Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 24

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 24
Sakamál Næstum fullkomið draumahús Það sem Willie Guldensuppe vildi fékk Willie Guldensuppe. Hann var mikill flautaþyrill og var vanur að ráða öllu í kringum sig. Hann hikaði ekki við að beita valdi ef þess þurfti. Og nú vildi Willie Ágústu Nack. Hann vildi hana frá því augnabliki sem hann flutti í húsið hennar sem kostgangari og hann var fljótur að koma málum þannig fyrir að eiginmaðurinn, hr. Nack, flutti að heiman, stórhneykslaður. Það var einmitt alveg prýðilegt að dómi Willies. Ágústu þótti það einnig alveg prýðilegt því hún var mjög leiðitöm. Það eina sem var að var að hún var aldrei lengi í faumi hverju sinni. Svo vildi til að annar kostgangari, Martin Thorne, stal senunni fljótlega. Willie brást á sinn venjulega hátt við samkeppninni. Hann lúbarði Thorne og fleygði honum út úr húsinu. Dag nokkurn, þegar Willie kom heim úr vinnunni, fann hann Ágústu sína aleina með Thorne. Hann lúbarði Thome enn á ný og fleygði honum út i annaðsinn. Hranalegt ofbeldi ber þó aðeins takmarkaðan árangur. Ágústa hafði verulegan áhuga á Thorne og þau fóru að brugga sin ráð á laun til að tryggja sér öruggari stefnumót. Þau komust að lokum að þeirri niðurstöðu að öruggasta leiðin væri hreinlega að losa sig við Willie. Og Willie lagði þeim aðstöðuna beint í hendur. Hann sagði Ágústu dag nokkurn að hann hefði látið byggja handa henni dásamlegan sumarbústað — og það hafði hann reyndar gert til að reyna að vinna hylli hennar á ný. Þetta var sannkallað draumahús og handa henni einni. „Það er ekki alveg tilbúið,” sagði hann, „en við skulum samt skreppa og lita á það um helgina. Ég held að það verði nú til þess að þú skiptir um skoðun á mér.” Ágústa hugsaði málið. Það gerði Martin Thorne einnig. Ágústa sagði Willie að hún kæmi með honum að líta á húsið með mestu gleði. Þegar Ágústa og Willie komu I húsið, sem búið var að búa húsgögnum að hluta, varð það fyrsta verk Willies að fara að fatahenginu með yfirhafnir þeirra. Hann opnaði skápinn og var skotinn — til bana. Martin Thorne hafði verið inni í skápnum vopnaður byssu. Gífurlegar sprengingar 18. október 1935 heimsótti Arthur Price Roberts lögregluna í Milwaukee og varaði við sprengjuherferð hryðju- verkamanna sem væri að hefjast í borginni. „Ég sé að tveir bankar springa í loft upp og ef til vill ráðhúsið líka. Lögreglustöðvar á líka að sprengja í loft upp.” Lögreglan í Milwaukee hundsaði ekki aðvaranir Roberts. Hann hafði orð á sér fyrir sálræna hæfileika og hafði átt þátt i að leysa glæpamál allt frá aldamótum. Lögregl- an mannaði bíla sína. 26. október voru bæjarskrifstofurnar i nágrannabænum Horewood sprengdar í loft upp með dínamittúpum og tvö börn fórust en fjöldi manns slasaðist. Daginn eftir voru sprengingar í tveim bönkum i Milwaukee. Seinna sama dag sprungu sprengjur í tveimur lögreglustöðvum. Lögreglan spurði Roberts hvar næsta sprenging yrði og hann sagði að stór sprenging yrði sunnan við Menominee- ána „og það verður sú seinasta”. Lögreglunni létti að heyra að þetta yrði seinasta sprengingin en hún var einnig ákveðin i að koma í veg fyrir hana. Lög- reglan leitaði um allt Menomineehverfið en fann ekkert nógu fljótt. Sunnudaginn 4. nóvember, um miðjan dag, varð gifurleg sprenging i hverfinu og heyrðist hún í átta mílna fjarlægð. Hún reyndist eiga upptök sín í auðum bílskúr. Likamsleifar manna fundust á víð og dreif i grenndinni. Voru það fleiri fórnarlömb eða voru það þessir brjáluðu sprengjuvargar? Með þolinmæði og vísindalegri nákvæmni tókst lögreglunni að svara þessum spumingum. Mennirnir tveir, sem fundust i tætlum, voru Hugh Rutkowski, 21 árs að aldri, og Paul Chovonee, nítján ára. Þeir höfðu verið að útbúa sjöttu sprengjuna þegar tuttugu og fimm kíló af dinamíti sprungu allt i einu, af einhverjum óskiljanlegum orsökum. Hvert einasta smáatriði í spá Roberts, sem birt var i fréttablaðinu í Milwaukee 6. nóvember 1935. hafði reynst rétt. I B nær fyrr en hann fann að rauðleit brák var á tjörn í grenndinni, þar sem endurnar hans syntu. Þetta var einmitt tjörn rétt i grennd við staðinn þar sem maður frá New York hafði nýlega byggt sérsumarbústað. Bóndinn kallaði á lögregluna og eftir þeim visbendingum sem fylgdu i kjölfar uppgötvunarinnar við tjörnina bárust böndin að Ágústu og Thome. Það uppgötvaðist að eigandinn hafði verið Willie Guldensuppe og þ^r með var ljótum leik þeirra Ágústu og Thorne lokið. Willie hafði sagt Ágústu að drauma- húsið væri næstum fullgert, en ekki alveg, og það var einmitt pipulögnin sem ekki var fullgerð. Það var allt i lagi með vatnslögnina en frárennslið var hins vegar enn í ólagi og þess vegna rann beint i tjörnina úr baðinu. Þannig lá slóð glæpafólksins beina leið þangað.,Og þar með var leið þeirra hjúa greið, Thorne lenti i rafmagnsstólnum og Ágústa i margra ára fangelsi. Hann hafði reyndar á sér búrhníf, eitur og reipi að auki, svona til öryggis. Þess gerðist ekki þörf. Willie var dauður. Thorne og Ágústa komu likinu fyrir i baðkerinu. Loksins voru þau laus við Willie. Nú höfðu þau allt það svigrúm og frelsi sem hugsast gat. Það eina sem þau þurftu að gera var að búta niður líkið og losa sig svo við einn hluta í einu, þá kæmist enginn að þvi hvað hefði orðið um Willie Guldensuppe. Þegar fyrsti hluti likamsleifa Willies var veiddur upp úr East River, 28. júni 1897, fannst hvorki tangur né tetur á honum sem bent gæti til þess hvert fómarlambið væri. Thorne og Ágústa þóttust örugg svo lengi sem ekkert benti til þess að hér væri um Willie Gulden- suppe að ræða. Þetta virtist fullkomlega örugg áætlun og hefði ef til vill verið það ef bóndi nokkur hefði ekki farið að velta því fyrir sér hvers vegna endurnar hans væru svona undarlega rauðar. Hann var engu Z4 Vikan Z9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.