Vikan


Vikan - 26.02.1981, Side 14

Vikan - 26.02.1981, Side 14
Fermingarfötin glæsilegu v " Jakkinn úr grófu ullar-tweed efni og ífjölbreyttu litaúrvali. Buxurnar með fellingum. Og nú það allra nýjasta, STRETCH-FLANNEL efni í buxur. Það er mjúkt, teygjan- legt og situr vel, auk þess sem það heldur vel brotum. Vestið með prjónuðu baki og í sama lit og buxurnar. Auk þessara glœsilegu fermingarfata höfum við allt sem við á: skyrtur, bindi, sokka og skó. Hjá okkur fcest allt á fermingardrenginn á sama staðnum. neinum sársauka en ég gætti þess vand- lega að stynja við hvert fótmál. „Viltu eitthvað að éta, maður?” spurði Joe og veifaði hendinni í átt til bakka, þar sem voru kaffikanna og sam- lokur. Ég gerði mér skyndilega grein fyrir því að ég var glorsoltinn. Ég gætti þess að vera hægur í hreyfingum þegar ég hellti kaffi i bolla og saup á. „Hvað er klukkan. Joe?" „Það er kvöld." sagði hann. „Pillurn- ar sem foringinn gaf þér rotuðu þig al- veg.” Mér fannst ég vera orðinn styrkari. Kaffið gerði sitt gagn. Ég át brauðið. stóð kengboginn á meðan, en Joe sat á stólnum og lék á munnhörpuna. Mér leið enn betur þegar ég hafði lokið við að borða. „Veistu nokkuð, maður?” sagði Joe og stakk munnhörpunni í vasann. „Þú komst sjálfum þér sannarlega í klandur. Ég sagði foringjanum að þu værir sniðugur náungi og vildir ekki hlusta. Ég sagði þér að þú kæmist i feitt ef þú ynnir fyrir foringjann, rétt eins og ég komst i feitt, en þú vildir ekki hlusta á mig. Þú varðst að gera það sem verst var.” Ég rétti svolítið úr mér og leit á hann. „Ég vara þig enn einu sinni við, Joe,” sagði ég. „Svartur vikapiltur skiptir Klaus engu máli. Þú lendir ekki síður i súpunni en ég.” Hann glotti. „Það segir þú. Komdu. Foringinn bíðureftir þér." 1 því hann greip um handlegg minn og dró mig til dyra opnuðust dyrnar og Benny hrinti Glendu framhjá mér. Hann ýtti henni svo harkalega að hún missti jafnvægið og lenti á fjórum fótum. Ég ætlaði að fara til hennar en Benny varnaði mér þess og rak hnefann i andlit mitt. Mig langaði að berja hann en hafði ekki tima til þess. Ég lét Joe teyma mig eftir ganginum og inn í stofu. Klaus sat við skrifborðið sitt. Joe ýtti mér niður í stól þannig að ég sat gegnt Klaus, svo fór hann frá. „Fínt, Joe." sagði Klaus. „Bíddu frammi." Joe fór fram og lokaði á eftir sér. „Hvernig líður þér. herra Lucas?” spurði Klaus, hallaði sér fram og starði á mig. Ég sat í keng og bar mig illa. „Herra Lucas!” Rödd hans var hvöss. „Vertu ekki með nein látalæti gagnvart mér! Þú bauðst upp á barsmíðar og þú fékkst þær. Gættu þin að fá ekki meira af slíku. Eftir fjóra klukkutima ferðu með menn mína inn í bankann. Er það skilið?” Ég lyfti höfðinu og leit á hann. „Já.” „Það er margt sem þarf að gera. Ég vara þig við einu sinni enn, herra Lucas: 14 VlKan 9, tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.