Vikan


Vikan - 26.02.1981, Side 37

Vikan - 26.02.1981, Side 37
.1 Súlnasalurinn á Hótel Sögu gerðist óvenju hlýlegur og notalegur á fimmtudagskvöldið 12. febrúar síðastliðinn. Þar komu saman nokkur hundruð tónlistaráhuga manna til að hlýða á úrslit vinsælda kosningar um poppstjörnur siðast liðins árs. Heiðursgestur Stjörnumessunnar var Ragnar Bjarnason, sem kannski má nefna sígildan poppara. Við sjáum hann ásamt konu sinni Helle Bjarnason (mynd 1). Lesendur Dagblaðsins og Vikunn- ar kusu Helgu Möller söngkonu ársins (2). Tónlistarmaður ársins, Gunnar Þórðarson (3), lék nokkur létt lög við söng Björgvins Halldórssonar (4). Stjörnumessugestir söknuðu þeirra sem fóru með yfirburðasigur af hólmi i vinsældakosningunni: Utan- garðsmanna. Einar Örn (5) mætti fyrir hönd þeirra' og tók við 12 verðlaunagripum. Mest selda platan árið 1980 var „Meira salt" áhafnarinnar á Hala- stjörnunni: Maria Baldursdóttir, Rún- ar Júlíusson og Gylfi Ægisson (6) sungu „Stolt siglir fleyið mitt" á Stjörnumessunni. Árni Páll og Magnús Kjartans hönnuðu verðlaunagripinn, en Hendrik Berndsen gerði salinn á Sögu lifandi og afar viðkunnanlegan með blómum. Þeir sjást á mynd 7 ásamt stjórnendum Stjörnu messunnar, Ásgeiri Tómassyni og Ómari Valdimarssyni. Jóhann Helgason, lagahöfundur ársins, vakti sérstaka athygli með tveim nýjum lögum sem hann flutti á messunni (8). Og ekki voru Þursarnir sistir með vinsælasta lag ársins „Jón var kræfur karl og hraustur", sem Þórður Árnason og Tómas Tómasson fluttu (9) ásamt öðrum Þursum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.