Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 62
Ljósmóðumóm
o.fl.
Mér finnst Vikan mjög góð en
samt langar mig að kvarta yfir
einu í 51. tbl. Þar er prjóna-
uppskrift á blaðsíðu 40 og 41
en mér finnst prjónauppskriftin
alls ekki nógu góð. Þar er til
dæmis ekkert útskýrð úrtakan
og þess vegna langar mig,
Póstur góður, að biðja um betri
uppskrift að þessari peysu því
að hún er mjög falleg en það
hætta örugglega margir við að
prjóna hana bara vegna þess
hve uppskriftin er ónákvæm.
Svo eru hér nokkrar spurning-
ar:
1. Hvað þarf maður að vera
gamall til að fara í Ljósmæðra-
skóla Islands?
2. Hvaða menntun þarf maður
að hafa til að komast í hann?
3. Hvað er Ijósmóðurnámið
langt?
Með fyrirfram þökk.
Halla.
P.S. frá Kalla!
Af hverju er Skuggi ekki í
öllum Viku-blöðunum?
Ljótt er ef satt er að
uppskriftirnar okkar séu ekki
nógu ítarlegar. Athugasemd
þinni hefur verið komið á fram-
færi og Pósturinn þykist
sannfærður um að hún verði
tekin til greina.
Hvað spurningar þinar um
Ljósmæðraskólann snertir er
ekki hægt að svara þeim til
hlítar að þessu sinni. Svo
stendur á, að lögin um ljós-
mæðranám eru komin fast aðj
fimmtugu — þau voru sett 1933
og ekki breytt síðan — og þjóð-
félagið allt er orðið talsvert
öðruvísi en þegar þau litu fyrst
dagsins ljós. Því er aðeins hægt
að segja þér hvernig ljósmæðra-
námi hefur verið háttað en ef þú
hugsar þér til dæmis að reyna að
komast að næsta haust skaltu
fylgjast vel með því sem
þingmennirnir eru að gera, því
fyrir liggur að setja ný lög um
ljósmæðranám.
En eins og lögin segja fyrir
um í dag verða þeir sem ætla að
hefja ljósmæðranám að vera
orðnir 20 ára og mega ekki
verða orðnir eldri en 30 ára.
Aldrei hefur verið vikið frá
lágmarkinu en undantekningar
hafa verið gerðar frá hámarks-
reglunni og eru þá umsóknir
metnar hverju sinni.
í öðru lagi segja þessi gömlu
lög að umsækjandi verði að hafa
lokið gagnfræðaprófi eða
sambærilegri menntun og að
þeir umsækjendur, sem meiri
hafi menntunina, gangi fyrir að
öðru jöfnu. í framkvæmd hefur
þetta hin síðari ár verið þannig
að um helmingur nema hverju
sinni hefur verið með stúdents-
próf en hinn helmingurinn með
annað nám sem meta má svipað
stúdentsprófi þótt það heiti
annað. Búast má við að í nýju
lögunum verði gerð krafa um að
umsækjendur hafi lokið
almennu hjúkrunarprófi áður en
þeir hefja ljósmæðranám. En
það er ljóst að samkeppnin er
hörð: Aðeins 12 nemar eru tekn-
ir inn á ári.
Námið tekur tvö ár og er ekki
búist við að það verði lengt með
nýjum lögum.
Og svo er það hann Kalli: Af
tæknilegum ástæðum verður
stöku sinnum að farga einni og
einni myndasögu. Ef þú fylgist
með þeim öllum muntu komast
að raun um að það er ekki bara
Skuggi sem fær frí endrum og
eins.
Pennaiinfar
Anna Regina Björnsdóttir, Hraunbæ 54,
110 Reykjavik, óskar eftir að fá penna-
vini á aldrinum 12-16 ára, bæði stráka
og stelpur. Svarar öllum bréfum.
Kristin Frimannsdóttir, Breiðavaöi, 541
Blönduósi, A-Hún., óskar eftir penna-
vinum á aldrinum 11-12 ára. Sjálf
verður hún 12 ára í sumar. Áhugamál
hennar eru allt milli himins og jarðar.
Svarar öllum bréfum, verið dugleg að
skrifa.
Svava Huld Þóröardóttir, Dalbraut 15,
300 Akranesi, óskar að skrifast á við
stelpur og stráka á aldrinum 10-12 ára.
Ýmisáhugamál.
