Vikan


Vikan - 16.07.1981, Side 16

Vikan - 16.07.1981, Side 16
Helen Sweeney flissaði aðlaðandi. „En eruð þér mús, sir?” spurði hún. „Já, Helen.” „Þá hita ég nýtt kaffi. Þér ættuð að hringja aftur í frú Mason. En ég veit ekki hyað ætti að segja í þetta skipti!” sagði fiún brosandi um leið og hún fór út. Síminn hringdi á borði Masons. „Herbergi 278,” sagði hann ósjálfrátt. „Viltu koma upp núna?” „Já,” svaraði hann og kannaðist við raddhreim forstjórans. Hann hafði verið sendur til Italíu innan sólarhrings síðast þegar ívona kom fyrir. Hann yppti aðeins öxlum og fór með lyftunni upp á loft. Forstjórinn starði út um gluggann þegar Mason kom inn. Mason gekk yfir teppalagt gólfið og að skrifborði hans. Hann leit á framkvæmdastjórann og Fergusson hershöfðingja sem sat i arm- stól við borðið. Silfurbirta jólaljósanna varpaði lit á snæviþakin trén umhverfis húsið. Forstjórinn sneri sér við. Hann gekk að borði sínu og brosti til Masons. Hann var þreytulegur að sjá en augnaráðið sterkt og árvökult. „Ég biðst afsökunar,” sagði hann með sinni traustu og góðu rödd, „á biðinni. Hún er óafsakanleg. Fáðu þér sæti.” Hann benti á stól. Mason varð alltaf jafnundrandi á kurteisi mannsins. Hún var eitthvað svo inngróin og tengd honum. Honum tókst vel að telja fólki trú um að þetta væri eðlilegt, ef svo var ekki. „Við urðum fyrir gagnrýni fyrir einu og hálfu ári,” sagði forstjórinn. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði né hve mikið mark er takandi á gagnrýninni. Mig langar aðeins til að ræða áhrifin og aðferðirnar. Við höfum verið gagn- rýndir fyrr,” sagði hann og brosti við, „en sú gagnrýni var heilbrigð. Skilur þú mig, Mason? Ég á við að heilbrigð bandarísk gagnrýni kemur að gagni en sú sem við urðum fyrir síðast var ógeðs- leg. Slímug. Þar var vegið að okkur á annan hátt en við áttum skilið. Þeir byrjuðu með óhugnanlegri árás fyrir átján mánuðum. Það var engu líkara en þeir drægju göturæsisrotturnar upp á yfirborðið. Svo Ijótar voru aðgerðir þeirra.” Svipbrigði ofurstans sýndu ýmist ógeð, reiði eða andúð. Forstjórinn var mjög hraðmæltur þegar hann skýrði fyrir Mason hvernig Dezinformatsiya-deildin starfaði (þ.e. deild falskra upplýsinga), hvaðan þeir fengju upplýsingar, hvernig þeir rang- færðu staðreyndir og hvernig þeir rægðu U Vlkatt 29- tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.