Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 38

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 38
handlegginn heilan, sat utan við einn hrörlegasta kofann. Þegar Vanja gekk fram hjá rétti hún fram höndina biðj- andi, með slíkum örvæntingarsvip að Vönju hraus hugur við að sjá þennan örkumla vesaling. Hún náfölnaði og varð miður sin um stund en svo opnaði hún veski sitt með skjálfandi höndum og rétti krypplingnum alla þá peninga sem hún hafði meðsér. í sama bili safnaðist I kringum hana fjöldi fólks, rétti fram hendur og sagði eitthvað sem hún skildi ekki. Hins vegar duldist henni ekki hvað fyrir fólkinu vakti. Allir voru að biðja um hjálp — betla um peninga eða einhver önnur verðmæti sem gætu bætt úr vesaldómi þeirra um stund. Og þegar Vanja hélt áfram göngu sinni milli kofanna kom allur skarinn æpandi á eftir henni. Vanja varð algjörlega miður sín að sjá og heyra til þessara vesalinga og hún gerði sér ljóst að hún mundi hreint og beint ekki þola þetta ef þeir eltu hana lengi. Að lokum nam hún staðar, tók upp veski sitt og hvolfdi því fyrir framan hópinn svo að allir gætu séð að hún hafði ekki meiri peninga. Þá sneru flestir við og innan skamms var hún orðin ein. Vanja hélt göngu sinni áfram eins og i leiðslu og gat ekki lengur hugsað rökrétt. Hún gleymdi því alveg að víða úti um land var fólk sem bjó við allt aðrar og betri aðstæður. Nú fannst henni að þessi ömurlegu og ógeðslegu kofaskrifli með öllum sinum óþrifnaði og sóðaskap væru einkennandi fyrir aðstæður og aðbúnað allra innfæddra íbúa Madagaskar. Draumurinn um föðurlandið brást að fullu, hvarf eins og hilling. Hún hafði mikla samúð með sérhverjum hálf- nöktum og sársoltnum heimamanni sem á vegi hennar varð — því að var hún ekki sjálf ein i af þeim? Hafði hún ekki fundist i einhverju sorpi að baki svona bæjar og því upphaflega dæmd til sömu hörmulegu örlaganna og þetta vesalings fólk? Hún hélt enn áfram, klöngraðist milli skítugra dýra og skítugra manna, í hræðilega ógeðslegu umhverfi, án þess að hugsa um hvar hún var, hvað hún var að gera eða hvert hún ætlaði. Nokkru fjær var hún næstum dottin um gamlan, örvasa mann sem lá kjökr- andi í sandinum. Vanja nam staðar, kenndi mjög i brjósti um vesalinginn og leit spyrjandi til nokkurra manna sem sátu þar skammt frá. Þeir höfðu fylgst með Vönju, sáu svipbrigði hennar þegar hún virti gamla manninn fyrir sér, litu til hans og síðan til hennar og hristu höfuðin. Augljóst var að þeir töldu að ekkert væri hægt að gera, manninum var hreint og beint fleygt í sandinn til þess að deyja. Lengi á eftir mundi mynd þessa gamla, örvasa manns lifa I hugskoti hennar, þessa deyjandi, hjálparvana vesalings í skítugum, sólheitum sandinum. Vanja dróst máttvana lengra áfram. Hún var náföl, leið mjög illa og var meðal annars óglatt í því pestarlofti sem þarna var. Hún hafði einnig vondan höfuðverk og sortnaði öðru hverju fyrir augum. Hinir glöðu, hamingjusömu og gáfuðu heimamenn sem móðir hennar hafði sagt henni frá voru ekki til — það voru bara ósannindi og ýkjur. Hið fagra land og hrausta og gáfaða fólk — það var ekkert annað en draumsýn. Hér var sjálfur veruleikinn: of harður og hræði- legur til þess að nokkur hefði þorað að segja henni frá honum. Hvernig átti hún að geta lifað eftir þetta? Fæturnir létu ekki lengur að stjórn hennar, vildu