Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 35

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 35
einmitt hérna káluðu þeir óvinum sínum þegar þeir þurftu að losa sig við þá. Daginn út og daginn inn var loft hér mettað af viskífnyk og vindlastybbu svo að ekki sást út úr augum. En núna, herra minn, hangir maður bak við barborðið frá morgni til kvölds og afgreiðir kók eða Seven up til túrista sem líta hér inn. Nei, villta vestrið er alveg búið að vera. . . Mike komst ekki lengra. Dyrunum var hrundið upp og skítugur, útjaskaður, langur sláni ruddist inn, reif sexhleypu með perluskreyttu skefti upp úr byssubeltinu og grenjaði: — Upp með hendur, Mike! Mike lyfti höndum upp fyrir höfuð. Hann ljómaði upp eitt andartak. Loksins gerðist eitthvað í þessari þrautfúlu holu, Riddle Rock! — Og þú líka, herra! Sláninn vatt sér að mér og ég flýtti mér að hlýða. — Og komdu svo með skildingana, Mike, sagði sá langi miskunnarlausum rómi. — Skildingana! sagði Mike hikandi til að vinna tíma meðan hann reyndi að fikra sig varlega í átt að símanum á veggnum. — Ég á ekki sent! Ekki eitt einasta, skitið sent! Sláninn otaði sexhleypunni óþolinmóður að Mike og benti honum að halda sér frá simanum. — Ég gef þér þrjátíu sekúndur til að koma með aurana, Mike! Eftir þrjátíu sekúndur ertu dauður maður ef þú hlýðir ekki, Mike! Til að sýna að hann meinti það sem hann sagði sendi sláninn nokkrar sendingar í hillurnar á barnum, þar sem allar Seven up flöskurnar stóðu í röðum. Síðan ýtti hann barða- stóra hattinum sinum svolítið aftur á hnakkann með byssu- kjaftinum og hélt áfram með ískaldri ró: — Jæja, hvernig gengur, Mike? Mike seildist í ræfilslegt veski undir barborðinu. — Ég á víst nokkra dollara hérna, sagði hann og röddin skalf ofurlítið. Hann reyndi með fálmkenndum hreyfingum að opna veskið. — Sendu það hingað, Mike, — og flýttu þér! Ef þú hefur áhuga á að lifa þangað til sólin hnígur til viðar bak við Walnut Hills í kvöld. Mike sendi ræfilslega veskið yfir borðið til slánans og hann fann fimm eða sex seðlabunka i því, tók þrjá en lét hina aftur í veskið. Siðan snerist hann á hæli á háhæluðu, svörtu stig- vélunum sinum og fór. Augna- blik var dauðaþögn á barnum en svo gat ég ekki stillt mig um að segja: — Hann tók ekki nema 300 dollara. Af hverju leyfði hann þér að halda afganginum? — Hann átti ekki að fá nema 300 dollara, það er þess vegna! hvæsti Mike og lét veskið á sinn stað. — Já, en hver var þetta þá? — Hver? Þetta var sjálfur Stephen James, Arizona- Steven eins og við köllum hann. Eini eftirlifandi afkomandi Jessie James . . . eini ljósi punkturinn í Riddle Rock. Hann er með smálög- fræðiskrifstofu og sérhæfir sig í árangursríkum innheimtuað- gerðum! Ég var nefnilega farinn að skulda húsaleigu, þú skilur! \ m 29. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.