Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 44

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 44
am Main klukkan 11.45, en þá var klukkan þar tveimur tímum fljótari, svo að við höfðum tapað þeim stundum. eða rétlara sagl lagt þær til hliðar um hálfs- mánaðarskeið. Eftir nokkurt flugvallar stapp eins og gerjst og gengur var stigið upp I þrjá stóra bíla. sannkallaða lang- ferðabila. sern komnir voru alla leið Irá Austurríki til að sækja okkur og sinna allri flutningaþorf okkar á landi. Bílstjór- arnir urðu okkur hinir viðkynningar- bestu: Jósef, þeirra elstur, dökkur á litar- aft, móeygður, byrjaður að fella hár í hvirfli, — Ernst, samanrekinn krafta- karl með ferkantað höfuð — og Walter, fremur unglingslegur í framan en einnig vel að manni. Allir glaðsinna og broshýrir oft. Það kom í hlut hins síðastnefnda að aka hljóðfærunum, sem fylltu um það bil hálfan bílinn að aftan- verðu, en framan til sátu 15-20 farþegar. Bílar þessir eru allir sömu stærðar og rúma 40-50 manns hver. Ferðafólkinu hafði verið búin tveggja nátta gisting í nýtískulegu hóteli með hinu óþýska heiti Holiday Inn, sem er hringur hótela vítt um borgir og lönd. Þetta hótel okkar er 8 hæða hús og stendur í Sulzbach, litlum bæ eða sveita- byggð nærri Frankfurt. Nokkuð var liðið á daginn, þegar öllu var til skila haldið á hótelinu, og því voru vist margir ferðalangarnir fegnir að leggja sig um stund fyrir kvöldverðinn, — en einhverjum kann þó að hafa gefist löngun til að sötra úr bjórkollu fyrst. Margt annarra gesta var á þessu stóra hóteli, svo að íslenski hópurinn var tæpast meira áberandi en aðrir. Sárafáir Framan vifl óperuhúsið i Wiesbaden standa Jóhanna Bjarnadóttir (kona Gisla Sigurðssonar listmálara), Gunnlaugur Skaftason í Hafnarfirði og Vigdís Jean-Pierre Jacquillat tónleikanna í Wiesbaden. stjórnar Islandsforleik Jóns Le'rfs i upphafi > Jónsdóttir kona hans. ur okkar hóp munu hafa farið lengra út á galeiðuna þetta kvöld heldur en til nálægrar verslunarmiðstöðvar til þess að kanna verðlagið á þýskri grund og byrja aðeyða gjaldeyri sinum. í Þýskalandi er víst flest fremur dýrt en ódýrt. En þarna i nánd við hótelið gafst kostur á sérstakri afþreyingu. Skáhallt viðarbretti. hátt og breitt, reis þar til lofts. og var það sýningartjald útibíós fyrir akandi fólk fyrst og fremst. Á allstóru svæði framan tjaldsins voru margir lágir staurar með hlustunar- tækjum, sem ökufólkið bar að eyra sér inni i bifreiðunum. Sýningarbrettið stóra blasti við út um hótelgluggana á annarri siðu hússins, svoaðgestirnir þeim megin gátu fylgst með gangi kvikmyndarinnar, en heyrðu vitaskuld ekkert. Ég frétti ekki af þessu fyrr en næsta dag, því að minn gluggi sneri í hina áttina, og blasti þar við tún eða akurlendi hið næsta. Hins vegar voru andbýlingar minir að spyrja hver annan, hvernig þeim hefði geðjast myndin, sem hafði verið í tals- verðum lauslætisstil. Létu víst flestir sér fátt um finnast. Síðara kvöldið var sýningarliminn liðinn. þegar við komum frá Wiesbaden, — og er bættur skaðinn. Fyrstu tónleikarnir — með eftirleik Þótt Wiesbaden sé langtum minni borg en Frankfurt er hún höfuðstaður Hessen-fylkis. sem er að flatarmáli sam svarandi fimmtungi íslands. Wiesbaden stendur nálægt Rin, ekki langt fyrir sunnan klettaeyna frægu í ánni, Lorelei. Hvorki sáum við þó Lorelei né Rin heldur aðeins ána Main, sem leiðin lá yfir oftar en einu sinni, en hún er ein af hliðarám Rinarfljóts. , Wiesbaden er stæðileg borg, bæði að umfangi og rammgerum byggingum. sem hún býr að frá gamalli tíð. mörgum hverjum, að minnsta kosti í miðbænum, þar sem var vettvangur okkar íslendinga góðviðrisdaginn 15. mai. Þarna í hjarta bæjarins stendur tónleikahúsið Kurhaus við hliðina á rikisleikhúsinu í Hessen. Framundan eru miklar verslunargötur og Landestag (þinghús fylkisins) í næsta nágrenni. Þar blöktu fánar í hálfa stöng þennan dag. þvi að þá fór fram útför Heinz Herberts Karrys efnahags- ráðherra fylkisstjórnarinnar, sem hafði verið ráðinn af dögum litlu fyrr. Ekki hafði þá tekist að finna illræðismann eða nienn. Kurhaus gæti nefnst heilsubótarhús á íslensku. Hvernig stendur á slíku nafni á tónleikahúsi? Svo er mál með vexti að Wiesbaden hefur verið þekktur heilsu- linda- og baðstaður um langa hrið. Þessi veglega bygging hefur því sjálfsagt verið reist sem lækningamiðstöð fyrir auðuga baðgesti hvaðanæva að og þar verið haft hátt til lofts og vitt til veggja. En nú er þetta orðið hið ágætasta konserthús. Það gegnir raunar öðru 44 Vikan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.