Andrea Pittracher, Reithmannstr. 20, A-
6020 Innsbruch, Österreich, 18 ára
austurrískur laganemi, dvaldi tvær vikur
á lslandi síðasta sumar og það vakti
með honum mikinn áhuga á landi og
þjóð. Aðaláhugamál hans eru
bókmenntir, tungumál, tónlist,
kvikmyndir og ljósmyndun. Skrifið á
ensku, frönsku eða þýsku.
Eyrún Sigurbjörnsdóttir, Ásbyrgi, 565
Hofsósi, óskar að komast í bréfa-
samband við krakka á aldrinum 14-16
ára. Áhugamál margvisleg.
Jónina Lovísa Kristjánsdóttir, Kirkju-
braut 20, 780 Höfn, Hornafirði, 9 ára,
óskar eftir pennavinum á aldrinum 9-11
ára. Áhugamál margvísleg. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er.
Pálina Harðardóttir, Bogabraut 10, 545
Skagaströnd, óskar eftir að skrifast á við
stelpur og stráka á aldrinum 12-13 ára.
Elin Árnadóttir, Hólabraut 3a, 630
Hrlsey, 9 ára, óskar eftir að eignast
pennavini á aldrinum 8-10 ára.
Áhugamál: dýr, dansar og góðar plötur.
Svarar öllum bréfum, bæði frá strákum
og stelpum.
Engilbert Imsland, Kriuhólum 2, 109
Reykjavik, óskar eftir pennavinum,
bæði stelpum og strákum á aldrinum 13-
16 ára, er sjálfur 14 ára. Áhugamál eru
margvisleg, t.d. tónlist, dans, skiði.
Svarar öllum bréfum.
Karólina Inga Guðlaugsdóttir, Knarr-
arbergi 5, 815 Þorlákshöfn og Jenný
B. Jensdóttir, Klébergi 12, 815
Þorlákshöfn, óskar eftir að skrifast á við
stráka á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál
margvisleg.
Ágústa Bárðardóttir, Reykjabraut 17,
815 Þorlákshöfn og Árný Erla Bjarna-
dóttir, Heinabergi 10, 815 Þorlákshöfn,
eru báðar 13 ára og óska eftir penna-
vinum, stelpum og strákum á aldrinum
13-14 ára. Áhugamál margvísleg. Mynd
fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Hóbnfrfður Þórisdóttir, Miðvangi 10,
220 Hafnarfirði, 14 ára, og Anna
Marfa Hjaltadóttir, Breiðvangi 30, 220
Hafnarfirði, óska eftir pennavinum,
strákum og stelpum 14 ára og eldri.
Áhugamál: skátar, útilegur, bréfaskipti,
sund, badminton, körfubolti og margt
fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Svara öllum bréfum.
Sesselja Anna Ólafsdóttir, Urðarvegi
15, 400 tsafirði, 14 ára, og Kolbrún
Matthiasdóttir, Sundstræti 29, 400 tsa-
firði, 14 ára, óska eftir pennavinum á
aldrinum 13-16 ára. Áhugamál margvís-
leg.
Sfgildar
spurningar og
tvœr til
Kæri Póstur!
Mig langar að spyrja þig
nokkurra spurninga. Hvernig
eiga vog og vog saman, stein-
geit, stelpa, og vog, strákur,
fiskur, stelpa, og bogmaður,
strákur.
Getur þú gefið mér upp
heimilisföng hjá einhverjum
pennavinaklúbbi?
Hvenær halda múhameðs-
trúarmenn jól eða halda þeir
einhver jól?
Hvaða ár er í Nígeríu. Er
það ekki 1500 og eitthvað?
Forvitin EE
í 6, tbl. Vikunnar í ár birtist
skema yfir stjörnumerkin og
hvemig fólk á að passa saman
eftir þeim. Hér með vísar
Pósturinn öllum þeim sem
kunna að vera að velta þessu
fyrir sér á þetta blað. í 5. tbl.
birti Pósturinn og heimilisföng
tveggja alþjóðlegra penna-
vinaklúbba.
Múhameðstrúarmenn halda
ekki jól. Þeir eru ekki kristnir en
eins og þú kannski veist eru jólin
haldin í minningu fæðingar Jesú
Krists. Hins vegar halda
múhameðstrúarmenn aðrar
hátíðir. Níundi mánuður-
inn í ári múhameðstrúar-
manna nefnist Ramadan. Þá
62 Vikan 9. tbl.