta.
Jónas Kristjánsson
9. tbl. Vikan 9