Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 62
Tvíburar í
klfpu
Kæri Póstur.
Við erum hér tvíburar t
vandræðum. Við erum báðar
hrifnar af strákum sem eru
yngri en við (samt ekki báðar
af sama strák) og hvorugur
þeirra lætur hrifningu í Ijós.
Annar er með stelpu en hinn
hugsar ekkert um stelpur.
Hvað eigum við að gera? Þú
hlýtur að sjá að þetta er alveg
eymdarástand. Og við erum allt
of gamlar til að vera ekki með
strákum. Þeir koma aldrei á
diskótek og aldrei í partí. Við
erum alltaf að reyna að passa
heima hjá þeim en þá fara þeir
bara út. Hvað eigum við að
gera? Við höfum ekki farið á
túr í tvo mánuði. Erum við
kannski óléttar? Samt
minnumst við þess ekki að hafa
verið með strákum, nema
kannski þegar við vorum fullar
á balli um daginn. Einu sinni
enn: Hvað eigum við að gera?
Við erum eins að öllu leyti
nema að önnur okkar er með
miklu stærri brjóst en hin. Af
hverju er það svoleiðis? Hvað
er besta getnaðarvörnin? Hvað
heldurðu að við séum gamlar?
Við höfum oft skrifað þér áður
en aldrei fengið svar svo við
vonumst eftir svari.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni.
Tvær í klípu.
Ef þetta bréf er skrifað í fullri
alvöru, og það hefur Pósturínn
enga sérstaka ástæðu til að
rengja, þá eruð þið sannarlega í
klípu. Best að snúa sér að aðal-
atriðinu fyrst. Ef þið eruð ekki
enn byrjaðar á túr er ekki seinna
vænna að láta athuga málið. Þið
ættuð að leita til læknis hið snar-
asta, það má ekki dragast. Og í
leiðinni skuluð þið spyrja hann
sömu spurningar og Póstinn,
hvað er besta getnaðarvörnin.
Það er að segja fyrir utan að
sofa ekki hjá strákum og Póst-
inum finnst það vera heldur
ótryggt í ykkar tilfelli. Svo er
nefnilega mál með vexti að ekki
henta öllum sömu getnaðar-
varnir og læknar eru allra
manna bestir til að fræða ykkur
um þessi mál, eða hjúkrunarfólk
ef þið eruð ragar við lækna.
Læknar verða hvort eð er að
skrifa lyfseðil fyrir pillunni,
lykkjunni, hettunni og hvað
þetta allt heitir, því varla getið
þið gengið með smokka handa
strákunum á ykkur. Þeir eru eina
getnaðarvörnin sem hægt er að
fá án lyfseðils. í öðru lagi þurfið
þið ekkert að undrast að Póstur-
inn hafi ekki svarað ykkur því
þið skrifið ekki nöfnin ykkar
undir bréfið. Það er regla Pósts-
ins að svara ekki nafnlausum
bréfum — ykkur þætti víst
ókurteisi ef ykkur væru skrifuð
nafnlaus bréf. Helga (rusla-
fata) elskar nafnlaus bréf hins
vegar. Eins og þið hafið
sannreynt gerir Pósturinn sjald-
an undantekningu á þessari
reglu og fyrri bréf hljóta að hafa
lent hjá Helgu, ef þau hafa verið
nafnlaus líka. Póstinum sýnist
þið ekkert vera of ungar til að
vera ekki með strákum, eftir
skriftinni að dæma og þess
vegna er ekkert hægt að lesa úr
henni. Hún er óþroskuð og efni
bréfsins bendir til að þið eigið
eftir að þroskast töluvert.
Munur á tvíburum, sem eru að
mestu leyti alveg eins, getur
einmitt oft verið eins og þið talið
um og það er nokkuð sem þið
ættuð ekki að gera ykkur rellu
út af.
Og þá eru það strákamálin,
sem sjálfsagt eru efst á blaði hjá
ykkur þrátt fyrir ýmislegt annað
alvarlegt. Póstinum finnst þið
þegar hafa verið mjög duglegar
að reyna að komast í samband
við þá og varla meira hægt að
gera í bili. Hins vegar lýsir
Pósturinn ánægju sinni með að
þið virðist ekki af þeirri
manngerð sem deyr ráðalaus.
Reynið bara að halda áfram að
komast í samband við þá og
reynið að skilja hvað það gæti
verið sem þeir eru óhressir út af.
Er það almennt áhugaleysi? Eruð
þið kannski of mikið fyrir að
djamma fyrir þeirra smekk (þeir
sækja ekki diskótek — þið gerið
það og drekkið, það gæti skýrt
eitthvað) og hafið þið áhuga á
að koma til móts við þeirra
smekk? En blessaðar látið þið
þennan sem er á föstu vera
þangað til hann losnar. Það
kemur sjálfsagt að því ef hann er
yngri en þið. Aldur skiptir engu
sérstöku máli, heldur þroski
fólks, og þið verðið að reyna að
meta hvort ykkur finnst þið eiga
samleið eða ekki. Gangi ykkur
vel og drífið ykkur til læknis og
notið kjarkinn, sem virðist vera
til í ykkur, skynsamlega.
Um pening eða
svoleiðis
Kæri Póstur!
Þetta er annað bréfið sem ég
sendi þér en þú varst svo frá-
62 Vikan 29. tbl.