Vikan


Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 16

Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 16
yfirmanns síns og tók upp símtólið. Hún mundi ekki númerið hjá lög- reglunni en sér til furðu kunni hún síma- númer Jonasar utanað. Hún sneri skífunni með titrandi fingrum og beið þess með óþoli, að hann svaraði. Þeir hlutu að fara að ramba á réttu dyrnar. Loksins! Loksins heyrði hún djúpa, karlmannlega rödd Jonasar. — Jonas! hvíslaði hún og bar ótt á. — Þetta er Katja. Ég er á skrif- stofunni og þeir eru hérna — fyrir utan dyrnar! Náðu í Hultén! Flýttu þér! — Katja! hrópaði hann. — Ég hefði átt.. . — Flýttu þér! endurtók hún. — Ég er svo hrædd, Jonas! En komdu ekki einn, það ert þú, sem þeir vilja ná í, ekki ég. — Við komum! sagði hann og skellti á. Ef hún nú bara gæti læst sig einhvers staðar inni. Nú heyrði hún, að þeir opnuðu dyrnar að aðalskrifstofunum. Þá sætti hún lagi og smeygði sér fram á ganginn. Hún þaut eftir ganginum eins hljóðlega og hún gat, meðan hún reyndi af alefli að imynda sér, hvar hún gæti læst að sér. LYKILLINN Bara að Jonas kæmi nú sem fyrst henni til bjargar! Skömmu síðar heyrði hún tekið í hurðina. — Berra! Komdu hingað. Hér eru læstar dyr. Innan frá! Hratt fótatak nálgaðist. Þeir bjástruðu við hurðina. — Þetta er einfalt mál. Nokkurra mínútna aðgerð í mesta lagi sagði hás og gróf rödd fyrir utan dyrnar. Ó, nei! Katja kólnaði upp af skelfingú. Hún skimaði örvingluð í kringum sig. Var nokkur undankomuleið? J ONAS kom á vettvang ásamt Hultén lögreglufulltrúa og nokkrum aðstoðar- mönnum hans. Þeir reyndu aðaldyrnar. — Læstar! sagði Hultén. — Hvar getum við fengið lykil? Jonasi lá við köfnun, en til allrar hamingju hafði einn lögreglumannanna nú komið auga á dauf spor í snjóslabbinu, og þeir röktu slóðina fyrir hornið og að bakdyrunum. — Þær eru opnar, hrópaði hann upp yfir sig. Þeir hafa brotið upp lásinn. Þeir þutu inn í húsið og upp stigana. Jonas og Hultén vissu báðir, á hvaða hæð skrifstofur fyrirtækis Svantessons voru, og þangað hlupu þeir með lög- regluþjónana á hælunum. Jonas varð viti sínu fjær af skelfingu. Honum fannst óratími liðinn síðan Katja talaði við hann í simanum, og hann gat varla afborið óvissuna um, hvort þorpararnir hefðu náð tangarhaldi á henni. Allt var dimmt og hljótt í stóru skrif- stofubyggingunni. Þeir kveiktu ljós, hvar sem þeir rákust á rofa, en hvergi sást lífsmark. Skyndilega sáu þeir tvo skugga skjót- ast fyrir fjarlægari enda langa gangsins. Lögreglumennirnir þustu á eftir þeim, en Jonas fékk sig varla hrært. Hvar var Katja? Hann þaut eftir ganginum, þar til hann kom að dyrum, sem greinilega höfðu verið brotnar upp. — Katja! hrópaði hann og skimaði í kringum sig inni í herberginu, sem virtist vera fata- og snyrtiherbergi kvenna. Ekkert hljóð heyrðist, og af Kötju sást hvorki tangur né tetur. — Katjal æpti hann yfirkominn af skelfingu. Þá sá hann litlu dyrnar. Handfangið dinglaði laust, og hurðarræfillinn virtist hafa fengið nokkur rækileg spörk. Svo heyrðist loku skotið frá að innan, og Jonas stóð bergnuminn og horfði á Kvennasnyrtingin! Án frekari umhugsunar þaut hún inn á kvennasnyrtinguna og sneri lyklinum í skránni. Það mátti ekki tæpara standa. Hún hnipraði sig saman úti í horni innan um tréskó og regnhlífar, sem einhvern tíma höfðu orðið viðskila við eigendur sína. Litrík lökk Perlumatt Jökul lakk Alhliöa innilakk á yeggi, loft, huröir, glugga- og á húsgögn. Lakkiö er auövelt í notkun og þornar á fáeinum klukku- stundum. Látið Hörpu gefa tóninn. 16 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.