Vikan


Vikan - 19.11.1981, Side 5

Vikan - 19.11.1981, Side 5
Kvikmyndir Bókin gerist í og í nágrenni Lyme Regis í Dorset á Suður-Englandi og kvikmyndin er tokin upp á nákvæmlega sömu stöðum. Einn þeirra staða sem mikið kemur við sögu er skógarlundurinn fagri Undercliff. Að mati siðavandra bæjarbúa er sá staður lastabæli hið mesta því þar sjást elskendur hald- ast í hendur og guð má vita hvað gerist inni á milii trjánna. Sara sást stundum á ferli þarna og það olli mikilli hneykslun meðal kjafta- kerlinganna. Ást á Viktoríutíma Aðalþráður 19. aldar sögunnar í bók- inni er í stuttu máli sá að ungur aðals- maður, Charles Smithson, kemur til smábæjar við strönd Suður-Englands ásamt unnustu sinni, Ernestínu Freeman. Hún er einkadóttir vellauðugs vefnaðarvörukaupmanns. Hún er mörgum árum yngri en hann, falleg, aðlaðandi en ákaflega einföld og barna- leg og mjög mótuð af borgaralegu uppeldinu. Charles er hins vegar af gamalli og gróinni aðalsætt. Hann er náttúrufræðingur og hefur að flestu leyti mjög ólík lífsviðhorf og hún. En hjóna- band þeirra er sérlega heppilegt. Hún á peninga, hann á von á aðalstitli, hún er bálskotin í honum og honum finnst hún falleg og fyrirtaks eiginkonuefni. Eitt sinn þegar hjónaleysin eru á gangi sér til skemmtunar meðfram klettóttri ströndinni koma þau auga á einkennilega konu. Kona þessi er álitin hálfrugluð, sögð bíða við hafið eftir komu elskhuga síns. Hún er kölluð „lagskona franska liðsforingjans” sem merkir ekkert annað en hórkona í hugum siðprúðra bæjarbúa sem hafa út- skúfað henni úr samfélagi sínu. Konan, sem heitir Sara Woodruff, er fátæk kennslukona og verður mikill örlagavaldur í lífi Charles. Þau hittast oftar, fyrst af tilviljun, síðan af yfirlögðu ráði. Hann laðast að þessari undarlegu konu, sem er ekki fögur en hefur einstakt, ómótstæðilegt augnaráð og er ögrandi stolt í auðmýkingunni. Um síðir trúir Sara Charles fyrir sögu sinni um samband sitt og franska elsk- hugans. Hann hafði tælt hana, hún látið undan og gerst ástkona hans. Hún skammaðist sin ekki fyrir það en henni var útskúfað og útskúfunin gaf lífi hennar á vissan hátt ákveðinn tilgang, þar sem áður var ekkert. Samband Charles og Söru verður sifellt ástríðufyllra. Hún flytur úr bænum, hann kemur að finna hana og þau elskast á hótelherbergi. Þá kemur í ljós að Sara er óspjölluð og saga hennar um franska elskhugann því eitthvað 47. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.