Vikan


Vikan - 19.11.1981, Side 4

Vikan - 19.11.1981, Side 4
Texti: Þórey Lengi hafði staðið til að kvikmynda merka bók sem kom út í Englandi árið 1969 og hefur verið á metsölulista um árabil. En The French Lieutenant’s Woman eftir John Fowles er ekki bók sem hlaupið er að að kvikmynda. Nokkrum sinnum hafði verið tilkynnt að nú ætti að hefjast handa en jafnoft var hætt við allt saman og menn voru farnir að álíta verkið óframkvæmanlegt. En í haust var loks frumsýnd i Banda- ríkjunum og Bretlandi kvikmynd með þessu sama nafni og víst er að margir biðu hennar með mikilli eftirvæntingu. Leikstjóri myndarinnar er Karl Reisz, handritshöfundur Harold Pinter og aðal- hlutverk eru i höndum Meryl Streep (Sara/Anna) og Jeremy Irons (Charles/Mike). Margslungið listaverk Sagan er margslungin og fyrst og fremst listaverk orðs og stíls. Sögu- þráðurinn er 19. aldar ástarsaga. Höfundurinn leitast við að draga upp raunsanna mynd af þjóðfélagi þessa tíma, uppgangi borgarastétcarinnar, áhrifum stéttaskiptingarinnar svo og hræsni og yfirdrepsskap Viktoríutímans. Bókin er samt sem áður nútímasaga. Höfundurinn skrifar um tímabilið frá sjónarhóli nútimans. Inn i söguna flétt- ast ýmsar þær hugmyndir sem litu fyrst dagsins ljós á öldinni sem leið en hafa haft ómæld áhrif á þeirri sem er að líða. Þar ber hæst tilgátu Darwins um úrval náttúrunnar, hugmyndafræði Marx um sögulega efnishyggju og stéttaskiptingu þjóðfélagsins, og frjálshyggju 19. aldar. Aðalþemað grundvallast á hugmyndum um rétt og skyldur einstaklingsins til þess að ráða eigin lífi og spyrna við áhrifum samfélags og ríkjandi hugmyndafræði sem leitast við að móta hann í einu og öllu frá vöggu til grafar. Höfundurinn kemur æ ofan í æ fram í bókinni sjálfur og ræðir um sjálfan sig og sögupersónurnar og um skriftirnar. Þannig fjallar bókin ennfremur um hvað það er að skrifa bók og setur fram ýmis bókmenntaleg og heimspekileg vandamál þar að lútandi. Hann boðar frelsi einstaklingsins til þess að ráða eigin örlögum, en sem höfundur hefur hann örlög sögupersónanna á valdi sínu og getur ekki skorast undan því. Engir aukvisar að verki Það var því ekki á færi neinna aukvisa að gera bókinni skil á hvíta tjaldinu. Einn þeirra leikstjóra sem vildu spreyta sig var óskarsverðlaunahafinn Fred Zinnemann og með honum sjónvarps- leikritahöfundurinn Dennis Potter. En Meryl Streep (gervi leikkonunnar önnu, ásamt leikstjóra myndarinnar Karl Reisz. Lagskona franska sjó- liðsforingjans Árið 1867 — Sars og Charles elskast ó ástríðufullan hátt og það gjörbreytir Iffi þeirra. þá fannst engin aðalleikkonan. Fowles vildi fá Vanessu Redgrave í hlutverkið en aðrir voru ekki á sama máli. Ekki varð úr framkvæmdum í það sinnið. Fleiri vildu reyna og sagt er að einn handritshöfundurinn hafi fengið tauga- áfall eftir sex vikur. Það var því ekki fyrr en leikstjórinn Karl Reisz, sem Fowles hafði lengi haft augastað á, féllst á að leikstýra verkinu að skriður komst á málið. Reisz fékk til liðsinnis engan minni mann en Harold Pinter sem er án efa virtasti leikritahöfundur Breta um þessar mundir. Pinter hefur einnig skrif- að nokkur kvikmyndahandrit sem þótt hafa aldeilis frábær. I margar vikur kúrðu þeir Reisz og Pinter yfir bókinni til þess að finna leið til að koma hinum tvíþætta sögutíma og listrænum hugleiðingum höfundar til skila á einhvern hátt í myndinni. Reisz sagði: „Bókin er vísindaskáldsaga — viktoríönsk saga og nútímahugleiðing um eðli skáldsögunnar. Ef þáttur 20. aldarinnar í verkinu er tekinn burt gengur sagan ekki upp.” Kvikmynd í kvikmyndinni Þeir tóku það ráð að skrifa nýjan söguþráð jafnframt hinum, það er að segja nútímaástarsögu sem hæfist í rúminu og þróaðist þaðan í frá öfugt við það sem gerist í bókinni. Kvikmyndin er þannig uppbyggð að látið er sem svo að verið sé að taka upp kvikmyndina „The French Lieutenant’s Woman” og aðal- persónurnar, sem jafnframt eru aðal- leikararnir, Anna (Meryl Streep) og Mike (Jeremy Irons) eiga í ástarsam- bandi sem er að sumu leyti hliðstætt því sem er í bókinni, en að sumu leyti and- staett. 4 Vikan 47. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.