Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 40

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 40
DÖGG hefur ávallt einhverjar nýjungar í skreytingum Blómabúðin DÖGG Álfheimum 6 sími 33978 Reykjavfkurveg 60 sími 53848 til þess að vísa mér veginn heim til ykk- ar, elsku pabbi og mamma. Hún hefur opnað augu mín fyrir því hve óendan- lega mikið mér ber að þakka ykkur. Nú er mér orðið fullkomlega ljóst að það hefur enga úrslitaþýðingu hvar og hjá hverjum maður fæðist heldur hvar, hvernig og hjá hverjum hann vex upp. Ég vona að þið fyrirgefið mér barnslega eigingirni mína og forvitni og að ég skuli ekki hafa áttað mig á þessu fyrr en nú.” Það var ný Vanja sem þetta skrifaði. Þarna birtist ekki barnsleg, ólgandi gleði yfir þvi að hafa komið til draumalands- ins heldur fyrst og fremst angurvær grunntónn nýrrar lífssýnar, nýrra lífs- viðhorfa sem hún hafði hlotið á fáum klukkustundum í hópi soltinna vesalinga sem bjuggu við aumustu aðstæður sem hugsast gat. Sorgin og áhrifamáttur þess sem hún hafði séð hafði smám saman opnað augu hennar fyrir öllu því sem hún hafði óverðskuldað hlotið og notið í þessu lífi. Auðmjúk og þakklát fór hún svo að hugsa um aðstæður sínar eins og þær voru nú. Erfiðast var að skrifa þeim um trúlof- unina. Það var tilgangslaust fyrir hana að skrifa að hún væri ástfangin að nýju og hamingjusöm og að Þorbjörn væri gleymdur og grafinn, móðir hennar mundi áreiðanlega geta lesið eitthvað annað milli línanna. Nei, hún varð að reyna að skýra fyrir þeim hvernig ákvörðunina hefði borið að og hvers vegna hún teldi að hún væri rétt. Hún var svo niðursokkin í þessar hugsanir sínar og bréfaskriftir að hún gleymdi sér alveg þangað til allt í einu var drepið þéttingsfast á dyrnar. Það var fyrsti stýrimaður sem kallaði til hennar og bað hana að koma um stund fram á gang. Hann sagði Vönju að vélbátur úr landi væri nýkominn til þeirra og með honum roskinn, gráhærður Frakki sem spurt hefði eftir henni. Vanja fékk strax ákafan hjartslátt. „Þetta er vafalaust Dassac, vinur mömmu minnar og pabba,” sagði hún fljótt viðfyrsta stýrimann. „Hann situr inni i sal og bíður eftir þér,” sagði stýrimaður. „Ég hélt i fyrstu að þetta væri einhver sem ætlaði að hafa tal af skipstjóranum." Eftir örskamma stund gekk Vanja fram ganginn. Hún nam staðar stundar- korn framan við dyrnar en drap síðan á þær og gekk inn. Lítill maður með þunnt, grátt hár og stuttklippt yfirskegg, miklu eldri en hún hafði búist við, stóð snögglega upp og kom brosandi á móti henni. Hann greip um báðar hendur hennar, hélt' henni frá sér stutta stund, horfði hugfanginn á hana og sagði fagnandi: „Og þetta er Vanja! Já, þetta er virkilega hún Vanja!” Því næst dró hann hana að sér og kyssti hana innilega á báðar kinnarn- ar. Vanja fór hjá sér og varð feimin en brosti glaðlega og stundi upp nokkrum kurteisisorðum á frönsku. Dassac hélt áfram að tala og hagaði sér alveg eins og þau væru nákunnug svo að Vanja varð fljótt hugrakkari og urðu þá samræðurn- ar eðlilegar og óþvingaðar. Vanja sagði frá allri ferðinni og Dassac kom með ýmsar áhugaverðar skýringar. Steinar hafði sagt skipstjóranum frá öllu, frá leyndarmáli Vönju, frá Nossí Be og frá trúlofuninni. Hann var sá eini af áhöfninni sem vissi um leyndarmál þeirra. Vanja óskaði að svo yrði að minnsta kosti fyrst um sinn. Nú kom Steinar allt í einu inn og heilsaði Dassac og Vanja kynnti hann sem unnusta.sinn. Því næst sagði Stein- ar að hann skyldi taka að sér morgun- ■ verk hennar svo að hún gæti verið róleg og spjallað við gestinn. Skipstjórinn hafði sagt að þau gætu bæði fengið frí á eftir og að Vanja fengi frí á meðan skipið héldi kyrru fyrir i Nossí Be. Dassac var boðið til morgunverðar og þetta var í fyrsta sinn sem Vanja borðaði sem gestur í salnum. Skipstjórinn var geðþekkur og ræðinn eins og ætíð fyrr og fékk Dassac til að segja frá öllu sem gerðist daginn sem Vanja fannst. Hann taldi þetta óvenjulegan og mjög merki- legan viðburð og eins og Steinar gat hann ekki ‘Skilið hvers vegna Vanja hafði haldið þessu leyndu. Vegna skip- stjórans fór samtalið fram á ensku en 40 Vikan Z9. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.