ekki bera hana lengur. Rétt utan við þennan ógeðslega, ryðg- aða blikkbaukabæ, þar sem enn heyrð- ust köll í börnum, hænsnagarg og hund- gá, féll hún meðvitundarlaus niður í mjúkan sandinn. Hún vaknaði ekki til meðvitundar fyrr en einhver tók hana upp á arma sér og hristi hana til eins og óþægan krakka. Fyrstu viðbrögð hennar voru þau að hún reiddist ógurlega þeim manni eða mönnum sem vöktu hana af þeim líkn- sama svefni sem hún hafði fallið i. Hún reif sig lausa, sparkaði og sló frá sér og fleygði sér síðan að nýju niður I sandinn. Hún grét hátt og streittist enn af alefli gegn þeim sem reyndi að róa hana og fá hana til að standa upp. „En, Vanja, þetta er bara ég! Það er Steinar,” kallaði hann í örvæntingu en það hafði engin áhrif á hana. Hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því sem hann sagði eða hvort henni stóð alveg á sama hvort þetta var hann eða einhver annar, það vissi hann ekki því að hún hélt áfram sama óráðshjali og óvita- hætti. Að lokum sá hann ekki annað ráð vænna til að reyna að vekja hana af þessu óminnisástandi en að slá hana þétt ingsfast í andlitið. Það reyndist lika ráð sem dugði. Eftir stutta stund lyfti hún hægt höfði, augsýnilega komin aftur til vit- undar, og tárin tóku að renna I stríðum straumum niður vanga hennar. Steinar lyfti henni upp í fang sér, vaggaði henni í örmum sér eins og litlu barni og talaði til hennar hægt og innilega. „Segðu mér nú frá því öllu, Vanja. Hvað er það sem komið hefur fyrir þig? Og hvers vegna fórstu hingað?” Það leið enn nokkur tími áður en hún varð svo róleg að hún gæti talað en smám saman stöðvaðist gráturinn og skyndilega var sem stífla hefði brostið. 1 fyrstu komu orðin hægt og með erfiðis- munum en eftir skamma stund varð hún fljúgandi mælsk og sagði frá öllu sem svo lengi hafði búið í huga hennar, oft hvílt á henni eins og mara og valdið henni svo miklum áhyggjum á hennar skömmu ævi. Þegar hún hafði loksins lokið sér af STÚLKAN FRÁ MADAGASKAR varð löng þögn. Að lokum rauf Steinar þögnina og sagði lágt: „Og svona lágar hugsanir barstu I brjósti til mín.” Hann horfði hugsandi fram fyrir sig um stund en mælti síðan: „Bara að ég gæti skilið hvers vegna þú hefur verið svo hrædd við að fólk fengi að vita t>að. Hvers vegna ætti það að vera skömm að vera fædd á Madagask- ar?” Hann þagnaði um stund og beið eftir svari en Vanja sagði ekki neitt. Hann setti hana niður við hliðina á sér og flutti sig síðan lítið eitt frá. Því næst hélt hann áfram: „Og hvers vegna seturðu þennan ves- aldóm hér I samband við þig sjálfa? Á hvern hátt getur hann verið í tengslum við fæðingu þína? Ég get vel skilið að það hafi djúp áhrif á þig að sjá við hve hörmulegar aðstæður þetta vesalings fólk býr en ég get með engu móti skilið á hvern hátt það getur verið I tengslum við þig. Og hvers vegna ættir þú að vera nokkuð betri manneskja þó að þú værir fædd í Noregi?” Hann jtagnaði um stund og var bæði undrandi og gramur. Síðan hélt hann áfram: „Aldrei hefði mér getað dottið þetta i hug um þig, Vanja. Þú heldur þó ekki að Norðmenn séu eitthvað meira sem manneskjur heldur en heimamenn hér af því að þeir búa við betri efnahag og eru ljósari á hörund? Ekki hefði mér heldur getað dottið I hug að þú værir höfðingjasleikja. Þú hefðir heldur átt að vera hreykin, vera stolt, I staðinn fyrir að skammast