Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 19

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 19
Danska í sjónvarpi Haustið 1982 hefjast í sjónvarpinu sýningar á kennsluþáttum í dönsku sem unnir eru af Dönum og íslendingum í sameiningu. Þeir tímar aö Danir höfdu ísland í vasanum og ráðskuðust með málefni þess eru nú löngu liðnir. Svo slæmt var ástandið orðið á 18. og 19. öld að sumir bæir voru taldir hálfdanskir og málið sem talað var þar einhvers konar blanda af íslensku og dönsku, málleysa nánast. En rómantíkin og Jónas Hallgrímsson, og allir þeir sem síðar stóðu að endurvakningu sjálfstrausts og virðingar fyrir íslenskum mál- efnum og menningu, áttu eftir að gjörbreyta þessu. Þegar kemur fram á 20. öldina fara áhrif Dana að dvína og á endanum fékkst full- veldi og frelsi. ísland var þar með orðið nafn í alþjóðamálum og þjóðin þurfti ekki að beygja sig undir vilja erlendra konunga. En það er erfitt fyrir litla eyþjóð í Atlantshafinu miðju að halda sínu gegn stærri og ríkari þjóðum. Ekki síst er það erfitt vegna þess að við tölum mál sem engir aðrir skilja. Margt það sem fram fer úti í hinum stóra heimi á því ekki greiöan aðgang inn í þennan litla menningar- heim. íslenskt mál ræður við allt það sem er talað og skrifað á erlendum málum, það er hins vegar ekki fjárhagslega mögulegt að þýða nema brot af því sem er gefið út af bók- mennta- eða vísindaritum erlendis. Við verðum að viðhalda þeirri stefnu sem ríkt hefur í skólamálum um langt skeið að kenna sem flest tungumái og gera okkur þannig hæfari að velja og hafna því sem að okkur er rétt. Líklega standa fáar þjóðir betur að vígi en íslendingar hvað snertir tungumála- kunnáttu. Þar má ekki slaka á enda dregur hún síður en svo úr tilfinningu fyrir móðurmálinu, þvert á móti. Danskan er lykðll Hér á landi hefur ordiö nokkur umræða um hvort eðlilegt sé að kenna dönsku frekar en eitthvert annað Norðurlandantál. Sú untræða sýnist fyllilega eðlileg og samkvæmt gildandi fræðslulögum er leyfilegt að velja á nrilli þeirra. í reynd Ireldur danskan þó velli sem að líkindum stafar bæði af sögu- legum ástæðum. sambandinu við Dani fyrr á tímum. svo og mállcgum. Sænskur eða norskur framburður er óneitanlega nær islenskum en danskur en það segir ekki alla söguna. Margir telja aðekki skipti í rauninni máli þó við berum danskt mál fram sem islenskt. „kartöflu-r" laust og allt. l>að sé einmitt ástæðan fyrir þvi hversu vel Skandi- navíuþjóðirnar skilji okkur, þessi sér- staka danska verði þvi eins og lykill að frændþjóðum okkar á Norður löndununr. Svo má líka benda á þann gífurlega áhuga sem hér á landi er á lestri danskra blaða. Það sem ekki selst af þeim I Danmörku endar uppi á íslandi og hér drekkur fólk i sig efni þeirra Irvað svosem þaðer. Árið 1980 komst á fjárlög fjárveiting til gerðar sjónvarps- og útvarpsþátta unr dönskukennslu. Þar ér hún undir liðnunr fullorðinsfræðsla sem gefur ótvirætt til kynna hvernig þæltirnir eiga að verða. Á undanförnum árum hefur tilfinnan lega vantað nýtt efni til kennslu á fram- haldsskólastigi svo og lil l'ullorðins fræðslunnar. Sérstaklega hefur fólk haft litla aðstöðu til að læra talað mál. Úr þessu eiga þættirnir nýju að bæta. Hugmyndirnar eru íslenskar Eins og við má búast er gerð svona kennsluþátta dýrt og viðamikið verk- efni. íslenska rikið mun þó aðeins standa undir kostnaði að 1/7 á móti danska ríkinu. Hugmyndin er islensk en sant starfshópur þriggja íslendinga og þriggja Dana hefur unnið að gerð kennsluefnis- ins. Auk 10 sjónvarpsþátta og 20 úl- varpsþátta verður gefin út kennslubók. Það er þvi gífurleg vinna sem kemur til meðaðliggjaaðbaki þegar sýningþátt anna hefst haustið 1982. Allt er unnið frá grunni og kemur væntanlega til nteð að verða talsvert frábrugðið hinum gömlu kennslubókum sem sumar hverjar voru litt sirennandi. Það verður góð lilbreyting að fá nýtt og ferskt efni sem jafnfrantt verður framreitt á nútímalegan hátt. Eftir að sýningu i sjónvarpi lýkur verður til dæmis hægt að fá þættina á myndbandi en sú kennslutækni ryður sér nú mjög til rúms I skólum. Tveir íslenskir leikarar Sjónvarpsþættirnir sem teknir verða upp í sumar verða algjörlega á vegum danskra aðila. Aragrúi leikara mun koma fram í þeini og herskari tækni- manna verður þar einnig að verki. Flestir leikaranna eru danskir sem eðli- legt er en i tveim stórum hlutverkum eru Íslendingar. Annað þeirra er titilhlut- verkið, með það fer ein af okkar ágætu ungu leikkonum. 29. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.