Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 36

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 36
Eftir Frid Ingulstad Teikningar: Inge Drachmann Þýðandi: Sigurður'Gunnarsson 11. hluti STÚLKAN FRÁ MADAGASKAR SÖGUÞRÁÐUR TIL ÞESSA: Norsk hjón, Ellen ogÁki Vasstad, fmna ungharn sem borið hefur verið út og falið niðri á ströndinni í nánd við Nossí Be á Madagaskar. Þau taka barnið að sér og Vanja vex upp i út- jaðri Osióborgar. Hún á hamingjusama æsku. Besti leikfélagi hennar og vinur er Þorbjörn Staverud. Þau eru óaðskiljanleg í mörg ár en hrökkva hvort frá öðru á kynþroskaskeiðinu. Vanja er skotin i Þorbirni og óhamingjusöm ást hennar til hans og kynþáttafordómar valda því að hún verður einræn og feimin. Draumur hennar er sá að fara einhvern tíma til Madagaskar og komast þar að sann- leikanum um hana sjálfa. Þegar Vanja er 19 ára gömul ftnna þau hvort annað að nýju, hún og Þorbjörn, verða mjög ástfangin og bindast tryggðum. Þetta sama haust fer Þorbjörn að heiman til að gegna herþjónustu og dag einn fréttir Vanja að Þorbjörn sé tekinn saman við aðra stúlku. Vanja tekur það mjög nœrri sér og ræður sig skyndilega sem þernu á ms. Katarínu I þeim tilgangi að komast með henni til Madagaskar. Henni fellur vel vistin um borð og kemst þar I góðan kunnings- skap við brytann, Steinar Gundersen. Hann verður ástfanginn af henni en Vanja hugsar enn um Þorbjörn. Hún biður Steinar að vera þolinmóðan því að hugsanlegt sé að hún geti gleymt seinna. Frá uppruna stnum segir hún engum á skipinu. Bréf sem Vanja fœr frá vinkonu sinni, Höllu, veldur því að hún sannfœrist enn betur um að Þor- björn yftrgaf hana vegna þess hver hún var og hún fer að hugsa um það í alvöru að giftast Steinari. Katarína hefur nú komið við I nokkrum hafnar- borgum í Austur-Afríku og er loksins komin til Madagaskar. Hinn mikli og langþráði draumur hennar er að rœtast. Eftir alllanga stund, þegar fara þurfti upp töluverða brekku, stakk Steinar upp á að þau færu úr vagninum og gengju síðasta spölinn. Þau gengu síðan um nokkrar þröngar götur en að skömmum tíma liðnum voru þau komin að þvotta- húsinu. Húsið var gamalt og hrörlegt en engu að síður miklu skárra en flest önnur í þessu hverfi eftir því sem Steinar sagði. Það var kæfandi heitt þar inni svo1 að Vanja átti mjög erfitt með að þola það. Steinar náði tali af eiganda þvotta- hússins. Þeir ræddu lengi saman og virtist Vönju að samtali þeirra mundi aldrei ætla að ljúka. Að lokum var þolin- mæði hennar þrotin og sagði hún við Steinar að hún ætlaði út og mundi bíða þar eftir honum. Hún stóð um stund kyrr utan við dyrnar og leit í kringum sig. Þvottahúsið var í útjaðri byggðarinnar og virtist vera síðasta sómasamlega húsið. Og þegar hún leit niður eftir, í andstæða átt við bæinn, sá hún marga litla kofa úr báru- járni. Henni datt fyrst i hug að þetta væru kofar sem krakkar hefðu byggt að gamni sínu til að leika sér í. Þetta vakti forvitni hennar svo að hún gekk niður eftir í áttina til leikfanga- bæjarins. Eftir því sem hún kom nær vaknaði hjá henni óljós grunur um að líklega væri þetta eitthvað annað en henni datt fyrst í hug. Sá grunur varð fljótt staðfestur þegar hræðilegur óþefur af alls konar rusli og sorpi barst á móti henni og óx með hverju skrefi sem hún færðist nær. Þegar hún kom að fyrsta kofanum sá hún að hann var gerður úr ryðguðu bárujárni, á tveggja fermetra grunnfleti og of lágur til þess að fullorð- inn maður gæti staðið þar uppréttur. Eins og í leiðslu hélt hún áfram göngu sinni niður eftir, inn á milli þessara furðulegu kofa. Því lengra sem hún kom urðu þeir fleiri og fleiri, stóðu þéttar og voru minni og miklu lélegri en sá fyrsti sem hún athugaði. Sumir voru gerðir úr ryðguðum niðursuðudósum sem flattar höfðu verið út og negldar saman á hornunum. Öðru hverju stungu hænsni, endur og geitur hausum sínum út um göt á þessum furðulegu kofum, ásamt svörtum barnakollum og skorpnum andlitum örvasa gamalmenna. Loftið var mettað óþef frá mönnum og dýrum og ótölulegur flugnagrúi sveimaði í svörtum breiðum yfir allri þessari eymd. Krypplingur nokkur, hálfnakin kona með bæklaða fætur og aðeins annan áljfe 36 Vikan 29- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.