þín.” Vanja hlustaði af mikilli athygli og var mjög undrandi. Henni hafði aldrei dottið í hug að Steinar hugsaði þannig. „Þú skilur þetta ekki, Steinar,” sagði hún lágt. „Ég var einu sinni hreykin af því, það var þegar ég var barn. Þorbirni fannst það mjög spennandi og gortaði af því við hvern sem var. Það voru aðrir sem töldu mér trú um að ég væri minna metin af því að ég mundi vera þeldökk, hefði litað blóð í æðum.” „Þetta hefurðu vafalaust bara ímynd- að þér sjálf.” „Nei, það var sannarlega engin ímynd- un,” svaraði hún beisklega. „Móðir pilts sem ég þekkti bannaði honum að vera með mér þegar hún komst að sannleik- anum um mig. Hún var víst hrædd um að ég mundi gefa henni þeldökk barna- börn. Og Þorbjörn yfirgaf mig af því að honum fannst sjálfum að það væri of erfitt að giftast stúlku sem hann vissi ekki hvaðan væri ættuð. Og þó hygg ég að honum hafi þótt vænt um mig.” „Þvílíkur bjálfi!” sagði Steinar fyrirlit- lega. „Sagði hann virkilega að það væri vegna þess?” „Ne-nei,” svaraði Vanja hikandi, „en ég hygg að það hafi þjakað hann lengi. Mamma hans bannaði mér að koma heim til þeirra. Hann hætti allt i einu að skrifa mér, þegar hann var við herþjón- ustu í Tromsey, og ég fékk vitneskju um að hann hefði búist við að ég skildi það. Það hefði ekki reynst auðvelt fyrir hann að segja mér sjálfur hver orsökin var.” „Þetta skil ég alls ekki,” sagði Steinar undrandi. „Svo virðist sem þú hafir aðeins getið þér til hvers vegna hann hætti að skrifa. Hver var það sem sagði þér að hann hefði orðið skotinn í annarri stúlku?” „Pabbi hans hitti hann og þá sagði hann honum þaðsjálfur?” „Og faðir hans hefur þá sagt þér það?” „Nei, frú Staverud, móðir Þorbjarnar, sagði mömmu minni frá því.” Steinar var um stund hljóður og hugsi. Hann átti í baráttu við sjálfan sig um það hvort hann ætti að segja það sem honum bjó I huga. Fyrir þann sem ekkert þekkti til þessa máls var freist- andi, og lá raunar beint við, að setja hatur móðurinnar á Vönju — ef það var þá ekki líka ímyndun Vönju — í sam- band við það að sonurinn skyldi svo fljótt draga sig í hlé. Það sem hún hafði sagt um aðra stúlku gat verið hreinasti tilbúningur. Og ennþá var margt sem alls ekki stóð heima. Hvers vegna hafði þessi Þorbjörn ekki skrifað og hvers vegna hafði hann ekki komist í samband við Vönju seinna? Hann trúði ekki frásögn Vönju. Hann var alltof ástfanginn af henni sjálfur til þess að geta trúað því að maður með heilbrigða skynsemi gæti yfirgefið hana af svo heimskulegum ástæðum. En átti hann nokkuð að vera að sá grun sínum i saklausan huga Vönju? Og ef það var rétt, mundi hann þá vera svo óeigingjarn að hann gæti gert það? ... ... Nei, fyrst þau hefðu ekki sjálf unnið betur að því að upplýsa þetta þá yrði hann örugglega sá síðasti sem mundi gera það! Hann var svo niðursokkinn í sinar eigin hugsanir að hann veitti því ekki at- hygli að Vanja hafði hulið andlitið i höndum sér og grét lágt. Hann fór strax til hennar, lagði handlegginn utan um hana og þrýsti henni innilega að sér. „Elsku, litla Vanja,” sagði hann, „hvernig gastu látið þér detta I hug að ég mundi hætta að láta mér þykja vænt um þig af því að þú fannst á Madagaskar?” Vanja grét enn um stund og hallaði sér að Steinari. Því næst sagði hún hægt og stamandi: 38 Vikan 29< tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.