Vikan


Vikan - 16.07.1981, Page 60

Vikan - 16.07.1981, Page 60
Árangur vetrarins í umdeildum skóla Myndlista- og handíöaskóli íslands hefur verið talsvert i fréttunum á þessu ári. Tilefnið hefur meðal annars verið tilvist nýlistadeildar við skólann og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar eins og gengur. En skólinn heldur áfram og útskrifar á hverju ári fjölda nemenda og fleiri sækja um hann en komast. Til að sjá hvað nemendur í skólanum væru að gera allan veturinn var auðvitað nærtækast að líta á vorsýninguna síðastliðið vor og líta eigin augum afrakstur vetrarins. Og for- vitnir geta séð hvað þar var á ferð í næstu Viku. í næstu Viku kynnir Vikan írland Ef til vill er engin þjóð í heiminum okkur skyldari en írar. Ástæðan er vitanlega léttlyndið í víkingunum sem komu frá Noregi og héldu síðan til íslands með feng sinn. En þó fólkið sé llkt í útliti er írskt menningarlíf og íslenskt ólíkt. Ætli ofurástin á páfanum og Guinnessbjórnum ráði ekki nokkru þar um. En allt um það, írland er gott land að koma til. íslendingar eru þar líka aufúsugestir. Þar er margt skemmtilegt að sjá og gera, spila golf, veiða, sigla eða þá bara ferðast á venjulega mátann. Svo er líka hreint unaðslegt að setjast inn á góða krá þegar líða tekur á daginn (eða kvöldið öllu heldur), fá sér góðan bjór og hlusta á létta og skemmtilega írska tónlist í sínu rétta umhverfi. Sólböð Enn eru tækifæri góð til að fara í sólbað, bæði innan- lands og utan. En það er ekki sama hvernig farið er í sólbað — og í næstu Viku gefum við nokkur hollráð um þessa hátíðlegu athöfn. 60 Vikan 29. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.