Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 23
Popp
Þvi veröur ekki á móti mælt að Mark
Knopfler er höfuðpaurinn. Hann er
gitarleikari, söngvari og lagasmiður.
Auk þess leikur hann ætið á rauðan
gitar sem hefur úrslitaþýðingu fyrir
sándið. o
Dire Straits eru án efa ein virtasta rokk-hljómsveit heims um þessar mundir.
Withers en hann var sá eini sem hafði
unnið eitthvað að ráði við spila
mennsku. Og hljómsveitin varð til.
Mark spilaði á sóló-gítar, David á
rythma-gitar, John á bassa og Pick á
trommur. Tónlist þeirra barst til eyrna
fólki sem hafði sambönd og upptaka af
Sultans of Swing var spiluð í Radio
London og féll áheyrendum vel I geð.
Aðdáendur Dire Straits eru aðallega
úr hópi þeirra mörgu sem voru orðnir
dauðleiðir á verksmiðjuframleiddri
diskó- og danstónlist en kunnu ef til vill
ekki að meta hrátt og óheflað pönk.
Tónlist Dire Straits er einstaklega
vönduð og hljómsveitin mjög samstillt.
. Ekki er þó hægt að bera á móti þvi
að Mark Knopfler er höfuðpaurinn í
bandinu. Gítarleikur hans er mjög sér-
stæður og örlitið hrjúf röddin minnir á
Bob Dylan. Mark er einnig aðallaga-
smiður hljómsveitarinnar og textar hans
Bassaleikarinn John lllsley sér um
öll fjármál hljómsveitarinnar og það
er hreint ekki svo litil vinna. Illsley er
viðskiptavitið i blóð borið. Áður en
hann hóf að kroppa bassann með
Dire Straits rak hann litla hljóm-
plötuverslun i London.
Pick Withers heitir sá sem ber
bumbur. Hann var sá eini þeirra
félaga sem hafði einhverja reynslu
af atvinnumennsku í hljóðfæraleik
áður en þeir hófu að leika saman.
eru vel unnir og efnismiklir. Margir
hverjir segja þeir sögu úr daglegu lífi
þeirra félaga í London. Sultans of Swing
er sjálfsagt eitt þekktasta lagið þeirra og
textinn um lítt þekktan jass-klúbb í
suðurhluta London. Wild West End
Ijallar sömuleiðis um lífið í West End i
London.
Önnur plata hljómsveitarinnar,
Communique, kom á markað sumarið
'79 og tryggði hljómsveitinni enn stærri
hlustendahóp. Hljómsveitin fór i langa
hljómleikaferð um heiminn þveran og
endilangan, frá Norðurlöndum til
Japan.
Félögunum fannst eiginlega nóg um
vinsældirnar og allan hamaganginn sem
þeim fylgdi. Það var sifellt þrýst á þá að
koma með ný og ný lög og plötur en þeir
fóru sér aðengu óðslega. Mark Knopfler
gaf sér tima til að spila á plötu Bob
Dylans, Slow Train Coming. Að því
búnu fóru þeir að huga að nýrri plötu.
Hinn Knopfler bróðirinn, David,
hafði yfirgefið hljómsveitina í friði og
spekt til þess að leita eigin leiða. Mark er
ákaflega ráðandi innan hljómsveitar-
innar og það bitnaði aðallega á bróður
hans því stundum var eins og Mark væri
ekki aðeins bróðir Davids heldur ntiklu
frekar faðir hans.
Eftir að David hafði yfirgefið þá var
hljómsveitin tríó. Þeir fengu til liðs við
sig hljómborðsleikarann Roy Bittan úr
(Bruce) Springsteen’s E Street Batid til
upptöku á nýju plötunni sem hlaut
nafnið Making Movies.
Hljómborðsleikur Bittan gefur tónlist
Dire Straits nokkuð annað yfirbragð.
Gitarleikur Marks verður ekki eins áber-
andi en á móti kemur fyllra og betra
samspil þeirra allra. Stjórnandi upptöku
var Jimmy lovine sem hefur unnið með
mörgum góðum mönnum svo sem Bruce
Springsteen, Meatloaf, Patti Smith, Tom
Petty og fleirum og þykir aldeilis frábær.
Eftir að Making Movies kom út fóru
félagarnir i aðra heimsreisu og fengu
gitarleikarann Hal Lindes og hljóm-
borðsleikarann Alan Clark til að leika
meðá hljómleikum.
Tuttugu og fimm mínútna löng
kvikmynd hefur verið gerð eftir Making
Movies. Myndin er byggð á hlið eitt og
er myndræn lýsing á efni plötunnar,
gerð af Bretanum Lester Bookbinder i
fullu samráði við hljómsveitarmenn.
Hljómsveitin Dire Straits hefur
sérstöðu meðal annarra rokkhljómsveita
nútímans. Þeir eru ekki mikið áberandi í
popp-pressunni og gera fátt af sér sem
valdið getur umtali og æsiskrifum. l^eir
eru fyrst og fremst fágaðir og hressilegir
lónlistarmenn. Tónlistin er fersk og ný
en samt undir sterkum áhrifum frá
tónlist síðasta áratugar. Væntanlega
hafa þeir ekki sagt sitt síðasta orð og eiga
enn eftir að láta til sín taka.
\S
29. tbl. Vikan 23