Vikan


Vikan - 26.02.1981, Qupperneq 16

Vikan - 26.02.1981, Qupperneq 16
Til legskohinar t.d. eftir blæðingar Fæst í næstu lyfjabúð KEMIKALÍA HF. Brautarholti 28 — Sími 21630 o Klaus eftir innbrotið geðjaðist mér vel að hugmyndinni. En ég treysti Harry ámóta vel og skröltormi. Þetta yrði of einfalt fyrir hann. Bang — og Benny væri dauður. Bang — og Joe væri dauður og enn bang — og ég væri dauður. „Já,” sagði ég. „Mér líst vel á þetta.” Hann hallaði sér fram og klappaði á hné mér. „Fínt, góurinn, þá er það ákveðið.” Ég lagði þilnum fyrir utan húsið sem ég bjó í og færði mig svo þannig til i sætinu að ég sá framan í Harry. Birtan af götuljósinu féll beint á andlit hans. „Segðu mér nokkuð, Harry,” sagði ég. „Skiptir það þig engu máli að drepa Joe og Benny? Gætirðu bara skotið þá með köldu blóði?” Hann brosti breitt. „Setjum dæmið svona upp, góur: myndi þér ekki standa hjartanlega á sama um að skjóta Klaus til að ná Glendu?” Ég velti þessu lengi fyrir mér. Ef ég dræpi ekki Klaus myndi hann áreiðan- lega drepa okkur Glendu bæði. Ég var viss um það. „Þú hefur nokkuð til þíns máls,” sagði ég. „Ef ég ætla að fá milljón dollara, hvað ætti ég f>á að hirða um að stúta tveim aulum eins og Joe og Benny? Hver myndi svo sem sakna þeirra?” Ég opnaði bíldyrnar og steig út á gangstéttina. Harry slóst í för með mér og við fórum með lyftunni upp í íbúðina mína. Meðan Harry leit í kringum sig flýtti ég mér að setja saman tækin sem ég þyrfti til að komast inn I bankann. Ég fann plastpoka i eldhúsinu og stakk tækjunum i hann. Ég leit á úrið mitt. Nú var klukkan orðin tíu mínútur yfir eitt. Tíminn var brátt á þrotum. „Allt tilbúið,” sagði ég og setti pokann á borðið. „Ertu meðallt þarna?" „Já.” „Ertu viss? Það má ekkert mistakast bara fyrir það að þú hafir gleymt einhverju.” „Það er allt í stakasta lagi.” „Gott.” Hann gekk að stól og settist. „Hvað segirðu um sjúss?” Ég fór að vínskápnum mínum og tók þaðan viskíflösku og tvö glös. Ég bland- aði tvær veikar blöndur, rétti honum aðra og fór svo og settist hjá honum. Hann lyfti glasi. „Skál fyrir velgengni. Hlustaðu nú á hvað við gerum.” Hann drakk, setti frá sér glasið og hallaði sér fram. „Klaus sagði mér að víkja ekki frá þér. Hann treystir þér ekki en þú skalt ekki hafa áhyggjur af því. Við förum upp í skrif- stofu Mansons meðan Benny og Joe bíða við dyrnar á hvelfingunni. Þú gerir það sem þarf að gera við simann og N lbVlkan 9-tbl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.